Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Side 12

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Side 12
Ökuferðin til borgarinnar var mjög ánægju- leg. Þau hlóu hjartanlega að hrifningarglamp- anurn í augum beggja mæðranna. Bill var skemmtilegri en hann hafði nokkru sinni verið. Líklega var það vegna þess, að hann fann til léttis, hugsaði Paddy með beiskju. En hún varpaði þeirri hugsun á bug og gerði sér far um að vera eins áhugaverð — og svo áhugasöm — sem henni var frekast unnt. „Menn kunna að meta það á þá sé hlustað með athygli“, sagði hún við sjálfa sig. „Og ég er viss um, að Bill hefur þurft að vera áheyrandi Noreenar. Hún myndi aldrei sitja þolinmóð og hlusta á aðra“. Þannig hlustaði hún á það hversu ómöguleg- ur yfirmaður Bills var sem kaupsýslumaður, og að það væri í rauninni hann sjálfur, sem bjargaði öllu við í fyrirtækinu og kæmi í veg fyrir, að allt færi norður og niður. Sömuleiðis, að hann ynni að uppfinningu í frístundum sínum, upp- finningu sem myndi minnka benzíneyðslu bif- reiða svo hún yrði næstum engin. í eyrum Paddyar hljómaði það eins og bíllinn þyrfti ekki annað en þefa af bensíndropa, þá þyti hann út endalausan þjóðveginn. „Þú ert sú fyrsta sem ég hef sagt frá þessu“, sagði hann. „Fyrir alla muni, þá segðu þetta ekki nein- um, því að ef þetta misheppnast, þá stend ég uppi eins og fáráðlingur. En ég vona þó, að þetta heppnist. Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir mig“. Paddy gladdist yfir því, að hún skyldi vera sú fyrsta sem vissi þetta leyndarmál, enda þótt henni væri Ijós.t, að þýðing þess fyrir Bill var fólgin í því, að það gæti hjálpað honum til að kvænast Noreen. Þau komust alltof snemma til borgarinnar, og Bill hleypti henni út hjá Hyda Parks Córn- er, þar sem þau ákváðu að hittast aftur klukkan sex. En Paddv spurði Bill ekkert um það, hvernig hann ætlaði að verja tímanum þangað til. Hún vonaði bara, að hann færi ekki að hugsa út í það hvar hún léti fyrirberast þangað til. Hún varð að gæta þess vel, að Bill hitti hana ekki af tilviljun og sæi hana eina á ferð. í ör- yggisskyni eyddi hún tveim klukkustundum í ýmsum kvennadeildum stórverzlananna; síðan fór hún í bíó í næsta nágrenni, fékk sér súkku- laði í leiðinni og endaði með því að drekka kaffi í veitingahúsi, sem aðallega var sótt af konum. Hún hitti Bill stundarfjórðungi yfir sex. Úr húsasundi í grenndinni sá hún Bill koma ak- andi fimm minútum fvrir sex, en hún neyddi sig til að bíða í tuttugu mínútur, áður en hún léti sjá sig. — Bill hefur gott af því að fá hug- myndaflugið í gang, hugsaði hún. „Hvar er ungi maðurinn?" spurði hann, þegar hún kom gangandi til hans. „Elsku Bill, þú heldur þó ekki að ég hafi sagt Raymond. . . .“ Hún lét sem nafnið glopr- aðist út úr henni“. . . . að það væri annar ungur maður, sem ætlaði að keyra mig og hefði ekið mér hingað til borgarinnar, Hann fór með mig í bíl, og ég sagðist þurfa að fara á Victoriu- stöðina. Ég skal segja þér. . . og hún var allt í því tilgerðarleg: „Að Raymond myndi strax halda, að þú værir skotinn í mér, og hann yrði hryllilega afbrýðissamur". „Það var og,“ sagði Bill stuttlega og setti bílinn í gang af óþarflega miklum krafti. Heimferðin var tiltölulega þögul á móts við ferðina til borgarinnar. Paddv hélt saman hönd- um í skauti sér og brosti dreymin. „Er eitthvað að?“ spurði Bill skyndilega. „Þú ert svo þögul. Þér er þó ekki illt?“ „Nei“, svaraði Paddv dreymin. „Ég er bara að hugsa". Bill jók hraðann. Djúp hrukka myndaðist milli augnabrúna hans, sem að líkindum stafaði af því, hve rnikla einbeitni þurfti til þess að keyra bíl. Að svo konmu máli var allt í lagi. Bill og hún voru góðir vinir og félagar að nýju. Hann ók henni mörgum sinnum til London, til fund- ar við hinn ókunna Raymond, og þegar þau hittust ásamt fjölskyldum sínum heima fyrir hafði hann verið þægilegur og elskulegur. En það var eitt, sem Paddv fann, að henni hafði sézt vfir: Vandaður ungur maður eins og Bill mvndi aldrei láta sér til hugar koma að stíga í 100 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.