Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 17

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 17
Hann settist á rúmstokkinn hjá henni og laut yfir hana. „Líður þér betur núna?“ „Mér líður verulega vel.“ „Yeiztu, a3 þú bjargaðir lífi mínu?“ Já, eitthvað rámaði hana í það. „Þrátt fyrir brotinn liandlegg og liðtognun á fæti hjálpaðirðu mér til að komast undan brennandi bílnum,“ liélt Michael áfram hrærður. „Er ég handleggsbrotin — og úr liði um öklann?“ spurði Anna. „Ég hef biiið um það sjálfur,“ svaraði hann. „Og ég man þú grézt, Anna. Ég man að þú grézt.“ jæja, hún hafði þó verið dálítið kvenleg í eitt einasta skipti. „Hvers vegna gréztu, Anna? Hvers vegna gerðirðu þér svona ótrúlega mikið far um að bjarga mér og sýndir krafta, sem voru nánast yfirmannlegir, til þess að bjarga mér?“ „Það hefði hver og einn gert í mínum spor- um, Michael. Ég gat einfaldlega ekki látið þig liggja þarna . . .“ „Nú, en það gerði þó Sally,“ greip hann fram í fyrir lienni. „Sally tók til fótanna, en þú varst kyrr!“ Skyndilega kenndi liún í brjósti um Sally. „Hún er svo ung, Michael. Og lnín var sjálf meidd og búin að fá lost. Hún vissi ekki hvað hún gerði“. „Sally hafði svosem ekki meitt sig neitt en það hafðir þú 'hins vegar“. Anna lá grafkyrr og horfði á hann. „Ég held reyndar“, sagði hann, „að ég hafi alltaf gert mér grein fyrir því, hversu snjöll þú ert, hversu ráðagóð, jafnvel fullkomin þú ert — en mér féll það alltaf miður. Mér fannst, að kvenfólk ætti ekki að vera þannig — svona snjöll og dugleg. Og ég fór leiðar minnar og skemmti mér með stelpuhnátum, sem voru fullkomlega tómar í liausnum. Það var þó svo sannarlega heimskulegt af inér, Anna, þegar það var alltaf ætlun mín innst inni að hverfa heim aftur og giftast — engri annari en þér?“ I Þegar Bobby stendur upprétt- ur er hann 2,5 m. á hæð og 3 tonn á þyngd. Eigandinn Karl Groener hefur að undanfömu hrammað með hann um götur Bonn, en fyrir tilmæli lögregl- unnar er hann nú hættur því. Með daglegri æfingu í eitt ár er hægt að ná jafnvægi með eitt egg á efni endapinnans, en með áframhaldandi æfingu í nokkur ár hefur tekizt að ná jafnvægi með tvö egg. Grískur bóndi er ekki frá- brugðinn bændum í öðrum löndum, en þó gæti honum varla dottið í hug að það væri sanngjarnt að hann gengi sjálf ur og lofaði konunni að sitja á asnanum. Heimilisblaðið 89

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.