Heimilisblaðið - 01.07.1974, Síða 10
Paddy grípur fram í fyrir örlögunum
Smásaga eftir Margaret L. Malcolm.
Paddy stóð í skjóli bak við gluggatjöldin og
sá hvar Bill steig inn í bílinn sinn ásamt Nor-
een Slade. Paddy beit á vör sér og kreppti
hnefana. Ef þetta hefði nú verið einhver önn-
ur en Noreen — því að Noreen var langt frá
því að vera nógu góð fyrir Bill.
Paddy heyrði móður sína koma upp stigann,
og hún flýtti sér að þurrka sér urn augun, ef
vera skyldi, að þar væru einhver tár. Hún greip
sígarettu, braut hana í tvennt og kveikti í öðr-
um stubbinum. Þannig gat móðir hennar hald-
ið, að hún hefði verið að reykja. Síðan settist
hún við snyrtiborðið sitt og tók að laga á sér
neglumar. Paddy átti sitt stolt.
„Jæja“, sagði frú Moore þegar hún kom
inn úr dyrunum, „siturðu þama? Ég hélt að. . .
mér datt í hug. . .“
Paddy beit á jaxlinn. Hún vissi, hvað móðir
hennar hafði hugsað: að hún sæti grátandi út
af því, að Bill fór í ökuferð með annarri. Og
nú var hún komin til að hughreysta hana.
„Var það ekki Bill, sem var að aka burtu?“
spurði Paddy og kipraði augun lítið eitt við
tilraun sína til að opna erfiða kmkku.
„Jú“, svaraði móðir hennar snöggt og þurrt.
„Hann ók burtu ásamt Noreen Slade“.
„Æjá“, tautaði Paddy lágt. „Já, það er kún-
stugt að flestir ungir menn virðast þurfa að
í góðu veðri situr Mathilde undir stóra val-
hnotutrénu með saumadótið sitt. Hún hefur
þegar eignazt marga viðskiptavini. Iðulega læt-
ur hún iðnar hendumar falla í skaut sér og
horfir með aðdáun og virðingu á manninn sinn,
sem stöku sinnum lítur upp frá verki sínu, tek-
ur stuttan pípustertinn út úr sér, brosir, og
hlustar eftir óminum frá hraðlestinni — sem
þýtur í átt til fjarlægra landa. . .
vaxa yfir það stig, sem maður getur kallað Nor-
een Slade. Mér þætti fróðlegt að vita, hvað
það tekur Bill langan tíma að koma fyrir sig
vitinu“.
Þetta var meinlega mælt, en frú Morre leit
svo aumkunarlega út, að Paddy fannst hún
verða að hressa hana svolítið. Sannleikurinn
var sá, að frú Morre og móðir Bills höfðu verið
vinkonur í skóla, og svo þegar þær höfðu mörg-
um árum síðar orðið nágrannar og önnur hafði
eignazt lítinn dreng, en hin litla dóttur, þá —
ja, þá höfðu þær einfaldlega kallað bömin sín
„kærustuparið".
Þetta gat vel gengið á meðan bönin voru
lítil, en ölíu ótrúlegra var — og Paddy gat
roðnað við tilhugsunina — þá héldu þær þessu
áfram eftir að hún og Bill voru vaxin úr grasi.
Það var æðsta ósk mæðranna beggja, að þau
yrðu í rauninni kærustupar, enda virtust þær
ekki telja hvað sem var eftir sér, til þess að
svo gæti orðið.
Auðvitað var afleiðingin sú, að þetta fór
mjög í taugamar á Bill. Er hann var síðast
heima, hafði hann verið nánast þurr á mann-
inn, og í þetta skipti gerði hann beinlínis upp-
steyt. Hann bókstaflega forðaðist Paddy. En
það var engan veginn þægilegt fyrir hana, sízt
af öllu þar sem hún var í rauninni ástfangin
af honum.
Paddy var gröm út í sjálfa sig. Stolt hennar
krafðist þess, að hún væri jafn heimskuleg og
Bill. Það var hún svo sem, en það dró engan-
veginn úr ást hennar á honum. Hún hafði allt-
af elskað hann, og hún myndi alltaf gera það.
Þannig var þetta nú einu sinni.
En að hvaða gagni kom það nú? Mæðumar
tvær höfðu beinlínis með hjúskaparmasi sínu
eyðilagt sérhvem möguleika á því, að Bill gæti
orðið ástfangin af henni. Karlmaðurinn vill
98
HEIMILISBLAÐIÐ