Heimilisblaðið - 01.01.1977, Síða 13
„Alec,“ sagði hann, „hvað hefur þú að
segja um þetta mál?“
„Þessi þrjótur réðist aftan að mér,“
sagði Alec. „Hann sló mig áður en . . .“
„Þú lýgur,“ sagði sheriffinn með sín-
um venjulega vingjarnleika. „Hvernig at-
vikaðist þetta?“
„Það sáuð þér sjálfur," svaraði Alec,
sem nú var orðinn afundinn. „Ég get ekk-
ert gert að því, þótt illgirni hlaupi í aft-
urlappimar á hestinum mínum.“
„Ég er ekki að spyrja að því, hvemig
bardaginn bjrrjaði,“ sagði Algie Thomas.
„Ég spyr aðeins, hvemig það atvikaðist,
að þú skyldir vera barinn í klessu af strák-
hnokka eins og þessum þarna?“ Hann
benti á unga manninn. Stærðarmunurinn
á honum. og hinum tveim andstæðingum
hans var áberandi.
„Hann notar einhver þorparabrögð ...“
byrjaði Alec.
„Mundir þú hafa nokkuð á móti því að
reyna þig við hann aftur, maður gegn
manni?“
Alec sneri sér við eins og hann ætlaði
að byrja þegar í stað, en það virtist hafa
óþægileg áhrif á hann, þegar hin bláu
augu unga mannsins mættu augnatilliti
hans.
„Ég er ekki hræddur við að berjast við
nokkurn mann hér í borginni með skamm-
byssu,“ sagði hann. „En ég hef aldrei þótzt
vera hnefaleikamaður.“
Það rumdi hljóðlega í gamla sheriffan-
um og hann þokaði höfðinu.
„Og hvað segir þú, Johnson?"
Johnson var öðruvísi gerður. „Látið mig
ná í hann einu sinni enn,“ sagði hann.
„Ég er ekki hættur við hann ennþá. Hníf
eða skammbyssu eða bera hnefana, það
gildir mig alveg einu — hann getur sjálf-
ur valið.“
„Jæja, ungi maður,“ sagði sheriffinn
við ókunna manninn. „Hvað segir þú um
þetta‘1
„Ég?“ sagði ókunni maðurinn og leit
upp. „Það er nokkuð, sem þér verðið að
ákveða.“
Sheriffinn sat hugsi ofurlitla stund, en
þegar hann tók aftur til máls, var það
ekki til að gefa merki til nýs bardaga.
„Hann mundi berja úr þér líftóruna á
tíu mínútum, Johnson,“ sagði hann.
„Hlustaðu heldur á það, sem ég segi. Haltu
þér frá honum. Og sama máli gildi með
þig, Alec. Ég sá, að hann féklc högg á höf-
uðið með skaftinu á svipunni. Ég þori að
veðja um það, að hann hefur kúlu á höfð-
mu eins stóra og hænuegg. Og rákin eftir
svipuhögg Alecs er enn ekki horfin af
andliti harís. En heyrðu —“ hann sneri
sér skyndilega að unga manninum - „hvað
meinarðu með því að koma hingað og gera
óspektir í friðsamlegri borg?“
Ungi maðurinn horfði fast í augu hans.
„Þér sáuð það sjálíur frá upphafi til
enda,“ sagði hann. „Hvað meinið þér sjálf-
ur ?“
Eitt augnablik leit út fyrir að þessi hik-
lausa spurning yrði til þess að hleypa
sheriffanum upp, en þegar hann tók til
máls, var það ekki að unga manninum,
sem hann beindi orðum sínum.
„Alec og Johnson," sagði hann, „ég hef
lengi haft vakandi auga á ykkur báðum,
og ég er ekki sérstaklega ánægður með það,
sem ég hef séð. Hvað ég nú vildi segja —
ég hef þekkt menn, sem höfðu sérstakt
yndi af því að ferðast að næturlagi. Ég
hugsa, að það væri holt fyrir ykkur báða
að vera komna burt úr borginni áður en
dagur rennur upp á morgun. Hafið þið
skilið?“
„Heyrið þér nú,“ bvrjaði Johnson, „ég
get látið bjóða mér margt — sérstaklega
af yður, sheriffi, en ég vildi bara segja . . “
„Hyggilegra væri fyrir þig að segja
ekkert, Johnson," sagði gamli sheriffinn
með röddu eins og harm væri orðinn þreytt-
ur á þessu öllu. „Hvernig er annars með
gráa hestinn, sem þú áttir einu sinni?
Hvað var með hann, Johnson? Taktu held-
HEIMILISBLAÐIÐ
13