Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 3

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 3
^3- árgangur. Reykjavík, júlí—ágúst. 7.-8. tbl. Nátturan veit sínu viti Eftii John Geoige. Töframáttur Ijóssins laöar plönturnar úr skauti jarðar, heillar fuglana hingaö frá suðlægum löndum og vekur dýrin af vetrar- dvalanum. barið er að síga á seinnihluta febrúarmánað- ar> einhvers dapurlegasta og dimmasta árstím- ans. Vindurinn næðir úti fvrir glugganum, og Snjórinn hylur landið þvkkri voð. Ég stend við Tninustofugluggann minn og gægist út í kulda- ega og næðingssama veröldina, dapur í huga V'® tilhugsunina um óendanleika þess norræna 'etrar sem við búurn við. Þá berst mér það að eyrum! Vinalegt garg homuglunnar, sem glym- 'lr • skóginum, og líffræðingurinn í mér tekur )úrkipp, því ag ]u', ve^ eg ag yeturinn hefur náð hámarki og vorið færist nær. hetta ugluvæl rnerkir það, að senn fer uglu- ln°ðirin að kúra á hreiðri sínu og vemda eggin Sln hvítu, á rneðan snjórinn þýtur enn um höf- n henni og herðar. Því að uglumóðirin verður a sjá til þess, að eggin hennar klekist út, í j^nn mund sem stóru farfuglahópamir streyma ur suðrinu — og samstundis því sem fyrstu ni|isarungarnir líta dagsins Ijós niðri við skóg- arsvörðinn. Ugluungamir skríða úr eggjum í marz, ein- mitt þegar rauðvængjaðir skógarþrestimir koma ^andsins. Á þeim tíma þegar ungamir þurfa 0 eta þyngd sína á degi hverjum, lýkst upp lífríki náttúrunnar í svo yfirfljótanlegum mæli, að ugluforeldrarnir þurfa ekki annað en stinga sér yfir merkur og mosabreiður til þess að út- vega rnatinn í gáðuga munnana. Síðar, þegar svo getur virzt sem allt sé uppétið og enga fæðu að fá lengur handa ugluungunum, taka vorfuglarnir að streyma inn yfir landið svo að um munar; þar sem þeir berast háværir og óvarir um sig inn yfir merkur og skóga verða þeir auðveld bráð uglunnar á liljóðlausu flugi hennar. Fuglamir komast í áfangastað á þeirri stundu sem nóg er um skordýr og aðra fæðu — og nóg pláss til hreiðurgerðar að auki. Skor- dýrin skríða fram nákvæmlega um leið og það lauf sprettur, sem þau verða að nærast á, og sníkjudýrin skjóta upp kollinum samtímis „gestgjöfum" þeirra. Uglan er hætt að væla, en ég legg leið mína upp á hæðina að húsabaki og skef snjó- inn af visnum blöðum. Þá sé ég, að vorið er þegar komið. Rétt undir snjóbreiðunni sé ég fyrstu frjóanga anemónunnar, sem er að brjóta sér leið upp í birtuna. Eins og öll önnur vor- blóm hlýtur hún vöxt sinn á meðan trén standa enn nakin. Hún þrífst nefnilega ekki í skugga. í sverðinum við hlið anemónunnar sefur þó aldinskellirinn enn værum svefni, því að blórn hans þarfnast þéttra skugga af trjám og öðrum

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.