Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 15

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 15
valdi stæði að senda þig heim til þess stað- ar, sem þú ert kominn frá.“ Tom Converse hló og stökk upp af stóln- um. Sheriffinn sat kyrr stundarkorn og sá hann ganga niður götuna með þessu riðandi göngulagi. „Ef ég hef nokkru sinni séð mann, sem beinlínis ber þá áletrun, að hann geti skotið öðrum mönnum skelk í bringu — þá gengur hann þarna,“ taut- aði hann. Hann stóð upp og andvarpaði. Því næst gekk hann inn til sín og skellti hurðinni á eftir sér. Tom Converse hélt rakleiðis til hótels- ins. Á svölunum var fullt af fólki úr borg- inni, og það glápti á hann með svip og látbragði, sem alls ekki var hægt að vill- ast á. „Eins og grimmir hundar,“ hugs- aði Tom. Án þess að líta til hægri né vinstri gekk hann hiklaust fram hjá fólkinu og fór inn í veitingastofuna. „Mér þykir það hart,“ sagði einhver, „að hér skuli maður þurfa að sitja og horfa á annan eins hænuunga spóka sig og gera sig merkilegan, án þess að hafa leyfi til að snúa hann úr hálsliðnum." „Sá gamli hefur tekið hann undir sína verndarvængi," svaraði annar. „Annars mundi hann innan skamms verða barinn í kæfu.“ 1 nokkurri fjarlægð frá öðrum stóð mað- ur. Hann var undarlega gulur á hörund, og hann var þreytulegur til augnanna. Hann var sá einasti, auk sheriffans, sem setið hafði kyrr í stól sínum, meðan bar- daginn stóð yfir. „Ég skal vera ánægður meðan mér er ekki falið það starf á hendur — að berja hann í kæfu,“ sagði hann. „Hvers vegna það?“ var einhver, sem spurði. Það var eitthvað í fari mannsins með gula andlitið, sem vakti virðingu fyr- ir honum hjá fólki. „Ætli yrði svo erfitt að fást við hann?“ „Það veit ég ekki,“ sagði hinn. „Ég eyði ekki tímanum í að brjóta heilann um þess konar hluti.“ Með þessum orðum stóð hann á fætur og gekk til dyranna, sem ungi maðurinn hafði horfið í gegnum. Menn sáu, að hann var nokkuð lialtur. Mörg augu störðu á eftir honum, þegar hann lokaði hurðinni á eftir sér. „Hver er hann?“ spurðu margir menn allt í einu. Enginn vissi það. V. TJndarleg spilamennsJca. Síðari hluta þessa sama dags sátu þeir Tom Converse og maðurinn með gula and- litið beint andspænis hvor öðrum við lítið borð í veitingastofunni og spiluðu pen- ingaspil. Fyrir framan manninn með gula andlitið var stór hrúga af peningum. Fyr- ir framan Tom Converse var aðeins eitt vasaúr. Skömmu seinna skipti vasaúrið um dval- arstað og fluttist yfir til peninganna. „Ef til vill áttu hníf?“ sagði maðurinn með gula andlitið. Tom Converse hristi höfuðið gremju- lega. „Eða eitthvað annað?“ „Ekki neitt, sem ég vil eiga á hættu að tapa.“ „Hvað þá! Þú vilt þó vonandi ekki hætta? Ég hef setið í heppninni, það er allt og sumt. Næsta skipti verður þú ef til vill heppinn. Þú getur ef til vill unnið það allt aftur eins auðveldlega og þú drekkur vatn úr bolla, og jafnvel álitlega hrúgu í viðbót.“ „Mér er það mikið á móti skapi,“ sagði Tom, „en ég get ekki spilað lengur.“ „Hvernig er það annars með skamm- byssuna þína?“ „Hvaða skammbyssu?“ „Ég sá, að þú sýndir sheriffanum hana. Honum virtist lítast prýðilega á hana.“ heimilisblaðið 15

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.