Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 30
Við. sem vinnum eldhússtörfin Það eru sjálfsagt margar konur eins og ég að þær kunna að búa til tvo til þrjá góða ábæta, og þó að þeir séu góðir er hægt að verða leiður á þeim. Ég fór því að blaða í gömlum uppskriftum og valdi nokkrar eplaábætisuppskriftir, því epli er alltaf hægt að fá. Heil soöin epli. Afhýðið nokkur góð epl'i og skerið kjarn- ana úr. Sjóðið eplin í sykurlegi. Það má ekki sjóða þau of lengi, prófið með prjóni. Takið eplin upp úr leginum. Kælið sykur- leginn og látið nokkra sítrónudropa út í og 1 -2 glös af víni á móti y2 1 af legi. Látið eplin liggja í honum í 1 - 2 tíma. Takið eplin þá upp úr og látið á fat. Brúnið möndlur í ofurlitlum sykri og látið möndl- urnar ofan á eplin. Þeyttur rjómi er bor- inn fram með eplunum. Hrærið ofurlitlu af sykurleginum út í rjómann. Negraepli. 10 epli y2 1 vatn 150 gr sykur skraut: 25 gr möndlur Krem: y2 1 mjólk 60 gr suðusúkkulaði 2 msk sykur 2 eggjarauður 2 tsk kartöflumjöl Afhýðið eplin og skerið kjarnana úr og skerið þau í tvennt. Sjóðið þau varlega í sykurlegi. Þau mega ekki sjóða í mauk. 1 kremið er mjólkin, súkkulaðið og sykur- inn soðinn. Þessu er jafnað með kartöflu- mjöli hrærðu út í köldu vatni. Hrærið eggjarauðunum út í og hitið massann upp n8 þangað til hann fer að þykkna. Raðið epl- unum á fat og hellið kreminu eða öllu hel'dur sósunni yfir. Stráið ristuðum möndl- um yfir. Það má einnig fara öfugt að, hella sósunni í fat og raða eplunum á eftir á fatið og strá svo möndlunum yfir. Drottningarepli. 8 epli i/2 dl brætt smjör 3 msk sykur 1 dl muldar tvíbökur Möndlumassi 75 gr möndlur 75 gr sykur y2 -1 eggjahvíta eða vatn Afhýðið möndlurnar og malið og bland- ið saman við sykurinn og stífþyttar eggja- hvíturnar. Eplin era afhýdd og kjarnarnir skomir úr og síðan eru hol'urnar fylltar með möndlumassa. Þá er .eplunum fyrst velt upp úr smjöri og síðan upp úr tvi- bökumýlsnu sem í er blandaður ofurlítill sykur. Bakist í eldföstu formi. Er fram- reitt með þeyttum rjóma. 1 staðinn fyrir möndlumassann má hafa saxaðar hnetur, sykur og kanel. Karamelluepli: Afhýðið 6 epl'i og skerið kjarnana úr. Fyllið kjamaholurnar með möndlumassa og sultu. Bakið eplin í eldföstu formi í ofninum. Látið 2 dl af rjóma, 2 dl af sykri, 1 dl af sírópi, 1 msk af smjöri og ofur- lítið af vanillusykri á pönnu. Látið suðuna aðeins koma upp og hell'ið massanum yfir eplin rétt áður en þau em borin fram. Epli í vinsósu: 10 epli 6 eggjarauður HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.