Heimilisblaðið - 01.01.1977, Síða 18
verse hest með hinu fullkomnasta bygg-
ingarlagi. Aldrei hafði hann séð jafn dá-
samlegt dýr og þetta, jafnvel ekki meðal
hinna hreinræktuðu kynbótahesta á bú-
garði föður síns. Meira að segja hafði
hann aldrei á ævi sinni séð svona falleg-
an lit. Dökkbrúnn með svartar dröfnur.
Hin þögula hrifning hans var rofin, þeg-
ar maðurinn, sem. sjálfur stóð og starði
á hestinn með ljómandi augum, ávarpaði
hann:
„Jæja, hvað segirðu um þennan hest?
Heldurðu, að hann lofti þér ekki þennan
vegarspotta fram og aftur?“
„Lánaðu mér vasaljósið," sagði Tom.
Hann reif það úr hendinni á þeim halta
og lét ljósið líða yfir líkama dýrsins, þuml-
ung eftir þumlung. Hinn dásamlegi rauð-
brúni litur með svörtu dröfnunum glitr-
aði eins og rauðagull í skæru ljósinu. Að
lokum gekk Tom eitt skref aftur á bak
og hristi höfuðið.
„Ég get ekkert séð,“ sagði hann.
„Hvað geturðu ekki séð?“ spurði mað-
urinn hranalega.
„Eg get ekkert séð, sem hægt er að setja
út á hann. Hvað viltu selja þennan hest
fyrir mikið?“
„Hann er alls ekki til sölu,“ sagði spila-
maðurinn. „Ég . . . ég mundi miklu heldur
gefa hann en selja.“
Tom Converse sagði ekki meira, held-
ur tók hann fallega hnakkinn, sem var
miklu léttari en venj ulegir ' hnakkar og
greinilega eftir mann, sem var snillingur í
faginu, og sveiflaði honum á hrygg hestins.
Augnabliki síðar var hann kominn á bak.
„Það er dálítið, sem mig langar til að
spyrja um,“ sagði Tom. „Hvernig er hest-
urinn kominn hingað?“
„Líttu upp!“ sagði sá halti.
Tom lyfti höfðinu. Hengiflugið gnæfði
við himin í myrkrinu yfir höfði hans eins
og ógnandi veggur.
„Ég reið honum niður þessa leið,“ sagði
spilamaðurinn hugsandi.
18
Tom skildi undir eins, að þetta var
sannleikur, og það fólst einnig eitthvað
í svarinu, sem gaf honum í skyn, að það
væri engin venjuleg reiðferð, sem hann
nú var að takast á hendur. Halti maður-
inn mundi áreiðanlega ekki trúa ókunn-
um manni fyrir hesti sínum, nema hann
hefði alveg sérstakar ástæður til þess.
Hérna var leyndarmál, sem var vel þess
vert að grafast fyrir rætumar á.
„Hvað heitir hann?“ spurði Tom.
„Fyrsta nafninu, sem þér dettur í hug.
Það skiptir engu máli.“
„Jæja,“ sagði Tom eftir stutta þögn.
„Ég skal hafa bálið svo stórt, að þú kom-
ist ekki hjá því að sjá það. Og vertu nú
sæll á meðan.“
Hann ætlaði að halda á stað, en í sömu
svifum hljóp halti maðurinn fram og vafði
báðum handleggjunum um hálsinn á hest-
inum. Tom Converse heyrðist maðurinn
andvarpa. Svo gekk hann aftur á bak,
slökkti á vasaljósinu, og hulinn niðamyrkri
næturinnar hélt Tom á stað, veltandi fyrir
sér, hvað bálið á tindi Samson-fjallsins
ætti eiginlega að tákna. Eitt var hann
þó alveg viss um. Það var ekkert gaman,
þetta, sem hann hafði tekizt á hendur.
VII.
Bálit) á fjallstindinum.
1 tvö ár hafði Sylvía Rann ekkert heyrt
frá manninum, sem hún hafði kynnzt und-
ir nafninu Skugginn. En ekki hafði sá
dagur liðið, að hann kæmi henni ekki í
hug. Vitundin um það, að hann skyldi
halda sig svikinn í tryggðum af henni,
kvaldi hana hræðilega og varpaði á hann
píslarvættisljóma, sem varð ennþá bjart-
ari á bakgrunni þeirra glæpaverka, sem
honum var kennt um. Hún talaði aldrei
um hann við nokkurn mann, en sú stað-
reynd ein, að hún skyldi allt af finna sér
einhverja átyllu til þess að draga sig í
hlé, þegar glæpaverk hans bar á góma,
var nægjanleg til þess að gera mönnum
HEIMILISBLAÐIÐ