Heimilisblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 26
skip hans bjargaði áhöfn olíuflutningaskips
úti á miðju Atlantshafi. Allri áhöfn hins sökkv-
anda skips varð bjargað, cn það stóð þá í ljós-
um logum. Sjálft herskipið lagði sig í mikla
hættu. Þegar blaðamaðurinn spurði Pendleton
höfuðsmann um framtíðarfyrirætlanir hans, og
hvort hann hefði í hyggju að hefjast aftur
handa í viðskiptaheiminum, þá svaraði hann,
að eins og sakir stæðu hefði hann alls ekki
hugsað sér neitt í þá átt“.
Kannski var það endurminningin um Sapp-
er, sem kom öllu af stað. Yfir arineldinum
hékk spegill, sem birti allt herbergið í smækk-
aðri mynd, og þegar ég lcit í liann, fann ég
fyrir undarlegri tilfinningu innra með mér,
einskonar snöggri hræðslu. Hjartað tók að ham-
ast eins og það vildi brjótast upp í hálsinn. Það
var eins og ég fyndi það á mér, að. eitthvað
skelfilegt væri í þann veg að ske, og ef að
enginn kæmi mér til hjálpar myndi ég fyrirfar-
ast. Ég tók andköf, og svitinn spratt fram á
enni mér. í örvæntingu tók ég viðbragð og
hringdi bjöllunni, en það var mér ljóst að eng-
inn myndi koma i tæka tíð til að bjarga mér.
Mcr var sömuleiðis Ijóst, að þetta yrði liðið
hjá eftir fimm mínútur, en það veitti mér
enga huggun. Ég var eins og lokaður inni í
klefa, þröngum heimi sem laut sínum eigin
lögmálum.
Þetta er ekki annað en það sem H.G. kallar
„hræðslukast“, sagði ég við sjálfan mig. Slakaðu
á! Haltu höfðinu kláru! Þetta líður senn hjá!
Aðstoðarstúlkan stakk höfðinu inn úr eld-
húsdyrunum.
— Þér eruð snemma kominn heim aftur,
herra, sagði hún á alþýðumálh'zku sinni. Voruð
þér að hringja á mig? Eitthvað sérstakt sem
þéi" viljið?
Hún gekk inn í stofuna með afþurrkunarklút
í höndunum og kom alveg að mér.
— Þér lítið illa út, herra, sagði hún óttasleg-
in og beit á vörina. Á ég að hringja á dr- Black?
— Eærið mér glas af viskíi, sagði ég stuttur
í spuna. Hún hristi höfuðið tvílráð.
— Ég hugsa að betra sé að sækja lækninn,
herra. Þér lítið hræðilega út!
114
— Eærið mér viskí! hvæsti ég út á milli
tannann.
— Gott og vel, herra, tautaði hún. En ef
eitthvað kemur fyrir, þá verður sagt, að ég
hefði átt að hringja á dr. Black.
Ég saup fjórar fingurbjargir af viskíi í einum
teyg og leið öllu skár á eftir. Konan stóð kyrr
með hendur á mjöðmum og virti mig fyrir
sér.
— Érí! sagði hún svo með sigurhreimi. Það
er það, sem þér þarfnizt! Ég hevrði allt um
það í sjónvarpinu í gærkvöldi. Önnumkafnir
verzlunarmenn fá tappa í æðarnar af öllum
áhyggjunum, herra. Og ég segi nú bara sem
svo: Hvaða gagn hafa menn þá af öllum pen-
ingunum. Menn taka þá þó ekki með sér í
gröfina, cðajivað?
Ég brosti dauft við henni, sagði að allt væri
í lagi með mig og þakkaði henni fvrir.
— Já, þér lítið öllu skár út núna, tautaði
hún. Hafið þér lyst á einum sterkum kaffibolla.
herra?
Ég kinkaði kolli, og hún fór af stað, en nam
staðar við dymar.
— Ungfrú Jane hringdi, herra, sagði hún.
Hún kvaðst ekki verða búin fyrr en klukkan
átta í kvöld, og hvort þér gætuð þá sótt hana
hálftíma síðar. . . .
Éari það og veri! hugsaði ég.
Miðdegisverður með Jane Carr var hlutur,
sem margir ungir menn íhyndu öfunda mig af,
en sjálfur taldi ég umgengni við liana eins og
hvert annað félagslegt skyldustarf og vana. Éað
ir hennar átti Carr-verksmiðjurnar, og ég hafði
kynnzt henni í viðskiptaheiminum gegnurn
fyrirtæki okkar. Ég var engan veginn alvarlega
hrifin af henni. Hún var svó sem nógu snotur,
já, jafnvel óvenju fögur. . . það fögur að fólk
sneri sér við til að horfa á eftir henni. Ég geri
ráð fyrir, að ég hafi kunnað vel við það. Hún
reyndi að fullvissa mig um, að hún væri ást-
fangin af mér, en hún átti tugi annarra félaga,
og ég hafði liana grunaða um að þykjast vera
alveg jafnt ástfangin af þeim. Hún var orð
heppin og fyndin, svo það var næsturn óhugn-
anlegt, en það var reyndar í tízku um þessaí
HEIMILISBLAÐIÐ
j