Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 28

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 28
held það hafi verið þá, sem ég gerði mér Ijóst, að Jane var ekki sú stúlka, sem ég kærði mig um. Tíu minútum síðar, þegar hún kom fram til að biðja mig um að draga upp rennilásinn á kjólnum sínum, var ég orðinn ennþá vissari. Ég dró lásinn yfir þetta hvíta og fullkomna hörund hennar og komst að raun um, að hún var ekki í öðru en blúndúbuxum og brjósthald- ara innanundir. — Ég veit ekki hvers vegna verið er að hafa þennan útbúnað aftan á bakinu á manni, sagði hún glottandi. Það er ekki sérlega prakt- ískt. Ef maður á ekki eiginmann til að hjálpa sér, þá verður maðui að hafa. . . . elskhuga. Ég brosti við henni, en sagði ekki neitt. — Hvers vegna ertu alltaf svona fámáll? spurði hún gröm. Maður skyldi þó ætla, að sá sem á milljón til að sóa, væri í góðu skapi. Finnst þér ekki gaman að lifa? Finnst þér það ekki? Það ætti þó að finnast . . . Hvað hyggstu nú fyrir? Ég hristi höfuðið. — Á að mæta hjá H.G. á morgun, svaraði ég. Kannski getur hann sagt mér það. Hún rétti mér fallega herðaslá, og ég lagði hana á lierðar henni. — H.G. er ekki sem verstur, sagði hún. Hann hefur hjálpað mörg- um sem ég þekki. Hann sendir straum gegnum fólk með litla töfratækinu sínu. Við tókum leigubíl út að litla og fásótta veitingahúsinu í Soho, þar sem hún vildi helzt vera. Yfirþjónninn hneigði sig og vísaði okkur að borðinu sem við helzt kusum. — Til hamingju, herra Pendelton, sagði hann brosandi. Þér hljótið að vera mjög ánægður maður á þessu kvöldi. Hann dró fram stólinn fyrir Jane, breiddi út pentudúkinn hennar og smellti saman fingr- um til þjónsins, sem kom með matseðilinn. — í kvöld skal verða framreiddur hátíðarrétt- ur, ekki satt? í kvöld skal allt vera fullkomið handa herranum. Ekki satt, ungfrú Carr? Mér var ljóst, að ég hefði átt að fagna at- burðinum með verulega taumlausu og skemmti- legu kvöldi, en þess í stað leiddist mér vegna þess, hversu allt var vanabundið. . . . matseðill- 116 inn var meira að segja samur og jafn, troðinn ofkrydduðum réttum. Það hlaut að vera í ein- hverju samhengi við snert minn af „þung- lyndi“, eins og H.G. orðaði það. Ég óskaði einskis frekar en komast í rúmið og geta sofnað. Stundum kom það fyrir, að ég sá hana, hálf- vegis milli svefns og vöku. . . . stúlkuna sem ég þráði. Ég hafði gert tilraun til að festa hana á léreft, en mér tókst það ekki. Þegar ég reyndi að lýsa henni, þá hvarf hún mér. Ef ég færi að tala um hana, þá væri það sama og eyðileggja hana. Hún var af sama efni og draumar . . . eða eins og skuggamir, nema hvað hún var dásam- leg, skjótt liðin hjá eins og vængir fiðrildanna. — H.G. sendir þig áreiðanlega til Suður- Frakklands til þriggja mána'Oa dvalar, sagði Jane. Við stigurn dans á þröngu dansgólfinu. Ég hélt henni í fanginu og fann fyrir velþekktu ilmvatninu sem settist í nefgöngin. Ljóst hár hennar var svalandi við vanga minn, silkimjúkt. Ég fann fyrir líkamsvarma hennar þar sem hún þrýsti sér að mér, æ þéttara. — Á ég að vera í mannskapnum á skútunni þinni, Dicky? hvíslaði hún í eyra mér, og mér var ljóst, að hún setti hjónaband alls ekki sem skilyrði. Ég bölvaði sjálfum mér fyrir að vera slíkur fullkomnunar- sémitringur að taka ekki tilboði hennar. Sömuleiðis drakk ég of mikið, kannski til að fá handsamað eitthvað, sem ég hafði lengi verið á höttunum eftir, þótt ég gerði mér ekki Ijósa grein f\'rir, hvað það var. Þegar ég hafði látið hurðina að íbúðar henn- ar hægt að stöfum á eftir mér, gekk ég rólega niður tröppumar. Mér fannst ég vera mjög öl' vaður og lofað fram í ermina. Ég hafði víst heitið henni því, eða svo gott sem, að hún skyldi koma með mér, ef ég færi til Miðjarðar- hafsins; samt vissi ég, að slíkt og þvílíkt myndi aldrei geta gerzt. Hún hafði vafið handleggj' unum um háls mér áður en ég fór, og ég haföi næstum samvizkubit af því að hafa ekki orðið eftir hjá henni. En hún freistaði mín ekki; til þess var bráðin of auðfengin. Þegar heim korn, sá ég spegilmynd mína í anddyrinu. . . ég var fölur og þreytulegur. í augunum var einhver HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.