Heimilisblaðið - 01.05.1973, Síða 35
Skerið rabarbarann smátt niður og sjóðið
mjúkann í saftinni og látið kanel og negul út
í. Látið ofurlítinn sykur út í og jafnið með
kartöflumjölsjafningi. Látið í eldfast fat.
Þeytið eggin ásamt sykrinum og bætið bveiti
og mjólk út í. Hellið deiginu yfir rabarbarann
og skreytið með heilum möndlum (afliýdd-
um) og kocktailberjum. Bakið í ca V2 klst.
við 225°. Berið kaldan, þeyttan rjóma frarn
með þessari köku.
Rabarbarapie.
Hrærið 150 gr. af hveiti, 3 msk af rjóma,
5—6 msk af olíu saman og hnoðið því saman
og fletjið deigið út og látið í smurt form og
bakið Ijósbrúnt við 250° hita. Kælið kökuna
og látið rabarbarastykki, sem liafa verið soð-
in með svkri á kökuna og þeytið 3 eggjahvít-
ur og 6 msk af flórsykri og látið yfir rabar-
barann og bakið í 225° heitum ofni þangað til
marengslagið er orðið ljósbrúnt. Þessi kaka
er borin fram volg ásamt köldum, þeyttum
rjónta.
Mikill lax virðist vera í íslenzku ánum í
sumar, við skulum því vona að bann verði
ekki svo dýr að ekki verði hægt að veita sér
bann svona til liátíðabrigða. Venjulegur soð-
inn lax er auðvitað alltaf góður, en það er
gaman að breyta ofurlítið til, og hér er frönsk
uppskrift:
Lax á frönsku.
3—4 sneiðar af laxi
2'/2 dl hvítvín
Vi dl sítrónusafi
2 kg sveppir
2 msk smjör
3 msk olífuolía, steinselja
3—4 sneiðra af sítrónu
salt, pipar og smáttsaxaður laukur.
Skerið sveppina sundur og leggið í skál. Hell-
ið víni og sítrónusafa yfir þá. Brúnið laukinn
í olífuolíu og bætið síðan smjöri og steinselju
út í. Steikið laxinn í 2 mín á hvorri blið í
smjörblöndunni. Hellið víninu með sveppun-
um yfir og saltið og piprið. Látið síðan lax-
inn smámalla í ca 5 mín. Framreitt með
kartöflum.
Og svo er hér ákaflega góður fiskréttur:
10—12 skarkolaflök eða önnur fiskflok, vatn,
e. t. v. ofurlítið hvítvín, salt, hvítur pipar,
rækjur, steinselja.
Sósa:
2 msk hveiti
2 msk smjör eða smjörlíki
fisksoð
‘4 1 rjómi
sítrónusafi, salt, pipar
1—-2 eggjarauður.
Flökin eru rúlluð saman og eru soðin í vatni
og livítvíni ásamt salti og heilum piparkorn-
um. Hrærið smjör og hveiti saman í srnjör-
bollu og hrærið upp með soði frá fiskinum
og rjóma og e. t. v. ofurlitlu vatni þangað til
sósan er hæfilega þunn. Bragðbætið með salti,
pipar og sítrónusafa og lirærið eggjarauðum
saman við áður en sósunni er liellt vfir fisk-
inn. Skreytið með rækjum og steinselju. Berið
strax frarn með soðnum kartöflum eða brauði.
Hún notar vatnið sem spegil.
HEIMILISBLAÐIÐ
107