Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 34

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 34
„Ættum við að borða núna, Kalli?“ spyr Palli ákafur og horfir eftirvæntingarfullur á risa sleiki- brjóstsykrana, sem þeir hafa eytt vikupeningunum sínum í. En í þvi kemur Kalli refur og rænir frá þeim sælgætinu og þeir héldu aðeins trépinnunum eftir. En næsta dag sjá þeir Kalla ref með klút um höfuðið á leið til tannlæknisins. Hann hefur haft hræðilega tannpínu um.nóttina, því ekkert er eins vont fyrir tennurnar og brjóstsykur. Og Kalli og Palli heitstrengja að bragða slíkt aldrei framar. „Heyrðu, Pella, við Palli búum i svo fallegu litlu húsi. Okkur finnst skömm að því að þú og hin dýrin hafið engan samastað, svo að nú ætlum við að byggja hús handa ykkur öllum og byrjum á þínu." Brátt eru veggirnir komnir upp, en þá vantar þakið. Kalli skipar nú pelíkananum að sækja þakhellur. Það er nú ekki svo auðvelt á þess- um slóðum, en pelíkaninn heldur af stað og er svo heppinn að finna nóg af hellum, en hann verður að gera sér margar ferðir eftir þeim. Um kvöldið er hús Pellu fullbúið og byggingarmeistararnir halda heim þreyttir. En þegar þeir koma heim sjá þeir, að pelíkaninn hefur tekið þakhellurnar a£ þeirra eigin húsi.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.