Heimilisblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 4
góðri; þess vegna gægist hann ekki upp úr yfir-
borðinu fyrr en lauf trjánna eru fullsprottin.
Þessi hárnákvæma tímaákvörðun í kviksjá
náttúrunnar er dásamlega unnin. Allar plöntu-
og dýrategundir eru ólíkar, en eigi að síður
bregðast þær allar við alveg vissum skilyrðum
og á réttan hátt hver um sig.
Lengi vel héldu jaft lærðir sem leikir, að
áhrif þessi stæðu einungis í sambandi við hita-
stig og breytingar þess. Það eru aðeins fá ár
síðan líffræðingar komust að raun um, að mik-
ilvægasta rásmerki móður náttúru er 1 raun-
inni: ljósið.
Loftslagshitin er duttlungafullur; hann er
breytilegur frá degi til dags, frá ári til árs, og
stundum raskast jafnvægi hans milli árstíðanna.
Hinsvegar er hægt að treysta sólarganginum;
ár eftir ár er stöðugleiki sólarbirtunnar samur
og jafn sérhvern dag, og þannig hefur það
verið um áramilljónir.
Líffræðingar gengu út frá því, að vissar
plöntur bera blóm á vorin, og að viss dýr eiga
fengitíma að vorinu, þegar dagsbirtan eykst.
Jafn öruggt er líka það, að aðrar plöntur standa
í fullum blóma á haustin og að önnur dýr eiga
fengitíð um svipað leyti, eða þegar daginn er
tekið að stvtta. En svo eru líka til bæði plönt-
ur og dýr, sem eru „hlutlaus í dagatalinu",
þ.e.a.s. þau bera blóm eða tímgast án tillits
til þess hvað sólarbirtunni líður. Athuganir
þessar komu vísindamönnum til að rannsaka
nánar áhrif ljóssins á lífverumar.
Fyrst í stað beindist athyglin að störum.
Fuglar þessir klekja eins og kunnugt er á vor-
in. En vísindamönnum tókst að sanna, að það
er birtan — en ekki hitinn — sem áhrifaríkust
er í þessu sambandi. Ef stararnir voru settir í
stofubúr að vetri til, þar sem loftslag var hið
sama og að sumrinu úti í náttúrunni, hafði
slikt engin áhrif á þá. Þeir tímguðust og verptu
í apríl — rétt eins og ættingjar þeirra úti í
frelsinu.
En þá var gerð tilraun með birtumagnið. í
desembermánuði, þegar sólargangur er
skemmstur, var varpað tilbúinni birtu á fugl-
ana. Eftir fáa daga tóku karlfuglamir að kasta
92
vetrarfjöðrunum og taka á sig litskrúðugan
fjaðurham vorsins. Þeir tóku að rnanga til við
kvenfuglana, og í desemberlok — fjórum mán-
uðurn fvrr en venjulega — tóku kvenfuglamir
að verpa. (Eins og kunnugt er hagnýta alifugla-
bændur sér sambærilega aðferð til að stjórna
eggjaframleiðslunni, því þeir kveikja ljós í búr-
um fuglanna eftir að dagsbirtunnar nýtur ekki
við lengur).
Þessu næst tóku vísindamennirnir að sundur-
greina birtuna í helztu meginhluta hennar,
þannig að nokkrir starar voru settir í rautt ljós,
aðrir hafðir í hvítri, fjólublárri eða grænni
birtu. Árangurinn varð furðulegur. Fuglar þeir,
sem settir voru í rauða birtu, urðu mjög fljótt
viljugir til ástarleiks — enn fyrr en við hvítt
Ijós. Starar sem hafðir voru í fjólubláu eða
grænu ljósi sýndu engan vilja til kynmaka.
Hvers vegna? Lífeðlisfræðingar hafa komið
fram með eftirfarandi kenningu: Samsetning
rauðrar birtu hefur á einhvern hátt þau áhrif
á heiladingulinn, að hann framleiðir þann
hvata sem stjómar kynfærunum. Þar sem um
var að ræða fugla með þéttan fjaðurham, var
gert ráð fyrir því, að áhrifin bærust aðallega
með tilhjálp sjónarinnar. Til að komast að
raun urn hvort svo væri, var bundið fyrir augu
fuglanna. Þá kom í ljós, að hjá ungfuglum
varð ekki um neinn kynþroska að ræða svo
lengi sem þeir gátu ekki orðið fyrir áhrifum
ljóssins fyrir tilstilli sjónarinnar.
Viðbrögð fugla gagnvart birtunni hvatti til
tilrauna með önnur dýr. Merðir, íkomar og
ýmis önnur dýr eiga fengitíð á vorin. En ef
merðir voru settir í tilraunaljós að haustinu,
tóku þeir að eðla sig mörgurn mánuðum fyrr
en normalt var, og rétt eins og tilfellið var
með starrana, þá var það rauða birtan sem
kom öllu af stað.
Ef nú fuglar og önnur dýr eru hrifnæm
fyrir ljósi — og þá einkum rauðu Ijósi — á það
þá einnig við um plöntumar?
Svarið er já. Hópur náttúruvísindamanna
hefur staðfest, að plöntur sem að öllu eðlilegu
blómstra þegar nótt er stutt, báru fljótlega
blóm þó að árstíminn væri annar — ef þær voru
HEIMILISBLAÐIÐ