Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 46
„Sjáðu þetta“, segir Kalli undrandi. „Balli mús
hefur eignast eigin sundlaug. Heldurðu að ekki
væri gaman að eiga slíka?" Palli er sammála.
„Við getum reynt að búa til sundlaug. Pað getur
ekki verið mikill vandi". Kalli og Palli byrja að
grafa heima í garðinum sínum. Holan stækkar
stöðugt og Kalli nær í garðslönguna til að fylla
holuna af vatni. „Við skulum prófa laugina fyrst
að komið er vatn í hana". Bangsarnir hoppa út
í hana — og verða skítugir í rakri moldinni, því
vatnið var að mestu horfið. Hvorugur þeirra
vissi að það væri vandasamt að byggja sund-
laug.
Pað er mjög sólríkt þar sem Kalli og Palli eiga
heima, svo það er heldur sjaldan sem þeir klæð-
ast regnfötum, þegar þeir fara að heiman. Og
svo stóð einmitt á í dag . . . „Pað hellirignir og
við höfum ekki nein hlífðarföt", andvarpar
Kalli. „Nei, og við verður holdvotir ef við kom-
umst ekki í skjól. Við skulum hlaupa". Bangs-
arnir taka til fótanna, allt hvað þeir geta, og
mæta þá skjaldbökunni á leið sinni. „Komið
hingað, ég kann ráð", hrópar hún til bangsanna.
„Við getum notað skjöldinn minn. Á þann hátt
komust bangsarnir heim án þess að vökna.