Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 30

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 30
Sex árum eldri Smásaga eftir Leonie Mason. Linali o" Tim hittust í samkvæmi af því tagi þar sem fólk er kynnt hvert fyrir öðru í fljótheitum og tekur þegar í stað að ávarpa hvert annað með fornöfnum — semsagt í mjög nýtízkulegu samkvæmi. Einhver sagði: „Þetta er Tim MacCarthy — og Dinali Marven,“ og Tim sagði: „Gott kvöld“ þreytulegri röddu, rétt eins og hann væri niðursokkinn í eigin hugsanir. Það var liann reyndar. Hann hugsaði um þennan lokkandi munn, sem brosti til lians, hina ljósu lokka sem mynduðu umgjörð um fagurt ennið, og lionum varð hugsað sem svo: Hvers vegna hef ég aldrei rekizt á hana fvrr? Dinah sagði: „Gott kvöld!“ og rétti hon- um smágjörva höndina. Hún liugsaði sem svo: Hann er aðlaðandi. Það var gott, að ég kom hingað. Þau urðu samferða að sófa sem stóð út við vegginn. Þar settust þau og horfðu á þá sem voru að dansa. Enginn veitti þeim athygli, því að þetta var samkvæmi af því tagi þar sem maður getur eiginlega látið eins og mann lystir. Þau sátu semsagt þarna og röbbuðu lítið eitt og reyktu; og ekki var liðin klukku- stund áður en Tim varð Ijóst, að hann var orðinn ástfanginn. — Honum varð það skyndilega Ijóst, svo skyndilega, að hann varð furðu lostinn. Þarna sat hann nú og hélt í höndina á henni, því að — eins og áður er að vikið — þá var þetta þess konar samkvæmi þar sem maður tekur undir handlegginn á dömunni eða heldur í höndina á henni, ef mann bara langar til. Það gerði Tim og hönd hans luktist um fíngerða hönd Dinahs, kreppti laust að rósrauðum fingrum liennar, og greip svo þéttara utan um. Hún leit á hann og brosti — það var eins- konar trúnaður í því brosi — og sagði: „Já — ég veit það, er það ekki dásamlegt?“ Hún þokaði sér örlítið nær lionum, svo hún gæti fundið handlegg hans þétt við hlið sér, en það var líka allt og sumt, því að meira þurfti ekki til. Þau voru ástfangin. Og þeim var það báðum Ijóst. Hún hugsaði sem svo: Honum fara vel þessi stóru eyru og ljósbrúnu augnhár, sem eru gullin í broddinn. Hún dáðist að litlu og viðkvæmu nefi lians með smáum frekn- unum þvert yfir. Það kom vel við liana hvernig liann laut eilítið að henni í hvert sinn sem hún sagði eitthvað. Rétt eins og það sem hún sagði væri stórmerkilegt og hann mætti af engu missa. Tim sagði glaðlega: „Hvenær eigum við að gifta okkur, Dinah?“ Og hún leit eilítið undan um leið og hún svaraði: „Það veit ég nú ekki — en ertu nokkuð vant við látinn á þriðjudaginn k ::i- ur?“ Svo hlógu þau, reyktu fleiri sígarettur az ræddu um alla þá ómerkilegu og kjánalegu liluti, sem liugsazt gátu, — og þó var báðum ljóst, hvað gerzt liafði innra með þeim. Hann stalst til þess að virða fyrir sér vangasvip hennar. Tuttugu og þriggja eða fjögurra, hugsaði liann. Erfilt að segja. En livað gerði það svosem til? Þegar liann ók henni heim í bílnum, gcrði liann ekki tilraun til að kyssa liana, og hún var fegin því. Hún skildi það. Þetta var hið fullkomna. Þannig átti það að vera. Þau áttu framtíðina fyrir sér, hin mörgu hamingju- sömu ár. Þau höfðu efni á að fara að öllu rólega í byrjun og bíða enn u.m stund, áður en þau tækju til að kyssast. Þegar bíllinn liafði numið staðar, greip hann um báðar hendur hennar og sagði: „Góða nótt, ástin mín!“ og leit í ljómandi augun hennar, angurblítt. Dinah komst ekki lijá því að loka augunum andartak, því hennJ fannst hún ekki geta setið þannig og horft beint inn í sál karlmanns. Hún þrýsti hönd 102 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.