Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 11
lék sér að því að komast undan á þeim
svartdröfnótta."
Það rumdi í gamla sheriffanum, þegar
hann heyrði þetta.
„Hann er þá víst aftur orðinn heilbrigð-
ur. Eg hélt nú annars, að það mundi líða
á löngu þangað til við heyrðum eitthvað
í honum aftur. En ég hef nú reyndar
heyrt ávæning af því, að hann sé ennþá
tekinn að skjóta.“
„Aftur orðinn heilbrigður!“ sagði Joe
Shriner. „Það eru þó liðin heil tvö ár,
maður, síðan hann fékk þessar þrjár kúl-
ur í kroppinn.“
„Tvö ár!“ endurtók Algie. „Segir þú
tvö ár! Mér finnst eins og það hafi gerzt
í síðastliðinni viku. Tvö ár!“
Hann virtist undrast mikið, að svo lang-
ur tími skyldi vera liðinn, að hann gleymdi
algerlega, hvað þeir voru að tala um. Joe
Shriner glápti á hann, svo hristi hann
bara höfuðið.
„Svei mér þá, ef hann er ekki farinn
að ganga í barndóm,“ tautaði hann með
sjálfum sér. Það var einasta skýi’ingin,
sem hann gat fundið á skeytingarleysi
Algies. „Hann er ekki lengur sami mað-
urinn og hann var einu sinni,“ hugsaði
hann. Og hátt bætti hann við með illgirn-
islegri röddu: „Ég get séð, að þetta kem-
ur ekki neitt sérstakiega við þig. Þú ert
ánægður, ef þú getur haldið uppi reglu
á þessari hundaþúfu hérna. Þú skiptir þér
ekkert af því, sem gerist hér í nágrenn-
inu.“
Hin gömlu augu Algies stöldruðu and-
artak við fjarlægan bláan tindinn á Sam-
sonfjallinu. Svo sagði hann og kinkaði
kolli:
„Hvað mundir þú segja, Joe, ef bál sæ-
ist brenna á tindinum þarna eitthvert
kvöldið? Það mundi verða umræðuefni
fyrir fólkið á þessum slóðum.“
Joe Shriner kinkaði kolli. Það var al-
mennt vitað, að Skugginn hafði tilkynnt
í bréfum sínum til mannanna þriggja, sem
HEIMILISB LAÐIÐ
ráðist höfðu aftan að honum, að þegar
hann kæmi aftur, skyldi hann tilkynna
komu sína með því að kynda bál á tindi
Samson-fjallsins, svo að hver og einn væri
varaður við því, að nú væri hann aftur
meðal þeirra.
„Nú verð ég annars að halda á stað,“
sagði Joe Shriner. „Ég leit hérna við að-
eins til þess að segja þér þessar fréttir af
Skugganum. Það gæti þó alltaf átt sér
stað, að þú hugsaðir ofurlítið um það.“
Hann stóð á fætur og þreif hatt sinn.
Andartaki seinna sat hann á hesti sínum
og þeysti niður götuna, þar sem hann
reið í stórum boga, til þess að verða ekki
á vegi tveggja reiðmanna, áður en hann
hvarf í þéttu rykskýi um leið og hann fór
fyrir hornið.
Algie Thomas þekkti undir eins reið-
mennina tvo, sem komið höfðu í Ijós niðri
á götunni. Það voru tveir af verstu bar-
dagamönnum borgarinnar, Johnson og
Alec McGregor. En það var ekki að þeim,
sem hann beindi athygli sinni. Niður hlíð-
ina fyrir endanum á götunni kom ungur
maður. Hann stökk klett af kletti, fimur
eins og steingeit, þangað til hann að lok-
um stökk niður á þjóðveginn. Algie fylgdi
honum með augunum,
Ungi maðurinn hélt rakleitt til borgar-
innar og kom rambandi inn í götuna með
hálfvegis riðandi, hálfvegis líðandi göngu-
lagi, sem er sérkennandi fyrir æfða fót-
göngumenn. Meðferðis hafði hann engan
farangur, en þó var eitthvað í fari hans,
sem greinilega benti í þá átt, að hann
væri langt að kominn.
Hann var ekki kominn langt niður eftir
götunni, þegar allt varð í uppnámi. I fá-
um orðum sagt atvikaðist það þannig:
Ungi maðurinn hafði náð reiðmönnunum
tveimur og hafði gengið til hliðar við þá.
En í sömu svifum snarsnerist hestur Mc-
Gregors við og sló með báðum afturlöpp-
unum aftur undan sér, svo að annar hóf-
urinn fór ekki nema þulmung frá höfði
11
L