Heimilisblaðið - 01.07.1974, Qupperneq 14
„Það get ég ekki“, andvarpaði hún.
„Er það hann — þessi sem þú getur ekki
gleymt?“ spurði Bill.
„Það er ekki það“, svaraði hún hægt. „Ég
elska þig, Bill. Ég hef alltaf elskað þig. En það
er dálítið, sem ég verð að segja þér“.
„Ef þú raunverulega elskar mig, þá getur það
ekki verið mjög alvarlegt sem þú þarft að segja
mér“, sagði hann.
„Ó, Bill — það er alls enginn Raymond til
og hefur aldrei verið til“, hraut út úr henni.
„Ég bjó hann bara til, vegna þess — að ég
elskaði þig, og vegna þess að mamma mín og
mamma þín hafa eyðilagt allt og gert þig leiðan
á mér. Þá fékk ég þá hugmvnd, að þessi Ray-
mond gæti hjálpað mér til að koma þér í skiln-
ing um það, að mig langaði ekki til að vera
þvinguð inn á þig á þennan hátt. Ég hugsaði
sem svo, að kannski yrðirðu dálítið afbrýðis-
samur og . . .
„Það varð ég líka“, sagði Bill, og augu lians
ljómuðu. „Þetta fór allt á þann veg sem þú
liafðir ætlað. Þú lékst þér að mér. Þetta var
ekki svo slæm hugmynd, Paddy“. Hann reis á
fætur, stóð kyrr og horfði á hana. „En af að-
ferðunum tveim, þá held ég að mér geðjist bet-
ur aðferð mæðra okkar. Hún er allavega heiðar-
leg. Ég skil bara ekki, hvernig þú getur farið
að því að viðurkenna þetta“.
„Það er ekki von, að þú skiljir það“, svaraði
Paddy með hægð. „Ég plataði þig óneitanlega,
Bill, en ég plataði þó sjálfa mig ennþá meira. . .
Ég hélt ég gæti unnið ást þína, en ég hlaut að-
eins sambland að samúð og félagsskap af þinni
hálfu. Þetta líkist svo mikið raunverulegri ást,
að rnaður getur auðveldlega látið blekkjast; en
þegar maður veit, hvemig þessi tilfinning er
til komin, þá er hún ekki nógu mikils virði. . .
Fyrirgefðu mér, Bill. — Vertu sæll!“
Hún hraðaði sér framhjá honum, og andar-
taki síðar var hún horfin úr augsýn. . .
Paddy iðraðist þess ekki að hafa sagt Bill
sannleikann. Það var það eina, sem hægt var
að gera, og nú var ekki um annað að ræða en
taka afleiðingunum án þess að mögla. Nú sá
102
hún Bill ekki lengur. Það væri líka til lítils
gagns. Hún átti ekki ást hans, og hana myndi
hún aldrei öðlast.. Hún hafði reynt að verða
sér úti um hana á fölskum forsendum. Og hún
hafði fengið eftirlíkingu í stað þess, sem vera
átti.
Paddy ákvað að fara til London og útvega
sér þar atvinnu. Hún varð að komast að heim-
an, þaðan sem fjölskylda Bills var í næsta húsi
og þar sem hún komst ekki hjá því að sjá
hann þegar hann kom heim um helgar.
Svo var það einmitt á laugardegi, að ferða-
töskur hcnnar stóðu reiðubúnar og allt var und-
irbúið förina.
Hún hafði leitað út í garðliúsið, þar sem þau
Bill höfðu svo oft setið á tali. Hún hallaðist
aftur í garðbekkinn og lét höfuðið hvílast uppi
við tréþilið; lokaði augunum. Hún var yfir
máta einmana. En þetta varð hún að venja sig
við. Henni var Ijóst, að jafnvel þótt hún eign-
aðist vini og félaga í London, þá héldi liún
áfram að vera einmana innst í hjarta sínu. Hún
mvndi aldrei geta gleymt Bill.
Það var eitthvað sem kom henni til að opna
augun, — og þama í garðhúsinu stóð Bill. Hann
gekk rakleitt til hennar, settist \áð hliðina á
henni og reip um hendur hennar.
„Paddy“, hvíslaði hann.
Hún reyndi að draga til sín liendumar, en
hann hélt þeim fast.
„Nei“, sagði hann ákveðinn. „Nú skaltu
hlusta á mig. Ég elska þig, og það hef ég víst
þegar sagt þér. Daginn sem þú sagðir mér þessa
skrítlu um Raymond, varð ég víst utan við mig
af öllu saman. Ég býst við þvi, að flestir menn
hefðu orðið það. Þetta særði hégómleika minn,
skilurðu. En þegar frá leið, þá gleymdi ég því,
og skyndilega varð mér ljóst, að það gladdi
mig, að Raymond hafði aldrei verið til. Og þá
skildi ég, hvers vegna þú gazt ekki haldið á-
fram leikaraskapnum, Paddy. . . . Þegar maður
er ástfanginn, þá getur maður ekki slakað til-
Ef þú hefðir sagt já þann dag, þá hefði ég aldrei
getað orðið viss um, hvort þú hefðir ekki sagt
það aðeins vegna þess að þú hafðir orðið fyrir
vonbrigðum með annan mann — á meðan þú
HEIMILISBLAÐIÐ