Heimilisblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 24
kuflaða náunga, sem virtu Jack fyrir sér
þögulir og fjandsamlegir á svip. Þeir höfðu
tvenn liundaeyki með sér.
„Hvar er Petra? Ég finn hana Iivergi
heimafyrir.“ Rödd Nilsons var ekki eins
rymjandi og venjulega. Hún var tiltölulega
vingjarnleg, en kannski enn meira ógnandi
en nokkru sinni, þrátt fyrir það.
„Hvar eru menn mínir?“ svaraði Jack. „Ég
finn þá hvergi. Ég stend í framkvæmdum,
sein ég þarf að láta leysa af hendi.“
„Um þær getum við talað, þegar ég hef
fengið Petru aftur heila á húfi“.
„Ekki held ég það, samt.“ Ég er hræddur
um, að þá liafið þér engan tíma til að Iilusta
' • íi
a nng.
„Ég hef hér nokkra vini mína meðferðis,
Bowden. Ég segi yður satt, að þeir eru ekki
með nein merarhjörtu, þessir menn.“
„Ég efast ekki nm það. En dóttir yðar er
á stað þar sem hún er alein. En liún hefur
aðeins mat til örfárra daga. Á aðeins einn
hátt getið þér komizt í samband við hana,
og það er með því að heita mér því, að ég
fái menn mína aftur án tafar.“
Thorkil Nilson leit framhjá Jack og aftur
fyrir hann, út af fjarlægum sjóndeildar-
hringnum.
„Það er ekki svo lítið, sem þér farið fram
á“, sagði hann nú í nokkuð nýjum tóni.
„Það er yður sjálfum að kenna.“
Nilson snéri sér nú að mönnum sínum og
mælti eitthvað við þá á þá tungu, sem Jack
ekki skildi. Mennirnir kinkuðu kolli og óku
síðan burt.
„Yið skulum heldur reyna að skilja hvor
annan,“ sagði þá Nilson, settist inn í tjald og
kveikti sér í pípn. „Þér sækið Petru, og þér
fáið menn yðar aftur — er það þannig, sem
þér viljið hafa það?“
„Nákvæmlega þannig.“
„En það skuldbindur mig þó ekki neitt
varðandi það sem ég kann að grípa til í
framtíðinni, er það?“
„Nei. Eftir þetta get ég komizt af, fái ég
mína menn.“
„Og ég fæ dóttur mína aftur — þegar í
dag?“
„Strax og þér hafið gefið mér orð yðar
upp á það, að ég fái menn mína, í síðasta
lagi á morgun, lieila á húfi.“
„Eruð þér ánægður með, að ég heiti yður
því?“
„Vissulega.“ Jack var farinn að verða ó-
þolinmóður út af öllum þessum spurning-
um. Nilson liélt áfram að masa og masa.
Hann endurtók sömu spurningarnar aftur og
aftur og dvaldist við ýmis smáatriði óendan-
lega að því er Jack fannst.
„Hvað á þetta mas að þýða?“ spurði Jack
að lokum. „Ég er orðinn þreyttur á að ræða
um þetta lengur. Viljið þér þetta eða viljið
þér það ekki? Já eða nei!“
Hann reis á fætur, og skyndilega varð hann
gripinn tortrygni og gekk út úr tjaldinu.
Kannski liafði gamli þrjóturinn gefið mönn-
um sínum fyrirmæli um að koma aftur og
eyðilegja flugvélina hans . . .
Þá varð honum Ijóst, hvers vegna Nilson
hafði setið hinn rólegasti og teygt tímann.
I austurátt steig til himins þunnur svartur
reykur. Þegar Nilson hafði borið að garði og
horft í átt þangað, liafði hann strax komið
auga á reykinn að baki Jacks, langt úti við
sjóndeildarhringinn — og honum liafði orðið
ljóst, hver það var sem þar var að senda
neyðarskeyti. Hann hafði sent menn sína af
stað til þess að bjarga Petru, en reynt að
halda Jack uppi á snakki á meðan, til þess
að mönnum lians gæfist tími og næði til
verksins.
Thorkil Nilson kom nú út úr tjaldinu á
eftir Jack. Hann brosti, og það var ósvikið
sigurbros.
„Mér þykir næstum fyrir því, yðar vegna,
Bowden,“ sagði liann með sinni rymjandi
röddu. „Þetta var snjallræði hjá yður. Þetta
var hreystiverk — en Petra var hara yður
ráðsnjallari.“
Jack þaut framhjá lionum inn í tjaldið og
fór að taka saman föggur, án þess að virða
hann svars. Hugsanlegt var, að hann kæmist
á staðinn áður en menn Nilsons næðu þang-
að. Ef honum tækist það, ætlaði hann að
flýtja stúlkuna á annan stað og verða um
kyrt hjá henni, svo að hún gæti ekki sent
nein merki frá sér.
Er hann hafði tekið saman nauðsvnleg-
ustu hluti, hraðaði hann sér að flugvélinnx-
Nilson var farinn, en honum var sama um
það. Hann kærði sig sízt af öllu um að verða
96
heimilisblaðið