Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 43

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 43
Maggi og Snati Einu sinni var tík, sem átti tvo livolpa. ÞaS voru þeir Strútur og Snati. Strútur var allt af þægur og hlýðinn og Snati vildi nú gjarna vera það h'ka, en honum var svo ósköp erfitt um það. Honum var stranglega hannað að elta hænsnin eða eta eggin þeirra. Það var svo fjarska gaman að elta hænsnin og eggin voru svo fjarska ljúffeng. Mamma þeirra lá í svo undurmjúkri körfu inni í stofu, en við og við labbaði hún sér til skemmtunar með hvolpa sína og þá notaði Snati sér óðara tækifærið. Hann elti veslings hænurnar og kjúklingana þeirra svo að þau urðu dauðhrædd, svo við sjálft lá að þau dyttu um sjálf sig og það var ótrúlegt, hvað hann var fljótur að finna eggin. Og svo var það eitt enn, sem Snata var mjög gjarnt til. Þegar komið var á horð sykur og kökur, þá var hann í einu hendingskasti kom- inn upp á borðið, liljóp fyrst upp fótskör, svo upp á stól og af stólnum upp á horðið. Og þetta gerði hann eins fyrir því, þó að hann kæmi einhversstaðar að utan allur forugur um lappirnar og svo fór hann að hánia í sig í fullu leyfisleysi. Og það dugði ekkert, þó að mamma hans og húsmóðirin legðust á eitt með að slá í liann. Hann iðraðist ósköpin öll og þorði ekki að horfa framan í þær, en í næsta skifti fór fyrir honurn á sömu leið. Snati átti sér leikbróður, það var sonur hús- móðurinnar, liann Maggi, sjö ára gamall. Hann var allra bezti drengur, það var bara einn galli á honurn — liann sleikti eins og Snati — sykur og kökur og berjamauk, hann gat ómögulega stilt sig urn það, sykurgrisling- urinn sá arna. Oft var honum refsað fvrir það og í livert skifti lofaði hann bót og betrun, en það tjáði ekkert. „Þarna geturðu nú séð mamma“, sagði Snati, „þú segir alltaf að mennirnir séu svo hyggnir, og svo kemur það upp úr kafinu, að Maggi er ekki hóti betri en ég. Það eru því engin undur, þó að ég geti ekki stillt mig um að sleikja, fvrst Maggi getur það ekki“. „Þegiðu eins og steinn, snuðrarinn þinn“, sagði hundsmamma bálreið. „Hann er maður og liann verður ekki rekinn burtu, ef liann er óþekkur, en þú verður rekinn. Hjónin hérna sögðu í gær, að ef þú hættir ekki sleikjulátum þínum, að éta egg og hræða hænsnin, þá yrði að fara með þig til borgar- innar, því þá vildu þau ekkert með þig hafa lengur. Þá áttu áreiðanlega ekki eins gott, eins og hérna og svo verður þú tekinn frá mér og Strút litla. 0, mér hefir varla komið dúr á auga í nótt fyrir liugstminni um þetta“. Snati varð ákaflega hræddur, því að hann var margbúinn að heyra, að í borginni væri svo fjarska leiðinlegt. Haim heyrði líka eina liænuna vera að tala um það uni daginn, að liún hefði verið þar einhversstaðar, áður en hún kom upp í sveitina. Hún varð þar að reika með mörgum öðrum hænum um grút- óhreinan garð; þar skein aldrei sól og aldrei fengu þær nokkurt reglulegt grænmeti að borða — það var Ijóta lífið! En nú var æfin önnur fyrir henni, hún var líka orðin allt önnur hæna, síðan hún kom þangað. Þarna var gaman að lifa. „Nú“, sagði Snati -— ekki nema að fara þangað, sem aldrei væri sól að sjá — það var honum óskemmtileg tilhugsun. Hann fór að hugsa um grasflötina mjúku, sem sólin hak- aði allan daginn og hann mátti grípa upp í sig ögn af vökvamiklu grasi við og við, ef hann nennti því. Nei, heldur varð liann að reyna að passa sig. Hann vildi óska, að sér þætti ekki sykur, kökur og egg svona góð og að hænsna-bjánamir væru ekki aðrar eins skræfur og þau væru. Hví voru þau að ldaupa undan honum? Hví stóðu þau ekki kyrr og hjuggu svo í hann nefjunum? Þá skyldi hann aldrei koma nálægt þeim framar. Því að það vissi hann þó, að aldrei skyldi hann elta gæs- irnar framar — hú, það fór hrollur um hann, þegar hann hugsaði til þess — því steggur- inn hafði klipið hann all óþvrmilega einn sinni og höggvið í hann nefinu. Daginn eftir var afmælisdagur frúarinnar. Borðið stóð í stofunni alsett krásum. Maggi HEIMILISBLAÐIÐ 115

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.