Heimilisblaðið - 01.01.1977, Blaðsíða 16
Tom hnyklaði brýnnar. „Um þá skamm-
byssu spila ég ekki.“
„Hvers vegna ekki?“
„Það skal ég segja þér,“ svaraði Tom.
„Það er vegna þess, að Skugffinn hefur
átt þessa skammbyssu."
Halti spilamaðurinn kipptist allur við
af undrun.
„Skugginn? Hvað ég hélt að þú
hefðir ekki fyrr verið á þessum slóðum?“
„Það hef ég heldur ekki verið. Ég þekki
ekki Skuggann. Hann hefur aldrei borið
fyrir mín augu. En einn af frændum mín-
um náði einu sinni í skammbyssuna hans.
Þú hefur ef til vill lieyrt talað um póst-
ránið, sem framið var 1 Svörtufjöllum í
grennd við Garrisonville?"
„Ekki minnist ég þess,“ sagði hinn hugs-
andi. „Hvað gerðist þar?“
„Skugginn réðist á póstvagninn. Hann
rændi öllu verðmætu af farþegunum, og
var í þann veginn að fara, þegar frændi
minn sendi kúlu á eftir honum. Skugginn
hafði skammbyssu í báðum höndum og
hóf skothríð. Hann særði frænda minn,
en áður hafði frænda mínum tekizt að
skjóta skammbyssuna úr annarri hendinni
á honum. Þegar hann kom heim, gaf hann
mér skammbyssuna. Ég hef æft mig ofur-
lítið að skjóta með henni.“
Sá halti kinkaði kolli. „Við skulum þá
spila um eitthvað annað,“ sagði hann. „Mig
langar bara til að sjá, hvort ég hef heppn-
ina með mér áfram.“
„Segðu bara til, um hvað eigum við að
spila,“ sagði Tom glaðlega. „Ég hef ekk-
ert.“
„Ég legg tuttugu dollara undir,“ sagði
spilamaðurinn og litaðist um til þess að
stinga upp á einhverju. Augu hans stað-
næmdust við fjöllin, sem rétt aðeins var
hægt að greina gegnum rúðurnar. „Ég
legg fram tuttugu dollara á móti reiðferð
yfir fjöllin þarna. Ég gizka á, að það séu
um tuttugu kílómetrar. Tuttugu dollarar
eru ekki mikið á móti því.“
„Nei, áreiðanlega ekki. Þetta er hjákát-
leg uppástunga, en ég fellst á hana. Það
er að segja, ég hef engan hest,“ sagði Tom
brosandi.
„Þú getur fengið einn af mínum að
láni,“ sagði hinn kæruleysislega.
Tom velti uppástungunni fyrir sér og
hristi því næst höfuðið. „Þú vilt leggja
fram tuttugu dollara á mói reiðferð yfir
fjöllin — á þínum eigin hesti.“ Hann skelli-
hló að fjarstæðunni í hugsuninni.
„Mér stendur rétt á sama, um hvað við
spilum, þetta býð ég bara til þess að geta
haldið áfram að spila,“ sagði hann gremju-
lega. „Gengurðu að þessu eða ekki?“
..Auðvitað geng ég að þessu,“ sagði Tom.
„Ef þú hefur ráð á því að lána hestinn
þinn til þessa, þá hef ég líka ráð á því
að ríða þennan vegarspotta. Ég hef nægj-
anlegan tíma. Það er það eina, sem ég hef.“
Að sjálfsögðu hlaut eitthvað að liggja
á bak við svona heimskulega uppástungu.
Tom hallaði sér aftur á bak í stólnum og
virti fyrir sér andlit mótspilarans. Hann
gat ekki gert sér grein fyrir, hvað það
var, sem undir lá. Hvers vegna skyldi
þessi maður hafa ginnt hann til að spila
peningaspil, vinna alla peningana hans og
stinga því næst upp á öðru eins og þessu ?
Hvað lá á bak við þetta?
„Hvernig viltu nú ganga úr skugga um,
hvort ég hafi riðið alla leið þangað, ef ég
tapa?“ spurði hann.
„Þegar þú ert kominn þangað upp —
við skulum segja upp á tindinn á Samsons-
fjallinu, þá getur þú tendrað bál, sem er
nógu stórt til þess að sjá það héðan úr
borginni."
„Nú, þama lá hundurinn grafinn. Tom
átti að ríða upp á tindinn á þessu fjalli
og tendra bál. Já, já, það gat engin áhætta
verið fólgin í því. Hann velti því fyrir sér
eitt augnablik.
„Ágætt, sagði hann svo. „Ég skal ganga
að tilboðinu."
16
HEIMILISBLAÐIÐ