Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 26
heim til Guise einhvern næstu daga. Ég býst við, að ]ni hafir lesið um björgun hans í frönsku blöðunum — blöðin hér hafa varla skrifað um annað — og ég man hvað þú hafðir mikinn áhuga á allri þessari fjölskyldusögu, þegar ég sagði þér hana. Annars sagðirðu alltaf, að hún end- aði vitlaust sú saga. Iivað um það, nú er tækifærið fyrir þig að sannfærast um kenningu þína eða ekki. Þess vegna: komdu, ef þii mögulega getur, og vertu hérna eins lengi og þú getur. Það yrði svo gaman að hafa þig hér, ég hlakka til að spjalla við þig um eitt og annað, ekki hvað sízt um listir ...“ Jill brosti þegar hún minntist bréfsins og þess, hversu fljót hún hafði verið að svara því. Það var eins og ósýnilegar hendur hefðu beint för hennar endilega hingað, og henni hafði verið um megn að veita mótspyrnu. Hún liafði að vísu lagt hart að sér í París, og borgin hafði verið mjög þreytandi í hita- bylgjunni. Tilhugsunin um sumarfrí í Skot- landi hafði verið freistandi, og hún hafði óð- ara svarað bréfinu með símskeyti. Pramtil þessa hafði hún ekki hugsað um nein örlög í því sambandi. Hún hafði fitskýrt áhuga sinn með lönguninni til að komast burt úr hitamollu — og kannski með svo- lítilli forvitni líka. En svo hafði hún hitt Andrew í gestaboði hjá Pauline Delage ... Hún andvarpaði, og þegar htin sá skilti við veginn sem gaf til kynna 45 km hámarks- hraða í nágrenni Lorne, lyfti hiin ögn fæt- inum ... Það liafði verið einskær tilviljun, að hiin hafði hitt Andrew Moray -—- eða hvað? Pauline var vinkona Jocelyn. Gesta- boð hennar voru ætíð mjög skemmtileg, og Jill hafði alltaf hugsað sér að heimsækja hana á ferð sinni um London. Hún hafði ekki biiizt við því að lenda í gestiboði hjá henni, og hún hafði ekki gert ráð fyrir því að hitta neinn tir Guise-f jölskyldunni í Lon- don, en ... Jill andvarpaði á ný. Hún hafði tekið eftir Andrew óðara er hann kom inn, og hún hafði hrifizt af hon- um á vissan hátt, án þess að hafa hugmynd um hver hann var, því að vinnustofan sem var veizlusalur var yfirfull af fólki, og Paul- ine hafði fyrir löngu gefizt upp á því að kynna alla gestina sem komu. En þess hafði heldur ekki verið þörf, hvað Andrew snerti. Hann leit á Jill stutta stuud, og Jill fauö það án þess að liorfa á hann á móti. Hún varð vör við vissan áhuga hans, og hún tok eftir því, hversu vel útlítandi þessi maðui' var. Því næst hafði hann fundið leiðina gegO" um manngrúann og þangað sem hún stóð, unz hann brosti við henni og bað hana um að dansa við sig. En þá vildi svo til, að dans- gólfið var bæði yfirfullt og músíkin heyrð- ist varla fyrir öllu skrafinu, svo að dans- herrann sagði fljótlega: „Eigum við annars ekki að koma út héðan og fara eitthvað ann- að, þangað sem hægt er að dansa ...“ Hún hafði samsinnt og verið fegin uppástungunni- Þau höfðu farið á vistlegt veitingahús. dansað við undirleik mjög góðrar hljóm- sveitar og skemmt sér konunglega. Og þa11 höfðu ekkert haft fyrir því að kynna sig- Andrew hafði í gríni kallað hana Mademoi- selle Inconnue og sagt með uppgerðar-alvöru, að löngun til þess að vita of mikið í bráða- birgðakunningsskap sem þessum, væri til þess eins að eyðileggja rómantíkina. Hann hafði hlegið við og sagt: „Þú veizt ekki nema ég sé Bláskeggur konungur eða dularfullur maður frá Síberíu með kon11 og sex börn ...“ Hann hafði sagt svo marga fjarstæðu í þessu sambandi, að Jill hafði ekki getað stillt sig um að hlæja. En í bílnum á leiðinni heim til Pauline liafði hann kysst hana, og allt í einu var sem bæði kæmust á vald tilfinninganna. Þan liöfðu ekki flissað eða hlegið meira ... Hann hafði sagt, mjög alvarlegur: „Ég verð að hitta þig aftur — við gætum borðað saman- Eigum við að segja á morgun?“ Síðan hafð1 hann spurt liana um nafn, og hún hafði bæð1 sagt honum það og eins hitt að hún ætlað1 senn að fara í heimsókn til Joeeelyn í Lorne- Hann hafði starað á hana, yfirþyrmdur af undrun, og ekki hafði hennar eigin undr- un orðið minni, þegar hann liafði sagt henm andartaki síðar, að hann ætti heima á óðal- inu á Guise. „Þá hlýtur þú að vera Ninian Moray — það er að segja Guise lávarður?“ hafði hún sasrt í spurnartón. Bara að hún hefði aldre1 hjálpað honum þannig með að blekkja hana, hugsaði Jill ... Hún minntist þess, að hann 246 H E IM IL I S B L A Ð I ®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.