Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Page 40

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Page 40
kaldhæðinn. Hún leit niður, en fann, að hún roðnaði aftur. Á iþessu andartaki líktist hún litlum, Ijósrauðum blómknappi. — Ég vildi feginn vita, hvar ég hef eigin- lega verið, þegar þér voruð tólf ára, ungfrú Cheril? muldraði hann. Ég er alveg viss um, að ég hef ekki hitt yður fyrr, — jafnvel þótt þér hefðuð verið aðeins tólf ára, veit ég, að ég hefði munað eftir því. Jocelyn leit á hann feimin, í raun og veru vissi hún ekki, livers vegna hún hafði þessa tilfinningu gagnvart honum, en einnig hún var alveg viss um, að hún hefði aldrei hitt hann, því að hann var fortakslaust inaður, sem maður gleymdi ekki. Fyrir tíu árum hefði liann verið rúmlega tvítugur og hann hlaut að liafa verið óvenjulega fallegur jafn- vel án gráu háranna yfir gagnaugunum, sem hann hafði nú. Hann lilaut að hafa verið nógu fallegur til þess meira að segja að hafa álirif á tólf ára barn, það var hún alveg viss um. Þau sneru nú inn í gegnum járnhlið og óku eftir langri heimreið og Joelyn varð brátt viss um, að þetta Iilyti að vera Fair- haven-hús. Þétt röð hárra trjáa skyggði fyrir húsið, liún gat ekki munað eftir þeim . . . en skyndilega sveigði bíllinn fram fvrir glæsi- legt, grátt hús og allt í einu mundi Jocelyn eftir öllu eins og það liefði verið í gær. Það var allrúmgott, viktoríanskt liús með stórum blómabeðum undir gluggunum og liáar tröppur lágu upp að mjög svo áhrifa- miklum útidyrum. Á efsta þrepinu stóð bú- stýra frú Fitzgerald og Jocelyn leit upp á þessa veru eins og hún vildi reyna að kalla fram svip manneskju, sem hún liefði hitt fyrir mörgum árum. Já, henni fannst í raun og veru, að hún gæti þekkt aftur þessa konu í stífum, svörtum lamaullarkjól, en það var eins og hún gæti ekki skilið, að það væri hennar, nýja stjórnanda liússins, sem beðið var . . . að það væri hún, sem ætti að bjóða velkomna. — Mér datt reyndar í hug að bjóða yður með heiin í te, mamma liefði verið glöð að lieilsa upp á yður, sagði liann brosandi. Mér fannst, að það yrði svo leiðinlegt að koma til Fairhaven-húss á svona ömurlegum degi eins og í dag, en svo datt mér í luig, að Hanna biði sjálfsagt eftir yður og það gerir hún reyndar líka. — Það var ægilega fallegt af yður að láta yður detta það í hug, svaraði Jocelyn og liún beið þess að liann hreyfði sig til þess að opna hurðina fyrir lienni, ef hann kæmi þá ekki út úr bílnum. En liann gerði ekkert í þá átt, rétti lienni aðeins liendina. Hanna var nú á leiðinni niður þrepin og bílstjórinn opn- aði dyrnar og rétti Hönnu tösku Jocelynar. — Ég vil ekki kveðja, sagði Lucien, — því að við sjáumst sjálfsagt mjög fljótt aftur. Þess vegna segi ég bara sæl á meðan. Hanna ballaði sér inn í áttina til hr. Luci- ens. — Og hvernig gengur hjá þér í dag, hr. Lucien? Það er gaman að sjá yður, en það er annars ekki liundi út sigandi í dag. Joce- lyn tók eftir, að það var einstaklega elsku- legt bros, sem liann sendi Hönnu. — Mér líður ágætlega, Hanna, fullyrti liann. — Og hvað veðrinu viðkemur, þá kem- ur það ekki mikið við mig. Ég sit bara bér í bílnum og svo sér Hudson um afgang- inn. Það er liann, sem verður blautur af að opna og loka dyrum og það er hann, sem sér um öll innkaupin. Hann brosti til Joelynar, en það var ekki alveg sama brosið og hann var nýbúinn að senda Hönnu. Svo settist Hudson aftur í framsætið, lok- aði hurðinni og að andartaki liðnu rann bíll- inn liægt út heimreiðina. Jocelyn stóð kyrr andartak. Það var undarlegt, sem hún var að hugsa um. Frá því fyrst hún liafði séð Lucien Fitzgerald og þangað til nú, þar sem hún hafði kvatt hann með þeirri ósk að sjá liann aftur, liafði hún ekki eitt einasta andartak séð liann lireyfa nokkuð annað en höfuðið og hendurnar. 3. kafli. Þegar þær voru komnar inn, stóð Hanna andartak og virti Jocelyn fyrir sér. — Ég þarf víst ekki að segja yður, að þér eruð orðnar fullorðnar, ungfrú Jocelyn, og frú Fitzgerald hefur séð þar rétt, þegar hún sagði, að þér mynduð einhvern tíma verða fullorðnar og verða regluleg írsk stúlka, enda þótt vel sé hægt að sjá, að þér eruð ensk að liálfu leyti. Jocelyn hló. 112 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.