Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 8
og svo áleit ég', að það væri gott að nota jóla- peningana mína til þess að láta gera liana nýja og fallega aftur.“ Margrét sá liana ganga út í rökkrið. Síðan tók hún brúðuna, sem var allt of slitin og skemmd, til þess að unnt væri að gera við hana,, og fór inn í litla verkstæðið sitt. Þar fann hún bómullarbút í nýjan kjól og sum- arhatt. Hún var að hugsa um jólin, sem Annabel ætlaði að halda — fáeina einmana- lega daga með föður, sem mat jólin auðsjá- anlega einskis. Það verður skemmtilegra lijá börnunum á barnaheimilinu, hugsaði hún reiðilega. Hún tók brúðu, sams konar og Jósefínu, úr sýningarglugganum, búlduleita og með rjóðar kinnar og gyllt hár. Hún fjarlægði verðmiðann og fleygði honum í pappírskörf- una og hló með sjálfri sér um leið. Binhvern tíma hafði verið sagt við hana, að hún yrði aldrei rík -—- hún hefði of stórt hjarta og of lítinn heila. Og um leið og Margrét fór hlæj- andi að klippa bómullarefnið, hugsaði hún, að þetta væri víst alveg rétt, en lrán kærði sig kollótta um það. Annabel kom aftur um hádegisleytið á að- fangadag. Hún rak upp stór augu, þegar Margrét rétti henni brúðuna. „En þetta er ekki Jósefína,“ sagði hún. „Hver ætti það annars að veraf1 spurði Margrét. „Hún er alveg eins og hún sé ný. 0, þökk fyrir, að þér hafið gert hana svona fína. Er það rétt, að það kosti bara tíu krónur?“ „Já, það er það — það kostar meira að segja aðeins helminginn af því.“ „Ekki meira! Það var indælt!“ Margrét lét fimmkrónuseðil í hönd Anna- bel. Hún hefði eiginlega alls ekki viljað taka pepninga fyrir þetta, en hún vildi ekki særa stolt litlu stúlkunnar. Annabel vildi ekki fá umbúðir utan um brúðuna. Hún þrýsti henni að sér og nær því dansaði út á kalda götuna. Faðir henn- ar tekur eflaust ekki eftir, að hún hefur fengið nýja brúðu fyrir jólin, hugsaði Mar- grét með beiskju. Það var mikið annríki síðdegis þennan dag, margir viðskiptavinir, sem voru að kaupa á síðustu stundu. Brúðurnar hurfu, hver á eftir annarri, úr sýningarglugganum. Margréti tók blátt áfram sárt, þegar hún vafði umbúðapappírnum utan um fallega, ljóshærða bríiðu, sem var búin eins og ball- etdansmær. Það var góð sala hjá rosknum manni, sem stóð á götunni fyrir utan og seldi steiktar hnetur og mistilteinsgreinar. Uppi í íbúð Margrétar stóð röð af jólakortum, sem korflið hafði verið fyrir uppi á hillunni fyrir ofan opinn arininn. Eitt þeirra var handmálað og með mynd af balletdansmeyju — sem var tíguleg eins og svanur -—■ og í glugganuw milli léttra gluggatjaldanna stóð skreytt jóla- tré með ljómandi stjörnu í toppinum. Klukkan var orðin nær því ses, áður en Margrét gat lokað búðardyrunum á eftir síð- asta viðskiptavininum. Hana verkjaði í fæt- urna, og hún hlakkaði til að fá sér heitt bað, lwöldmat og næðisstund til þess að lesa skáld- sögu, sem híin hafði keypt nýlega. Kétt um leið og hún ætlaði að fara að slökkva Ijósið, sá hún lítinn, svartan bíl nenia staðar fyrir utan, en hún hugsaði ekkert nánar um það, því að það var óhugsandi, að nokkur kæmi svona seint á aðfangadegi jóla í BrúSuhús Margrétar til þess að kaupa jólagjafir. Hún varð því bæði undrandi og hálfreið, þegar dökkhærður maður kom út úr bílnum og gekk að dyrunum og barði harkalega á hurðina. Þegar Margrét opnaði dyrnar hikandi, tók hún eftir, að hann var með böggiil undir handleggnum. Umbúðirnar fóru illa, og hún gat séð lokk af gylltu hári og hluta af bóm- ullarkjól. Hann gekk ákveðnum skrefum inn fyrir. Ef munnur hans hefði ekki verið svona liörkulegur og augnaráð hans svona hvasst, liefði hann verið aðlaðandi maður, hugsaði Margrét. „Búðin er lokuð,“ sagði hún þumbaralega og bætti við af gömlum vana: „Nema því að- eins, að um sé að ræða viðgerð, sem liggur ekki á. Hefur brúðan brotnað?“ „Nei,“ svaraði hann stuttur í spuua. Hreimurinn í rödd hans var í samræmi við svipinn í gráum augum hans. „Eg er kominn með þessa hérna aftur, því að það hlýtur að hafa orðið einliver misskilningur. Dóttir mín var hérna fyrir um tveim dögum til þess að fá gert við brúðuna sína, og í dag fékk hún þessa hérna aftur — en hún er alveg 228 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.