Heimilisblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 10
nýtrúlofuð. Unnusti minn og ég vorum sam-
an á leið frá trúlofunarveizlu okkar, og svo
ókum við bílnum út af.“ Hún þagnaði
snöggvast, áður en hún hélt áfram, og smá-
drættir komu í andlit hennar. Rödd hennar
bar engan vott um sjálfsmeðaumkun.
„Það hefði getað farið miklu verr. Eg
meiddist alvarlega á öðrum fótleggnum, en ég
finn ekki lengur til þess. Það batt endi á
allar framtíðaráætlanir mínar, og þegar ég
kom heim frá sjúkrahúsinu, frétti ég, að unn-
usti minn hefði fundið sér aðra stúlku.“
„Það var leitt að hejrra,“ sagði Robert
Stacey lágum rómi.
„Það er langt síðan ég hætti að harma ör-
lög mín. Beiskja hefur aldrei læknað sorg.
Er það í raun og veruð nokkuð einkennilegt,
að ég skuli hafa búð eins og þessa? Þegar
ég las auglýsinguna, fann ég, að það var
einmitt eitthvað þessu líkt, sem ég vildi fást
við — gæta lítillar verzlunar, selja brúður
og gera við þær. Það er að vísu dálítið ann-
að en að standa í sviðsljósinu, en mér þykir
vænt um það.“
„Þér eigið meiri kjark en ég,“ sagði liann
stuttaralega.
„Nei. Ég hef bara orðið að kenna sjálfri
mér að sætta mig við lífskjör mín. Það veit-
ir meira þolgæði.“
Iíann tók þegjandi brúðuna upp aftur og
gekk út úr búðinni. Og Margrét hugsaði, á
meðan hún horfði á eftir lionum, að fáar
manneskjur væru í raunog veru eins harðar
í skapi og ógeðþekkar og þær kæmu fvrir
sjónir.
Skömmu síðar kom Robert heim með faug-
ið fullt af jólaböggliun í marglitum umbúða-
pappír. Frú Simmonds var tilbúin til þess
að fara, en hún beið þolinmóð eftir honum.
„Ég hef útbviið svolítinn jólamiðdegisverð
handa yður,“ sasrði hún, „og ég vona, að
þér og Annabel fáið gott jólakvíild. Ég kem
aftur á annan jóladag. Annabel er óham-
liamingjusöm vegna þess, að þér fóruð með
brúðuna hennar. Var þetta þá misgáning-
ur ?‘ ‘
„Nei,“ svaraði hann lágum rómi. „Konan.
sem á Brúðuhúsið, gaf henni hana í jóla-
gjöf. Annabel fær brúðuna aftur, þegar þér
eruð farin. Ég skil ekki, að fólk geti í raun
og veru verið svona, frú Simmonds.“
„Þer þekkið ef til vill ekki rétta fólkið,“
sagði frú Simmonds kankvíslega. „Allir vita,
að Margrét Selby hefur stórt hjarta eins og
jólasveinninn. Ég sagði einu sinni við hana,
að hún yrði aldrei rík — að hún hefði bara
hjarta, en negan heila. Hún svaraði aðeins,
að hún skeytti ekki um það — og hún meinti
það!
Hún gefur öllum litlu stúlkunum hér í
bæniun brúður, og sendir margar brúður
á ári til barnaheimilisins. Frænka mín er
barnfóstra þar, og hún hefur sagt, að ung-
frú Selby hafi boðizt til þess að hafa allt
að hálfri tylft barna hjá sér um jólin, en
það voru engin afgangs til að senda til henn-
ar. Á síðastliðnu ári hafði hún þó fjögur
börn heima hjá sér, og þau nutu þess vel.“
„Þá verður hún alveg ein í ár?“ spurði
Robert.
Frú Sinnnonds andvarpaði. „Sennilega-
„Mér finnst það blátt áfram ekki ná neinni
átt.“
Þegar frú Simmonds var farin, kallaði
hann á Annabel og rétti henni brúðuna um
leið og hann brosti lítið eitt. Barnið leit upp
til hans undrandi og ljómandi á svipinn, og
hann fór að hugsa um það, sem Margrét
hafði sagt, að hann refsaði Annabel fyrir
sína eigin sorg.
„Það er orðið nokkuð framorðið,“' sagði
liann, „en nú skreytum við jólatréð saman,
og svo höldum við hátíðlegt aðfangadags-
kvöldið, er það ekki?“
Þrátt fyrir gleðina, sem ljómaði úr augum
litlu stúlkunnar við orð hans, var greinilegt,
að hún var undrandi. Var þetta í raun og
veru hann pabbi hennar, sem alltaf var svo
önnum kafinn? En gjafir, jólamatur og
kertaljós á litla, en hátíðlega jólatrénu olln
því, að hamingjublandin undrun hennar
drukknaði brátt í miklum fögnuði. Iíún tók
ekki eftir því, að faðir hennar var hugsandi
allt kvöldið, þrátt fyrir einlægan vilja til
þess að gera eitthvað fyrir bamið sitt, þang-
að til hann lagði að síðustu dauðþreytta.
en óumræðilega glaða Annabel í rúmið henn-
ar — ásamt hinni nýju Jósafínu. Þegar hann
var að taka til í stofunum á eftir, tók hann
eftir því með undran, að það olli honum
ekki lengur sársauka að hugsa um Dorte.
Það var engin beiskja og sjálfsmeðaumkun
hjá honum. Haun gekk að glugganum og
230
HEIMILISBLABI®