Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 18
KONURÁN
Smásaga eftir Sewell Peaslee Wright.
Það var mikil áliætta, sent Jack Bowden
tók sér fyrir liendur, og honurn var það full-
komlega ljóst.
Thorkil gamli Nilson liafði verið einvald-
ur í Assin Nebah-héraðinu senn í hálfa öld
og ráðið yfir sérhverri sál í þessari norð-
lægu Alaskabyggð. Hann var fyrsti hvíti
maðurinn, sem hafði setzt að á þeim víð-
áttumiklu og villugjörnu slóðum, landsvæði
sem teygðt sig eins og örvaroddur millum
tveggja fljóta, Assin Nebah og Keewasin, þar
'sem þau féllu til norðurs.
Nilson gamli var rétti maðurinn til að
ráða yfir þessu eyðilega og ófrjósama landi.
Hann var sex fet á hæð og tveggja manna
maki, að sagt var. Hann gat brotið axarskaft
þvert um hné sér jafn auðveldlega og aðrir
kurla þurran kvist á kvöldbálið. Það gengu
margvíslegar sögur um Thorkil Nilson.
En um Petru Nilson, dóttur lians, gengu
einnig sögur. Hiin var grönn og fögur eins
og björkin í því sænska ættlandi þaðan sem
liún var upprunnin. Hár hennar bar gullinn
lit hunangs ,og augun voru hlá eins og vatn
norrænna fjalla. En skap hennar líktist
þrumugný.
Stöku menn höfðu reynt að gera hosur sín-
ar grænar fyrir henni, en hún hafði hlegið að
þeirn og manað þá í kappakstur með liunda-
sleðum milli klettanna — og borið sigur úr
býtum.
Já, það var áhættuspil, þetta sem Jack tók
sér fyrir hendur. En hann liafði svosern boð-
ið örlögunum byrginn fyrr. Ekki fyrst og
fremst vegna þess liann hefði löngun í þá
átt, heldur vegna þess það hafði verið nauð-
syn. Norðlendingar verða einatt að bíta á
jaxlinn og láta hart mæta liörðu.
Jack Bowden hafði í rauninni komizt á-
gætlega af fram að þessu. Að vísu Iiafði hann
selt land sitt við Red Lake fyrir niinna en
hún var verð, en samt fengið það mikið í
aðra liönd, að hann gat farið á flugvélanám-
skeið og kevpt sér flugvél að auki. Nú græddi
hann drjúgan skilding á því að fljúga með
námuleitarmenn norður á bóginn og sjá þeim
fyrfr vistum. Á síðari árum hafði hann einn-
ig flogið með hverskyns útbúnað til sport-
veiðimanna og fiskimanna, og þetta hafði
reynzt ágætur gróðavegur.
Menn höfðu mætur á honum. Það var eitt-
hvað ekta og traustvekjandi í fari hans, sem
kom borgarbúum til að finna fyrir öryggi 1
óbyggðinni, ef hann var nálægur. Því féll vel
við glettnislegt blikið í blökkum augunum;
það öfundaði liann örlítið af útiteknu hör-
undinu og það har virðingu fyrir kröftum
hans. Hann gal axlað ferðaútbúnað, sem
flestir liöfðu bugazt undan, og flutt hann
langar leiðir án þess svo sem mikið sem hlása
úr nös.
Og nú var liann kominn eins og þruma úr
heiðskíru lofti til þess að etja kappi viðThor-
kil gamla Nilson og láta liann finna fyrir
því í hans eigin héraði. Jack hafði hlegið
að þjóðsögunum um Nilson; en nú, þegar
hann stóð augliti til auglitis við Petru Nil-
son, varð honunt ljóst að einn lilutur var þo
sannur: Petra var töfrandi fögur!
Hún liafði kornið á fleygiferð yfir ísilagt
vatnið á hundasleðanum sínum í því hann
lækkaði vélina á sniðflugi og landaði henni
fyrir framan byggingasamstæðu þá, sem var
verzlunaraðsetur Nilsons. Nú stóð stúlkan
þarna við hlið forustuhundsins, teinrétt og
grönn í rauðri ullarburu og tilheyrandi sport-
buxum. Þykk refskinnslegging myndaði um-
gjörð um andlitið, á fótunum bar hún há og
mjúk indíánastígvél úr ljósbleiku elgskinni-
„Þér munuð vera Petra Nilson“, sagði Jack
og brosti. „Er ekki svo?“
Hún kinkaði kolli án þess að segja orð.
Blá augu hennar lýstu forvitni og allt að þvi
andúð.
90
heimilisblaðið