Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Síða 11

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Síða 11
s)alfur fá að velja. Iðulega hugleiddi hún, hvort Bill héldi, að hún væri í einhverjum ráðum með þeim mæðrunum, og einn góðan veður- óag fékk hún ljómandi hugmynd: Ef liún að- eins gæti fengið Bill til að halda, að hún reyndi alls ekkert til að ná í hann, þá gætu þau hvert um sig gert hvað þau vildu. Ef ég gæti t.d, fengið hann til að halda, að ég hafi áhuga á einhverjum öðrum, hugsaði hún, þá gætum við alltént orðið góðir vinir aftur — °g hver veit hvað gæti orðið úr því. Hún gaumgæfði málið nánar og kinkaði kolli Slgri hrósandi. „Það er bara um að gcra, stúlka ^ín, að þig vanti ekki kjark“, sagði hún við s)alfa sig. „Það er að duga eða drepast, en Það er líka eina tækifærið fyrir þig“. • Daginn eftir kom móðir Bills með hann til tedrykkju síðdegis. Kom með hann er einmitt retta orðið. Vesalings Bill leit harla aumlega nt. Aðeins gott uppeldi hans kom í veg fyrir að hann stingi af. Þetta varð vandræðalegra eftir því sem á l'einisóknina leið, og það endaði með því, að frú Moore stakk upp á því, að Paddy færi með Bill út í garð og sýndi honum nýju rósirnar serri þær höfðu gróðursett. Hill varð auðvitað að fara út í garðinn, og Paddy fór mcð hann að nýja rósabeðinu. „Það Cru þessar þarna“, sagði hún. „Þær eru fallegar, eða finnst þér ekki?“ »Dásamlegar! Og ekki ein einasta lús á þeim. Hvernig farið þið að því að halda blöðunum sv°na hreinum?" »Þau eru sprautuð með einhverju efni“, svar- aði hún kæruleysislega. „En Bill — það er ann- ars dálítið, sem ég þarf að spyrja þig um“. BiH svipaðist um eins og hundelt dýr. »Það er dálítið, sem ég þarf að biðja þig að lálpa mér með. Ég skal segja þér . . .“ Og Un lækkaði róminn: „í fyrrasumar, þegar ég Var 1 Wales, þá liitti ég ungan mann og — og Við urðum ástfangin hvort í öðru“. Éill snarsnéri sér að henni. »Ertu að segja satt, Paddy?“ spurði hann á- kafur. „Já!“ svaraði Paddy, og henni létti. Hún hafði náð fyrsta áfanganum. Bill hélt ekki leng- ur, að hún væri í einhverju samsæri ásamt mæðrum þeirra. „En veiztu það, Bill. Foreldr- ar geta stundum verið svo — svo skilningslaus- ir“. Hún hristi höfuðið og stundi mæðulega. „Hvað amar að þér?“ spurði hann fullur samúðar. í fyrsta lagi sagði mamma, að maður gæti ekki trúlofast manni, sem maður hefði bara þekkt í tvær vikur. Hún segir, að ég ætti heldur að giftast einhverjum, sem ég hefði þekkt lengi. En maður getur ekki orðið ástfanginn sam- kvæmt skipun, er það, Bill?“ „Nei“, svaraði hann 'hugsi, og svo aurnkun- arlegur, að Paddy kenndi í brjósti um hann. „Það getur maður þó ekki“. „Og í öðru lagi. . .“ Nú datt henni dálítið í hug sem var djarft, en hún gat ekki fundið neitt betra: „Hann hefur erft mikla peninga, en þó með því skilyrði, að hann giftist ekki næstu tvö árin, þannig að þú skilur að hann getur ekki kornið og . . .“ Hún þagnaði og brosti, hugsi þó. „Og tekið þig burt með sér“, lauk Bill setn- ingunni fyrir hana. „Nei, auðvitað ekki. En hvemig get ég hjálpað þér?“ „Ó', Bill!“ Paddy sló saman lófunum og von- aði, að augu sín væru nægilega ljómandi. „Viltu virkilega hjálpa mér? Já, sjáðu til, hann hefur beðið mig um að heimsækja sig í London og dveljast hjá sér þar um stund. Ég get ekki fund- ið upp neitt erindi til London, án þess að mamma segist vilja fara með mér, en þá — ég á við, að ef þú þyrftir að skreppa þangað, hvort þú vildir ekki vera svo elskuleg að lofa mér að fljóta með þér? Þá halda allir, að það séum við tvö, sem séum að fara þangað". „Jú, því ekki það?“ svaraði Bill. „Þegar ann- að fólk er að blanda sér í einkamál, þá má Jrað búast við því að vera gabbað. Eigum við að segja á fimmtudaginn? Við förum þangað í bílnum mínum, og ég skal hleypa þér út hvar sem þú óskar". „Þú ert stórkostlegur, Bill“, sagði Paddy. — „Ég er þér svo þakklát". Heimilisblaðið 99

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.