Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 22
liádegi næsta dag, fulllilaðinn matvörum og
bensíni.
Þegar áður en liann lækkaði flugið til
niuna, sá hann, að eitthvað var öðru vísi
en það átti að vera. Þarna var ekkert bál, og
engan mann var að sjá. Um leið og hann
hljóp út tir vélinni kallaði hann, en hann
fékk ekkert svar annað en bergmálið. Bálið,
sem menn hans liöfðu vermt sig við við starf-
ið, það var útbrunnið, og inni í tjaldinu lágu
svefnpokarnir þrír í megnustu óreiðu.
Ekki var erfitt að skilja hvað gerzt Iiafði.
Nilson eða menn lians höfðu verið á ferð-
inni, og þeir höfðu yfirunnið starfsmenn-
ina og liaft á hrott með sér. En án manna
sinna var Jack hjálparlaus. Það hafði verið
erfitt að útvega þessa þrjá menn, sem hann
hafði, og enn erfiðara yrði að útvega nýja
í þeirra stað — einkum eftir að fréttist,
hvernig farið hafði með þessa þrjá.
Að sjálfsögðu gat hann kært þetta til lög-
reglunnar. Hún gæti örugglega jafnað um
við Nilson. En Jack hafði enga löngun til
að fara þá leiðina. Hann ætlaði sér að gera
'út um málið sjálfur. Hann liafði látið í það
skína við Nilson sjálfan á dögunum, og nú
ætlaði hann sér að standa við það, enda
gerði Nilson sjálfsagt ráð fyrir því.
Hingað til hafði Nilson haft frumkvæðið
í leiknum. Mótleikur Jacks varð að koma
honum á óvænt. Hann varð að vera snar i
snúningum og aðhafast eittlivað, sem kæmi
Nilson gersamlega í opna skjöldu. En hvað
átti það að vera?
Ef hann færi rakleitt til fundar við liann
og heimtaði menn sína aftur, myndi gamli
þrjóturinn einungis hlæja að honum. Nema
. . . nema því aðeins að hann hefði vopn á
móti lionum, sem biti. Hugmynd skaut upp í
kolli Jaks . . .
Með kuldaglotti á vör gekk hann aftur
að flugvél sinni. Hann flutti úr lienni mest-
allar birgðirnar, tók síðan eitt af tjöldun-
um og vafði j)að saman ásamt svefnpoka.
Þetta setti hann síðan inn í hirgðageymslu
vélarinnar, ásaint litlum ofni og tilheyrandi
röri. Jack blístraði meðan hann vann að
þessu, blíslraði lágt og hugleiddi ráðagerð
sína á smáatriðum.
Hann setti til flugs og virti fyrir sér lands-
lagið um leið og hann liækkaði flugið. Það
tók ekki langan tíma að finna það sem liann
var að leita að lítið vatn, nógu stórt til að
lenda á, umkringt þéttum skógi og aðeins
fáeina kílómetra burtu. — Síðan jók hann
flugið hvað liann gat og setti stefnuna á
verzlunarstað Nilsons.
Hann lenti af skyndingu gegnt smávegin- •
um sem lá að verzlunarhúsunum. Nilson
hitti hann við dyrnar. Glettnisbliki brá fyrir
í augum lians.
„Eruð þér kominn aftur?“
„Já.“ Jack svipaðist um í verzluninni. „Ég
vil gjarnan að dóttir yðar hlusti á það sem
ég hef að segja. Eruð þér nokkuð á móti
því að kalla á hana?“
Nilson hikaði. Síðan yppti hann öxhun,
kæruleysislega.
„Ekki fvrir mitt leyti — ef lnin er því
ekki mótfallin sjálf.“
Nilson fór innar í búðina og opnaði J>ar
bakdyr. Verzlunin var sérstakt hús, sem
stóð í nokkurra metra fjarlægð frá íhúðar-
húsinu. Þessu hafði Jack veilt eftirtekt þegar
hann kom hingað í fyrsta sinn, og sömuleiðis
viðarslagbrandinum mikla sem brugðið var
um bakdyrnar Jiverar og hægt var að koppa
frá, en hann lá á tveim járnþollum seni
sátu í veggnum sitt hvoru megin dyranna.
Áætlun hans byggðist á því, liversu sterk-
ur þessi slagbrandur var, og liversu snjóskafl-
inn fyrir utan var djúpur.
1 fullu samræmi við fyrirætlun sína, og af
mikilli skvndingu, lauk Jack nú upp fram-
dyrunum og lét þær standa hálfluktar, hrað-
aði sér síðan að bakdyrunum og þrýsti að
J>eim eyranu, en dyrunum hafði Nilson lok-
að á eftir sér. Hjarta Jacks barðist ákaft, og
liann andaði þungt, er liann skömmu síðar
lieyrði fótatak í snjónum fyrir utan. Nilson
talaði eitthvað í lágum hljóðum; sem sa^í:
Petra var með lionuin.
Jack steig tvö skref aftur á hak, stóð svo
í leyni að dyrabaki, Jiegar opnað var. Klink-
unni var lyft, og í Jjví sem Petra steig inn
fyrir þröskuldinn, greip Jack um handlegg
hennar, svipti henni í skyndingu inn í verzl-
unina, varpaði sér síðan af öllum þunga a
dyrnar og setti slagbrandinn fyrir.
Svo fast fylgdi Nilson á liæla dóttur sinni,
að liann varð fyrir dyrunum þegar þær
94
heimilisblaðið