Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 9

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 9
að reyna að vera kurteis við hana. Ég trúi ekki öðru. Líklega leyfir hann sér ekki að halda það, að ég kæri mig um hann; ég vildi bara að ég vissi, hvernig ég gæti gefið honum tækifæri til að tjá sig. Ég kæri mig heldur ekkert um að sýna honum beint, að ég sé ástfangin af honum; hann gæti þá farið að halda að ég sé eitthvað laus á kostunum — ellegar á höttunum eftir peningum . . . eins og hún Solange. Ó, hvað karlmenn eiga annars gott; þeir geta hafið upp bónorð bara ef þeir vilja. Föstudagurinn 19. júní. Ég er hamingjusöm, svo hamingjusöm, að ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. Þegar við lékum tennis í dag, þá ákvað ég að hvetja hann pínulítið, mér fannst hann eitthvað svo dapur og orðfár. Ég sá, að það hýrnaði yfir honum, og þeg- ar við kvöddumst, þá sagði hann — svo lágt að aðeins ég gat heyrt það: „Colette, viljið þér vera svo væn að lofa mér að tala við yður undir fjögur augu? Það er dálítið áríðandi, sem mig langar til að spyrja yður um. Ef ég sæki yður til Sor- bonne á morgun, getum við þá talað sam- an yfir smáglasi fyrir matinn?“ Ég samþykkti óðara, í senn forvitin og eftirvæntingarfull, en samt held ég, að mér hafi tekizt að leyna geðshræringunni í rödd minni. En ekki gat ég stillt mig um að senda Solange, sem stóð þarna álengdar sigursælt augnaráð — og ég sá, að hún skildi mætavel, hvað ég meinti með því. Laugardagurinn 20. júní. Klukkan hálf-ellefu, þegar fyrirlestur- inn var afstaðinn, flýtti ég mér rétt eins og venjulega burt úr skólahúsinu. Henri beið mín niðri á götunni í bláum Roadster- bíl. Hann rétti mér höndina og leiddi mig inn í bílinn. Þegar við svo skömmu síðar sátum yfir smáglasi á útiveitingastað við Champs-Elysées, sagði hann skyndilega: „Segið mér einu sinni í hreinskilni, hvað álítið þér um Solange? Ég bið yður að tala alveg út úr pokahorninu, eins og við værum gamlir vinir.“ Satt að segja skildi ég ekki, hvers vegna við ættum að eyða dýrmætum tíma í það að ræða þá leiðinlegu stúlkukind, svo ég svaraði dálítið frávísandi: „Hví spyrjið þér um það?“ „Kæra Colette, ég er svo sannfærður um þagmælsku yðar og vináttu, að ég hika ekki við að trúa yður fyrir því, að ég elska þessa stúlku, og það er ætlun mín að kvæn- ast henni . . “ Mér hálf-sortnaði fyrir augum, og það var eins og sumarbirtan og litirnir fengju á sig gráfölvan blæ. Svitinn spratt fram á enni mér, og hendur mínar urðu kaldar. Henri tók auðsjáanlega ekki eftir neinu, því að hann hélt áfram: „Þegar ég spyr yður, þá er það vegna þess, að þér hafið auðsýnt mér svo mikla vináttu, — og eruð vinkona Solange. Ég veit, að þér viljið henni vel. Er Solange nokkuð öðrum bund- in? Haldið þér, að Solange sé jafnvel ör- lítið hrifin af mér?“ Ég hafði nú jafnað mig. „Kæri vinur,“ svaraði ég hispurslaust. „Ég er alls ekki hæf til ráðleggingar í svona málum. Ég get aðeins svarað spurningum yðar þann- ig: Ef stúlka segist elska yður, þá verðið þér að taka hana á orðinu; en hvort hún raunverulega gerir það, það verður tím- inn að leiða í ljós.“ Ég stóð á fætur og kvaddi þennan „vin“ minn, sem ég hafði misskilið svo herfi- lega. Hann var víst ekkert sérlega skarp- ur, ekki eins og ég hafði áður haldið, eftir dómgreind hans að dæma og mannþekk- ingu. Ef hann vildi láta teyma sig á asna- eyrunum, þá hann um það. Allavega kom það mér ekkert við. Þegar heim kom, sagði ég við mömmu, að hún skyldi ekki borga að tennisvellin- um. ... Það fylgir engin gæfa því spili ... HEIMILISBLAÐIÐ 9

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.