Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 21

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 21
.,En fáið yður þó sæti“, sagði hún. í þetta sinn var það skipun, og Vera Lawton var orðin of hrædd til að óhlýðnast. Hún gekk hægt að stólnum og settist. Mildred Brast tók sér líka sæti og hafði ekki augun af Veru. Rödd hennar var þreytuleg, en jafnframt tilbreyting- adaus, er hún hélt áfram: >,Þar til fyrir nokkrum mánuðum var ég mjög hamingjusöm, Vera. Manninum mínum þótti v®nt urn mig, og honum þótti vænt urn bömin °kkar. Ég held það hafi ekki verið til hamingju- samara fólk í öllum heiminum. „Rödd hennar var nærri brostin. „. . . Þangað til þér komuð. .“ „Það var ekki mér að kenna“, hrópaði Vera, „að maðurinn yðar. . .“ „Segið ekki meira“, rnælti Mildred Brast. „Verið að minnsta kosti ekki það ómerkileg að skella skuldinni á manninn minn. Ég veit nefni- ^ega með vissu, að daginn eftir að þér hittuð hann fvrst, þá veðjuðuð þér við vinkonu yðar nnr það, að þér gætuð verið búin að fá hann 'nnan tveggja mánaða. Þér unnuð þær hundrað hrónur, sem veðmálið gilti“. Mera sagði ekki orð. Hún þorði ekki að líta uPp. Hún var þurr í hálsinum. Það var eins og sh'axandi ótti næði tökum á henni að lamaði hana. Henni fannst hún vera veik og vamar- laus, á valdi þessa ótta. „Hvað hafið þér í hyggju?“ „Það get ég sagt yður“, svaraði Mildred Brast Uni leið og hún hallaði sér fram og leit hvasst u hana. „Ég ætla að stela frá yður eins og þér hafið stolið frá mér. Þér hafið rænt mig því sem var mér dvrmætast í heiminum; nú ætla eg mér að ræna yður því, sem er dýrmætast". ^era neyddi sig til að líta upp. Hún var lé- magna af skelfingu. „Hvað eigið þér við?“ "h'egurð yðar“. ..Fegurð minni?“ Mildred lækkaði röddina svo hún varð að ásu hvísli. Það var eins og hún nyti þess að hevra sína eigin rödd. ”Fg held yður hér um kyrrt í nokkra daga, °§ a hverjum degi framkvæmi ég smávegis að- §erð á hinu fagra andliti yðar . . . og í fyll- Heimilisblaðið ingu tímans. . . .“ Vera Lawton spratt á fætur og rak upp neyðaróp. „Ég leyfi yður ekki að snerta mig!“ hrópaði hún. Mildred hló við. „Síðan getið þér fengið að fara leiðar yðar. En þér farið varla til London. Það yrði aldeilis uppþot, sem þér vektuð þar! Þér hafið víst ekki kjark til að leggja út í slíkt. Þér farið sjálfsagt í einhvem fjarliggjandi heimshluta, þar sem eng- inn ber kennsl á vður. Og þar munuð þér lifa sem sú einmana kona sem þér eigið skilið að verða“. Vera Lawton hafði alltaf verið lydda. Sér- hver tilhugsun urn sársauka hafði jafnan nægt til þess, að hún varð að aumkunarverðri og skjálfandi hræðu. Nú skalf hún, og fæturnir urðu valtir undir henni. Eina hljóðið sem hún heyrði koma fram yfir sínar eigin varir var lág stuna: „Þetta getið þér ekki gert. Þér þorið ekki að. . . .“ Hún reikaði og féll aftur niður á stólinn. „Þér getið ekki verið það miskunnarlaus“, hvíslaði hún kjökrandi. — Mildred hló við. „Miskunnarlaus?“ endurtók hún. „Fyrir stuttu gat ég ekki hugsað mér að vera miskunn- arlaus gagnvart einum né neinum — jafnvel ekki gagnvart flugu — en þessu hafið þér breytt — nú eru engin takmörk fyrir miskunn- arleysi mínu“. Fyrir augurn Veru rann allt í þoku, sem í herberginu var. Hún átti erfitt með andardrátt. Sarnt sá hún, að Mildred Brast var staðin á fætur og stóð fyrir framan liana með hræðilegt glott um varirnar. Vera rak upp enn eina stunu, teygði fram hendurnar eins og hún væri að biðjast griða, en féll því næst í ómeginn í stóln- um þar sem hún sat. Þegar hún komst aftur til meðvitundar, var hún stödd í stóru herbergi, einskonar svefn- herbergi, lágu undir loft og með þykkum hler- umfyrir gluggunum. Skammt frá henni sat kvenmaðurinn, sem hafði hleypt henni inn í húsið. 109

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.