Heimilisblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 29
Farsið er hnoðað saman með höndunum og úr
bví eru búnar til aflangar bollur, þeim er velt
ur hveiti og eru steiktar á pönnu í jöfnum
hluta af smjöri olívuolíu. Er borið fram með
soðnum hrísgrjónum og t.d. þessari tómatsósu:
Sjóðið 1 dós af tómötum og látið út í knúsaðan
hvítlauk, salt, pipar ofurlitla olívuolíu og smjör
°g e.t.v. tómat puré eftir smekk.
Svissneskur kjötréttur
72 kg nautakjöt
1 laukur
lmsk. hveiti
1 msk smjörlíki
1 þykk sneið af mögru, reyktu baconi
V2 glas af rauðvíni, salt, pipar, 1 tsk.
tómatpurré
V2 bolli kjötsoð, hökkuð steinselja
1-2 harðsoðin egg, ristað brauð.
Hakkið kjöt, lauk og hveiti einu sinni' gegn-
Urn hakkavélina. Brúnið smjörið og látið reykta
haiconið í, sem búið er að skera í teninga.
Látið það steikjast • ofurlitla stund, látið þá
hakkið á pönnuna og brúnið við sterkan hita,
hangað til kjötið er ekki lengur rautt. Bætið
rauðvíninu út í ásE.mt salti og pipar og látið
hað krauma þangað til vínið hefur soðið inn í
kjöthakkið. Blandið tómatpuré og soði og hellið
ut í- Látið réttinn sjóða í nokkrar mínútur enn-
og sáldrið steinseljunni yfir, 'skreytið fatið
með eggjabátum og litlum sneiðum af ristuðu
brauði.
Og svo að síðustu:
Franskur fiskfarsréttur
125 gr. hrísgrjón
V2 L mjólk
2 egg
1 þorskur eða ýsa ca. 750 gr.
salt, 1 lárviðarlauf
hýði af 1 sítrónu V2 tsk pipar
2 tsk. af rifnum piparrótum, rasp
og smjör.
Sósa úr
50 gr. smjöri
50 gr. hveiti
1 dl. rjómi
150 gr. sveppir.
Sjóðið graut úr hrísgrjónum og mjólk og l/2 1.
af vatni. Takið grautinn af plötunni og hrærið
eggin út í, eitt í einu. Útbeinið fiskinn og sjóðið
beinin í ofurlitlu vatni ásamt salti, lárviðarlaufi
og sítrónuberki. Sjóðið síðan fiskinn í þessu
soði og látið hann kólna í soðinu og fjarlægið
bein og roð og saxið fiskinn á bretti og látið
hann varlega út í hrísblönduna og bætið pipar
og piparrót út í. Látið réttinn í eldfast fat, vel
smurt og látið ofurlítið smjör ofan á. Látið
réttinn í ofn í 225° hita í rúman hálftíma. Bak-
ið á meðan upp smjör og hveiti og þinnið með
rjóma og mátulega mikið af fisksúpunni, bragð-
bætið með salti og pipar saxið sveppina smátt
og látið út í súpuna. Framreiöið réttinn strax
og berið soðnar kartöflur fra.m með honum.
fe '7'f mæm mw ■ s ::""hhhhm
A h. Hann horfir nú fram til sum-
tfcJ arsælunnar.
: '
Hún fékk leyfi móður sinnar
til að hafa þennan leikfélaga
á heimilinu.
^Eimilisblaðið
65