Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Síða 5

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Síða 5
hluti eins stórs risa-meginlands á fyrr- nefndri ísöld, og þessu meginlandi gaf hann nafnið Gondwanaland. En hvaða sannanir eru þá fyrir þessari ágizkun? Þegar jöklarnir þokuðu aftur um set, skildu þeir eftir sig heimsskauta- freðmýri, og þar óx planta. sem ekki hef- ur fundizt á jörðunni síðan. Hún hefur hlotið nafnið Glossopetris, og hún var eins konar burkni, seig og harðger heims- skautajurt með grófgerðum og tungulaga blöðum. Fundizt hafa steingervingar þess- arar plöntu í Argentínu, Brasilíu, Mið- Afríku, Indlandi, Ástralíu og á Suður- skautslandinu. Þar sem burkni þessi get- ur ekki hafa flogið yfir þúsundir kíló- metra úthaf, er útbreiðsla hans aðeins út- skýranleg með því að viðurkenna hug- myndina um risameginlandið Gondwana- land. Á meðan fimbulísinn bráðnaði og burkn- inn nam land á svo til engum jarðvegi, hélt hið stóra meginland áfram að snúast og þokast í átt til norðurs. I allri þeirri þenslu og umbyltingum sem það ferðalag olli, urðu Afríka og Suður-Ameríka til, og einnig aðrir stórir landflákar, svo sem Indland og Ástralía. Indland seig í átt til miðjarðarbaugs, rakst á Asíu og „beit sig þar fast“. Við þann árekstur — álíta jarð- fræðingarnir — myndaðist Himalaya- fjallakeðjan í þeirri mynd sem hún er nú. Ástralía strandaði á Kyrrahafi, þar sem hún enn er. Miðhluti Gondwanalands þok- aðist nær Suðurpólnum, þangað sem ei- lífur ís þekur landið og fjötrar það í líf- lausum kulda. Bergmálsdýptarmælar hafa leitt í ljós, að undir ísþekju suðurskauts- ins er vogskorið og stórbrotið landflæmi, og allt það tröllaukna landslag hefur myndazt við hreyfingu landsins til þess staðar þar sem það er nú. En mikilvægasta sönnunin fyrir land- rekskenningunni er þó uppgörvunin á „segulmagni steingervinganna“. Flest jarðlög eru annaðhvort storknað hraun eða samansafnaðar leifar í vatni (fram- burður fljótanna). Áður en lög þessi storknuðu gátu segulmagnaðar smáagnir þeirra hreyfst að eigin vild (járn-ildin), — og þá settu þær sig einmit í stellingar sem vissu frá suðri til norðurs, rétt eins og nálin í áttavitanum. Jarðfræðingar geta nú með töluverðri nákvæmni sagt til um aldur jarðlaga og steintegunda, og hin óteljandi segulmæl- inagdæmi leiða í ljós, á hvaða lengdar- og breiddargráðu sérhvert jarðlag hefur „orðið til“, ef svo má að orði komast. Það sem nú vekur hvað mesta atthygli og deil- ur er sú staðreynd, að þessar örsmáu „kömpásnálar" virðast ekki sammála um það, hvar hinn eiginlegi norðurpóll sé. Svo virðist sem segulpóllinn hafi einhverju sinni verið í suðvesturhluta Bandaríkj- anna, í annað sinn í Kyrrahafinu, nálægt Hawaii; norðurpóllinn hefur líka verið „á ferð í Japan og enn síðar á Kamtjatka í Norður-Síberíu! En jörðin sjálf er ágæt hringsjá. Hún snýst um eigin möndul, og stefna hans er alltaf eins. Reik heimskautanna yfir stór svæði er því útilokað, og skýringin á „ósamlyndi" segulnálanna getur ekki ver- ið sú, að norðurpóllinn hafi skipt um stað, — heldur hitt, að löndin þar sem segul- nálarnar sýna undarlega stefnu, hafa sjálf færzt úr skorðum. Á ráðstefnu einni, sem haldin var 1956, og þar sem þátt tóku 22 Nóbelsverðalauna- hafar, komst enski lífeðlisfræðingurinn P. M. S. Blackett svo að orði: „Eftir nið- urstöður margskonar mælinga (á segul- nálum í jarðvegi og stefnu þeirra) hef ég komizt á þá skoðun, að Stóra-Bretland hefur á undanförnum 150 milljón árum þokazt norður á bóginn frá stað sem var miklu nær miðjarðarlínu og auk þess snú- izt um 30 gráður í sólarátt. — Rannsókn- ir á indverskum jarðlögum sýna svo ekki verður um villzt, að Indland var fyrir sunn- an miðjarðarlínu fyrir 70 milljónum ára, HEIMILISBLAÐIÐ 5

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.