Heimilisblaðið - 01.01.1977, Síða 19
ljóst samhengið. Enginn, ekki einu sinni
fósturforeldrar hennar, álösuðu henni fyr-
ir þetta, enda þótt auðvelt væri að geta
sér til um áhyggjur þeirra, þó ekki væri
nema á svipnum einum.
Það versta af öllu var, að Benn upp-
eldisbróðir hennar, einkabarn Plummers,
skyldi í hinni blindu tilbeiðslu sinni á
Sylvíu hafa gert hetju hennar að sinni
fyrirmynd. 1 hrifningu æskuáranna á hin-
um dæmafáu afrekum þessa afbrotamanns
hafði hann gert örlagaríkt afglap, sem
hafði þær afleiðingar í för með sér, að
hann sat nú í fangelsinu í Carlton, hand-
tekinn fyrir innbrot og tilraun til þess
að brjóta upp peningaskáp. Sorg foreldr-
anna var engin takmörk sett, og það var
ómögulegt annað, en Sylvía hlyti að finna
til hinnar þögulu örvinglunar þeirra og
ásökunar í hennar garð.
Um kvöldið, sem Tom Converse tókst
á hendur hina einkennilegu reiðferð sína
til Samson-fjallsins, sat hún niðursokkin
í dapurlegar hugleiðingar við gluggann í
litla herberginu sínu og starði út í myrkr-
ið. Hugsanir hennar hvörfluðu eins og oft
áður til Skuggans — ekki vegna róman-
tískra draumóra, heldur vegna þess, að
hann var einasti maðurinn, sem hún gat
hugsað sér að leita hjálpar hjá, og sem
fær var um að hjálpa. Hann, sem gat
framkvæmt hið ótrúlegasta, hugrakkur og
fífldjarfur sem hann var, mundi einnig
geta náð Benn út úr fangelsinu, og hver
svo sem hann var, og hvað svo sem hann
var, þá vissi hún, að hún mundi fylgja
honum til enda veraldarinnar, ef hann
gerði þessa þrekraun fyrir hana.
Og allt í einu, eins og það væri svar við
hinni þögulu áköllun hennar, glitraði ljós
í myrkrinu langt, langt í burtu. Glampi
þess dró að sér athygli hennar, og í fyrst-
unni hélt hún, að þetta væri stjarna. En
á fáeinum sekúndum var hún orðin sann-
færð um misgrip sín. Ljósdepillinn stækk-
aði og breytti um lögun. Hann óx að styrk-
leika og breiddist út eins og lýsandi blóm,
sem breiðir úr krónu sinni. Henni varð
ljóst, að þetta hlyti að vera bál, sem tendr-
að hafði verið uppi á fjöllunum.
Vegna daglegra ferðalaga sinna og að-
dáunar á náttúruríkinu hafði Sylvía van-
izt á að brjóta heilann um það, sem fyrir
augun bar. Hún var undrandi yfir því,
hve bálið var skært og greinilegt. Þetta
hlaut að vera fremur stórt bál, og hinn
skæri ljómi benti á, að því hlyti að vera
komið fyrir á áberandi stað, ef til vill á
tindi einhvers fjallsins.
Fyrst nú datt henni í hug, hvers konar
bál þetta væri. Oft hafði hún setið við
gluggann sinn í rökkrinu og starað til
fjallanna. Ósjálfrátt höfðu augu hennar
hvarflað til Samson-fjallsins, því að á
tindi þess ætlaði Skugginn að tendra bál
sitt, svo að allir menn í héraðinu gætu
vitað, að hann væri kominn aftur, reiðu-
búinn að hefna sín.
Nú var bálið tendrað. Það var stríðs-
yfirlýsing til fjandmanna hans. En Sylvía
hugsaði aðeins um það, hvaða þýðingu
bálið hafði fyrir hana. Hann var kominn
aftur, nógu snemma til þess að hjálpa
henni í þrengingunum.
Allt í einu heltók ofboðsleg hræðsla
hana. Hún hafði oft heyrt mennina í hér-
aðinu tala um, hvað gerast mundi þann
dag, sem Skugginn kæmi aftur. Eldurinn,
er hann tendraði sem ógnun til annarra,
átti að verða vísbendingin um ósigur sjálfs
hans. Þeir ætluðu að þyrpast saman, hver
einasti maður, sem valdið gat riffli eða
skammbyssu, og umkringja fjallið, svo að
ómögulegt yrði fyrir hann að komast
undan.
Sylvía vissi, að ráðagerðin um þessa
sviplegu aðkomu hafði verið gerð, og að
henni mundi verða framfylgt út í yztu
æsar. Hún mátti til með að vara hann við
þeirri hættu, sem hann var í.
En hafði hún tíma til þess? Fjöldi fólks
hlaut að hafa komið auga á bálið. Fréttin
HEIMILISBLAÐIÐ
19