Heimilisblaðið - 01.01.1977, Qupperneq 7
r
Oheppni í tennis
SMÁSAGA EFTIR JACQUES CONSTANT
Blöð úr dagbók Colettu Débrives:
Miðvikudagurinn U. marz.
Þegar við vorum að leika tennis í gær,
kynnti Frédéric mig fyrir honum. Enda
þótt það væri í fyrsta skipti sem ég sá
hann, fannst mér ég hafa þekkt hann lengi.
Kannski var það vegna þess, að vöxtur
hans, hreyfingar og útlit allt minnti mig
á þekktan leikara. Hann heilsaði mér af-
ar kurteislega og brosti svo að skein í
hvítar tennurnar, og það hvernig hann
horfði á mig kom mér til að roðna, mér
til sárrar gremju. Hann er í fáum orðum
sagt óviðjafnanlegur, þessi Henri Caston.
Henri! En dásamlegt nafn!
Laugardagurinn 11. apríl.
Við höfum aftur hitzt á tennisvellinum.
Hann leikur af snilld. Boltinn flýgur yfir
netið hjá honum eins og lágfleygar svöl-
ur. Mér tókst þó að svara þeim flestum.
Ég gerði mér allt far um að leika vel, og
ég get víst sagt með góðri samvizku, að
ég lék óaðfinnanlega. Eg keppti að því
að sigra, og ég hefði líka örugglega gert
það, ef Jean-Pierre hefði getað leikið skikk-
anlega.
Henri var með Solange sem meðspilara.
Hún leikur þokkalega, en það var alveg
auðséð, að hún gerði það til að „sýnast"
í augum Henris. Ég hugsa, að hún hefði
getað sparað sér ómakið; hann tók varla
eftir henni, en hann hrósaði mér mikið
fyrir það hvernig ég lék. Ég skil eiginlega
ekki, hvað gekk að mér, en það var bara
eins og ég væri farin á taugum; ég féll í
grát. Ó, ég hefði getað lamið sjálfa mig.
Skyldi honum hafa fundizt ég vera
heimskuleg? Mér fannst Solange vera
skemmt. Fari það og veri!
FöstucLagurinn 1. maí.
Hundrað sinnum hef ég sagt við sjálfa
mig, að hann sé ekkert fyrir mig. Hann
er alltof fríður, alltaf andríkur og fágað-
ur í framkomu til að kvænast venjulegri
stelpu eins og ég er, enda þótt pabbi sé
skrifstofustjóri. Skyldi hann hafa grun um
að pabbi er annars fær um að láta með
mér drjúgan heimanmund, — og ætti ég
annars ekki að gefa það í skyn við tæki-
færi? En hvað um það! Ég er alls ekkert
viss um, að hann hafi áhuga á peningum;
hann á sjálfur nóg af þeim. Hann verður
mjög kaldhæðinn, þegar talið berst að
slíku. Sama er að segja, ef minnzt er á
það, að fólk taki niður fyrir sig við gift-
ingu, enda þótt ég sjái ekkert fyndið við
það. Hann hlær við í hvert skipti sem ég
minnist á slíkt.
En svo mikið veit ég, að honum fellur
ekkert illa við mig. Hann horfir mikið á
mig, og hér um kvöldið, í veizlu frú d’Om-
oncourts, þá dansaði hann svo til einvörð-
ungu við mig. Að vísu dansaði hann við
Solange líka, en ég er nú ekkert hrædd
við hana lengur. Þér, kæra dagbók, get ég
trúað fyrir því, að hún þolir alls engan
samanburð við mig. Og hún stígur víst
ekkert sérlega í vitið heldur. Hún getur
ekki talað um neitt, og maður þarf ekki
að hafa hitt hana oft til þess að hafa lært
hana utanað.
Ég hugsa að hún geti sparað sér að vera
að gefa Henri auga; hún lítur hræðilega
HEIMILISBLAÐIÐ
7