Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Síða 51

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Síða 51
„Nú hefur þú líka étið ostinn okkar, Litla mús. Pú átt sjálf ost og átt að neyta hans", segja Kalli og Palli meðan þeir reyna að koma Litlu mús inn í holuna sína. Kalli segir: „Við verð- um víst að reyna að koma Litlu mús í skilning um að okkur er alvara. Eigum við ekki að leika ofurlítið á hana?" Palli er honum sammála og þeir negla bretti fyrir innganginn hennar. Peg- ar þeir eru sofnaðir heyra þeir eitthvert þrusk. Bangsarnir fara fram úr rúminu og sjá þá, að Litla mús hafði leikið á þá. Hún hefur nefnilega nagað sér nýjar dyr við hliðina á þeim gömlu og málað „Ieiðbciningarhönd" á brettið þeirra. „Þú mátt byrja fyrst", segir Kalli við Palla, sem stendur með sippibandið. Palli byrjar að telja: „1—2—3—4—5". Hann hefur oft sippað áður, svo það gengur vel: 57—58—59—60—61. „Ég er ekki að bíða eftir þessu, fer heldur inn um stund", segir Kalli. Hann er hálf leiður yfir að fá ekki að sippa. Honum leiðist líka að hanga inni og langar til að vita hvort Palli sé enn að sippa. Jú, það reynist svo — og hann hefur sippað svo lengi að það er komin hola í jörðina, þar sem bandið hefur slegist niður.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.