Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 10

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 10
SKUGGINN Framhaldssaga eftir G. O. Baxter Mánuði seinna, áður en Chuck Parker var orðinn jafngóður eftir sárið í öxlinni, og áður en sárið á fæti Jess Shermans var gróið, og áður en Harry Lang hafði náð sér eftir hræðsluna, fengu þessir þrír ungu menn bréf með þeirri ógnun, að einn góð- an veðurdag mundi Skugginn koma aftur og hefna sín á þeim, af því að þeir hefðu verið nógu ragir til að skríða á bak við konu. Til Sylvíu kom. hvorki bréf né skilaboð. Fyrir hana voru lagðar spurningar hundr- uðum saman um það, hvernig maðurinn liti út, sem enginn annar en hún hafði séð ógrímuklæddan. En hún svaraði þeim öllum með því að hrista höfuðið. Varir hennar voru lokaðar með sjö innsiglum, leyndarmálið var eign þess manns, sem áleit hana hafa svikið sig í tryggðum. III. Ókunnur ma'öur. Fyrri hluta dags eins tveim árum síðar sat Algernon Thomas sheriff á svölunum á húsi sínu og virti fyrir sér götulífið í litlu borginni Silver Top. Hann var ekk- ert töfrandi að útliti, lítið og skinhorað gamalmenni, mjög skjálfhentur. En engu að síður var Algie Thomas sá maður, sem einn gat haldið uppivöðsluseggjunum í námaborginni í skefjum. Sagt var, að hann gæti gert hina ótrúlegustu hluti með þess- um skjálfandi höndum, þegar á riði. Hann eyddi ekki tímanum með kjaftæði, held- ur tók til starfa. Og hann var ekki seinn í snúningunum. Skammbyssan hans missti aldrei marks. Fyrir framan veggsvalirnar var bund- inn reiðtýgjaður hestur. 1 heimsókn hjá Algie Thomas var einn af starfsbræðr- um hans, Joe Shriner, sem var sheriffi í borginni Carlton. Gestur hans stóð við og við upp af stóln- um og gekk óþolinmóðlega fram og aftur um veggsvalirnar, og settist að því loknu aftur við hliðina á hinum sí-rólega Algie. „Nú skal ég segja þér, hvað það er, sem kom mér til að fara hingað,“ sagði sher- iffinn frá Carlton í einni af þögnunum eftir hið eirðarlausa ráp hans. „Ég hef nýlega frétt af Skugganum.“ Um leið og hann sagði þetta laut hann skyndilega fram og leit á Algei eins og maður, sem lítur á skotspón til þess að vita, hvort skotið hefur hæft. En Algie hreyfði sig ekki. Hann skotraði aðeins gömlu augunum sínum á starfsbróðurinn, og hann kinkaði kolli varla sjáanlega. „Er sá náungi kominn aftur á kreik?“ spurði hann m.eð sinni Ijúfustu röddu. Joe settist aftur í stólinn og andvarp- aði. „Enginn getur botnað í þér, Algie,“ sagði hann eftir drykklanga stund. „Ann- ars hefði ég haldið, að þetta væri frétt, sem gæti lífgað þig dálítið við.“ „Ég er sæmilega lifandi," sagði gamli sheriffinn. „En hvernig getur þú verið fullviss um, að það sé Skugginn, sem er á kx*eiki?“ „Það er vegna hestsins hans,“ sagði Joe Shriner. „Dökkbrúnn hestur með svört- um rákum. Eg var einu sinni að elta hann á rauðku þarna,“ hann benti með höfð- inu í áttina til hestsins síns. „En hann 10 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.