Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 20

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 20
að hitta yður hér, vegna þess að hann þyrfti að fara hingað til að ráðstafa vissurn hlutum og þér gætuð svo hitt hann hér“. Vera starði á hana eftirvæntingarfull. „Þér sögðuð Maggie. . .“ „Já, það kostaði mig reyndar 500 krónur. En þér skuluð ekki álasa henni, því hún er hvort sem er að fara frá yður“. Aukinn ótti var að ná valdi á Veru Lawton. Það bjó einhver ógn í andrúmsloftinu. Hún stillti sig þó eins og frekast gat. „Og þegar þér nú hafið mig héma — hvers óskið þér þá?“ „Ég óska Jaess gjarnan, að þér fáið yður sæti“, sagði Mildred. „Það er óviðkunnanlegt að sjá vður standa svona uppá endann“. „Hvers óskið þér?“ endurtók Vera. Mildred Brast þagði við andartak. Hún virti fyrir sér hina fögru konu gegnum hálflukt augu, og það var eitthvað í augnaráðinu, sem kom Veru til að skjálfa. Síðan reis frúin upp í sæti sínu. „Ég óska þess, að þér verðið hér um kyrrt í svo sem tvo daga“, sagði hún með hægð. „Það getur ekki orðið, kemur ekki til mála“, svaraði Vera. Mildred Brast fékk sér kaffi í bollann. „Ég er að sjálfsögðu ekki eins skemmtilegur félagsskapur og maðurinn minn; en samt myndi yður alls ekki leiðast, Vera. Ég get heitið yður nýrri og mjög svo spennandi skemmtan". „Ég kæri mig bara ekki um það“, svaraði Vera reiðilega. „Þér hafið narrað mig hingað á fölskum forsendum, og ég fer aftur til London á samri stund“. Hún gekk röskum skrefum til dyranna og greip um handfangið. En dymar vom læstar. Hún heyrði Mildred Brast hlæja upphátt og sneri sér við, æf af reiði. „Ljúkið upp þessum dyrum!“ hrópaði hún æst og ákveðin. Mildred Brast var staðin á fætur; svipur hennar var harður og ákveðinn, og það lék hat- ursglott um munn henni. „Kornið hingað, Vera“, sagði hún. Vera Lawton vatt sér að dyrunum og barði á þær með hnúum og hnefum. „Þér eruð nú rneiri skræfan“, sagði Mildred með fyrirlitningu. „Ljúkið upp dymnum!“ hrópaði Vera. Hún var utan- við sig af reiði og ótta. Hún var orðin fangi Mildred Brasts, og sú síðar- nefnda var óð af hefndarþorsta. Vera hamaðist á dyrunym. Mildred hélt áfram að virða hana fyrir sér með fyrirlitningarglotti. „Þér þreytið yður aðeins til einskis gagns. Fáið yður heldur sæti og hlustið á það sem ég hefi að segja; það gæti orðið skemmtilegt". Hún benti á þægilegan stól. „Ég hefi í hyggju að halda yður hér í fáeina daga, svo þér getið alveg eins byrjað að taka það rólega strax“. „Slíkt getið þér bara alls ekki gert“, svaraði Vera þrjósk. „Ojú, það get ég“, sagði Mildred og brosti. „Ég get sagt yður, að ég hef kynnt mér allar yðar fyrirætlanir. Þér búið í íbúð þar sem gert er ráð fyrir þjónustuliði, en hafið aðeins eina stofustúlku, þessa sem ég mútaði — og nú er hún stungin af frá yður. Þegar maðurinn minn hittir yður ekki á brautarstöðinni, þá hraðar hann sér heim til yðar. Dyravörðurinn segir honum, að þér hafið lagt af stað í bílnum yðar ásamt farangri og öllu saman, en hann veit að sjálfsögðu ekki hvert þér í rauninni fór- uð. Þá fer Tom í bílageysluna og fær að vita, að bílstjórinn yðar hefur skilað þangað bílnum fyrir mörgum klukkustundum — og er sjálfur farinn í fri. Ég er ansi hrædd um, að veslings Tom fari þá að álíta, að þér hafið haft hann að ginningarfifli. Honurn kemur ekki eitt andar- tak til hugar að leita að yður hér, því að þetta hús á ég sjálf, og hann kæmi ekki inn fyrir þessar dyr, þótt hann léti sjá sig. Ég er því hrædd um, að þér verið að sætta yður við orð- inn hlut, Vera“. Vera lagði höndina á stólbak og studdi sig fram á það. „Ég vil ekki verða hér um kyrrt“, tautaði hún. Mildred benti aftur á stólinn. 108 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.