Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Side 25

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Side 25
eg hefði erft sitthvað úr ætt móður minnar. Hún dó þegar ég var þrettán ára, og þá átti eg ekkert athvarf lengur. Ég neyddist til að verða handgenginn fyrirtækinu. Ef hún hefði Efað, hefði mér veitzt tækifæri til að berjast f>’rir frelsi mínu, en án hennar var það tilgangs- laust. Ég byrjaði neðan frá og vann mig upp eftir, gegnum allar greinar niðurlagningarinnar í verk- smiðjunni. Slíkt hafði afi minn látið föður minn ?era> þannig að örlög mín voru hin sömu, og þó var þetta ekki eins slæmt og það kann að láta illa í eyrum. Ég ók til vinnunnar í bílnum nieð föður mínum á degi hverjum, fór í hvítan sloPP og arkaði á vinnustaðinn þar sem verið 'ar að líma miða á umbúðir, eða hvað það nú var, og reyndi að setja mig inn í það sem verið var að gera. Ég var „hinn ungi herra Richard", °g verkstjórinn var að öllum jafni tungulipur, en ungu stúlkurnar skríktu og roðnuðu. Ég var um tveggja mánaða skeið í hverri 'erksmiðjudeild og tókst með slíkum ágætum, að allir voru ánægðir — nema ég sjálfur — þegar stríðið brauzt út. Að sjálfsögðu reyndi faðir nnnn að fá mig leystan undan herþjónustunni, þar sem ég væri framleiðandi matvöru handa Þjóðinni, en ég eyðilagði fullkomlega það traust sefy hann kunni að hafa fengið á mér, sem fVl að fara mína eigin leið og gerast sjálfboða- Iiði i sjóliðinu. Á þeim árum, sem á eftir komu, fékk ég sæg af hugmyndum, sem mig dauðlangaði til að geta komið á léreft, en ég hafði engan tíma hl slíks. Tíminn var þó fljótur að líða, og fyrr en varði gat ég kvatt einkennisbúninginn. Aft- Ur Var eg seztur við hlið föður míns á leið til Vlr>nunnar, og að tveim árum liðnum var ég raunverulega búinn að ná föstum tökum á því 0 11 • Faðir minn var aftur orðinn hreykinn af niér. En þá gerðist það, að hann lézt af heila- óðfallj við skrifborðið sitt einn góðan veður- ag- Ég uppgötvaði, að ég var sjálfur orðinn Persónulega ábyrgur fyrir „Matvöruverzlun lchards Pendletons", einskonar lífstíðarfangi fyrirtækisins. ^ fimm ár sat ég auðmjúkur í þeim hlekkj- HE IM ilisblaðið um og stóð mig meira að segja með ágætum, en svo var það dag nokkum, að ég rakst á gömul, háfkláruð málverk, sem geymd voru í kassa, og þau fengu mig til að hugleiða það, hversu tíminn hratt fram hleypur. Ég býst við, að það hafi verið sú niðurstaða hugleiðinga minna, sem kom mér til að falla í freistnina, þá, að taka tilboði Peterson Jones Ltd. Þess efnis að kaupa fyrirtæki mitt fyrir milljón pund. Ég afþakkaði boð um að verða áfrarn forstjóri. Ég hafði fengið nóg af slíku. Það tók langan tíma að koma öllu þessu í kring, en nú voru eigendaskiptin orðin staðreynd, og ég var í rauninni atvinnulaus. Ekki svo að skilja, að ég þyrfti að vinna það sem ég ætti ólifað. Ég gat farið heim, gripið blýant og blað, myndatrönur, léreft og litaspjald. Ég gat lifað lífinu. Dag- langt gat ég skemmt mér við Shakespeare eða John Donne, ef mér sýndist svo. Loksins var ég orðinn minn eiginn herra. „Richard Pendleton selur frá sér milljónar- fyrirtæki“, las ég urn leið og ég gekk framhjá blaðasölunni og inn í leiguhúsið J>ar sem ég bjó. — Til hamingju, herra, mælti Holrnes dyra- vörður og brosti. — Nú getið þér tekið yður langt frí, herra, og það er víst mál til komið, ef mér leyfist að segja svo“. Ég brosti á móti, en sagði ekkert þar sem ég stóð og beið eftir lyftunni. — Þér ættuð að fá yður siglingasnekkju, hélt hann áfram og gekk til mín. — Fara aftur á sjóinn. . . . Maður á að vera á sjó. Ég brosti með sjálfum mér þegar ég stakk lyklinum í skrána að íbúðinni. Langt og gott frí, hugsaði ég. . . langt og gott frí. Ég þevtti hattinum á forstofuborðið. Dagblaðið lá á skrifborðinu mínu. Ég greip það og las um eigendaskiptin. Þama var mynd af Tom Collins, eiganda hins fyrirtækisins, og af mér í sjóliðsbúningi. „Hr. Richard Pendleton var höfuðsmaður á herskipinu H.M.S. Sapper, sem sigldi í skipa- lestum yfir Atlantshafið undir stríðslokin", las ég. „Nú minnast menn Pendletons höfuðs- manns fyrir hina vösku framgöngu hans, þegar V13

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.