Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 20
flaug nú frá manni til manns. Ef til vill
voru fjandmenn hans þegar á leið til fjalls-
ins. Mundi henni heppnazt að verða á
undan þeim?
Hún hugsaði ekki meira um spurning-
una, heldur um það, hvernig bezt væri
fyrir hana að snúa sér í málinu. Þetta
var meira en fimmtán kílómetra reið —
væri hin venjulega leið farin. En hún
þekkti styttri leið, sem mundi spara henni
að minnsta kosti fimm kílómetra. Miklu
hættulegra var að ríða þessa leið í myrkr-
inu, en hún mundi ná takmarkinu miklu
fyrr, ef hún færi hana.
Varlega opnaði hún dyrnar og hlust-
aði. Niðri í dagstofunni heyrði hún ein-
hverja tala saman. Hljómur raddanna
barst þangað upp til hennar eins og lágt
hvísl. Hún vissi, að gestur var hjá upp-
eldisföðumum. Sheriffinn, Algie gamli
Thomas, var í heimsókn. Það var framtíð
Benns, sem þeir nú voru að tala um.
Slyvíu gekk ágætlega niður stigann og
út úr húsinu. En hér varð nýr erfiðleiki
á vegi hennar. Hesthúsið var svo nálægt
íbúðarhúsinu, að ógerningur yrði fyrir
hana að ná hestinum út, án þess að til
hennar heyrðist. Uppeldisfaðirinn mundi
koma út, hið glögga auga hans mundi
strax uppgötva bálið, og hann mundi ekki
verða lengi að geta sér til, hvað hún hefði
í hyggju.
Hún hafði heyrt eitthvert hljóð að baki
sér í myrkrinu. Hún leit undir eins við.
Það var frís í hesti. Hesti Algies gamla!
í einu vetfangi var Sylvía komin til dýrs-
ins. Þetta var gullfallegur, apalgrár hest-
ur, sem var jafn vel þekktur í héraðinu og
eigandi hans. Brosi brá fyrir á andliti
Sylvíu. Hesturinn stóð með fullum reið-
týgjum, tilbúinn að taka á móti reiðmann-
inum.
Hún hugsaði sig ekki um eina sekúndu.
I skyndi ætlaðist hún á um ístaðsólarnar,
stytti dálítið í þeim, og á næsta augna-
bliki sat hún í söðlinum.
Hægt og varlega lét hún hestinn brokka
yfir mjúka jörðina, og fyrst þegar hún
var svo langt burt frá húsinu, að hún
þóttist viss um, að ekki yrði tekið eftir
sér, herti hún á hestinum. Hún stefndi
suður á bóginn — í beinustu leið til f jalls-
ins. Bálið ljómaði ögrandi, og frá tindi
sínum bauð það byrginn sérhverri hættu,
sem leyndist í myrkrinu við rætur fjalls-
ins.
VIII.
Sheriffinn —/ Sheriffinn —/
Hinir ferlegu hamrar Saipson-fj allsins
gnæfðu hátt við næturhimininn. I myrkr-
inu fannst Tom Converse fjallið ófært yf-
irferðar. En hann hafði farið þarna fram
hjá þennan sama dag og tekið eftir ein-
stigi, sem lá í ótal hlykkjum upp fjalls-
hlíðina og upp á tindinn.
Eftir tvær klukkustundir ætti hann að
vera kominn þangað upp. En engu að síður
liðu tvær og hálf klukkustund áður en
hann staðnæmdist á staðnum, sem var
takmark þessa glæfralega ferðalags hans.
Honum hafði samt ekki fundizt tíminn
vera lengi að líða. Hvað eftir annað varð
hann að dázt að þolinmæði þeirri og fót-
vissu, sem hesturinn, sem hann reið, sýndi
á þessu ferðalagi. Hann gleymdi algerlega
hinum sérkennilegu kringumstæðum, sem
orðið höfðu til þess, að hann lagði út í
þessa næturferð. Það var ekki fyrr en
hann var kominn efst upp á tindinn, að
honum kom til hugar, að einhver hætta
gæti verið bundin við þetta leyndardóms-
fulla ferðalag.
Drykklanga stund stóð hann grafkyrr
á tindinum og hlustaði. En það var ekkert
að sjá, nema hæðardrögin fyrir neðan,
sem voru eins og tröllauknar, draugaleg-
ar, storknandi bárur á bak við hann og
til beggja handa, og svo einstaka ljós í
námaborginni neðst í dalnum, þaðan sem
hann var kominn.
Hvar var halti maðurinn á þessu augna-
20
HEIMILISBLAÐIÐ