Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 21
bliki? Skyldi hann sitja við glug-gann í
gistihúsinu með olnbogana hvílandi í
gluggakistunni og stara eftirvæntingar-
fullum augum upp á tindinn á Samson-
fjallinu og segja þar gleiðgosalega frá,
hvernig hann væri að leika sér með þenn-
an ókunnuga græningja?
Tom Converse fannst einhvern veginn,
að fyrri ágizkunin væri sú rétta. Og svo
byrjaði hann á verki sínu. Hann snaraðist
úr hnakknum og tók fram litla handexi,
sem halti maðurinn hafði fengið honum.
Með henni hjó hann niður fjöldann allan
af furugreinum og raðaði þeim upp lag
eftir lag, unz kominn var hár pýramídi.
Inn í köstinn og við hom hans hrúgaði
hann upp þurrum sprekum og lagði því
næst lauf ofan á allt saman. Þegar þessu
var lokið, gnæfði bálkösturinn tuttugu fet
í loft upp.
Fyrst þegar kösturinn var orðinn þetta
hár, kveikti hann í sprekunum í hornun-
um. Eldurinn æstist strax í viðarkvoðu-
ríkar greinarnar, það snarkaoi í furunál-
unum, og eldstólpa lagði upp gegnum köst-
inn. Augnabliki síðar læstust langar eld-
tungur út í draugalegan næturhimininn.
Tom Converse gekk aftur á bak, ánægð-
ur eins og barn yfir hitanum og hinni dá-
samlegu sýn, þegar eldtungurnar dönsuðu
fram og aftur. Svo teygði hann fram höf-
uðið til þess að gægjast niður í byggðina,
eins og hann byggist við að sjá, hvaða
áhrif þetta eldmerki hefði á íbúana þarna
niðri, þar sem ljósin voru slökkt í glugg-
unum eitt eftir annað, um leið og menn
tóku á sig náðir.
Það leið ekki á löngu, þar til hann sér
til mikillar undrunar sá, að bálið hafði
haft sín áhrif. Fyrst var kveikt Ijós í
f j ölda glugga á næstu húsunum, og nokkr-
um augnablikum seinna, einmitt þegar bál-
ið logaði sem. skærast, kom Ijós í hvem
gluggann á fætur öðrum, þangað til sveit-
in var eins og ljóshaf niðri í dalnum.
Það var engu líkara en öll sveitin hefði
vaknað, og Tom Converse fannst næstum
því, að hann heyrði undrunaróp manna og
kvenna, sem þyrptust saman fyrir utan
húsdyrnar meðan þau voru að klæða sig,
til þess síðan að þjóta út og vekja ná-
grannana og benda þeim á bálið á fjalls-
tindinum.
Hve nákvæmlega þetta svaraði til raun-
veruleikans, renndi Tom ekki hinn minnsta
grun í. Hann færði sig dálítið út úr hit-
anum af bálinu og reyndi blístursmerkið,
sem halti spilamaðurinn hafði notað, þeg-
ar hann kallaði á hestinn sinn.
Þegar Tom Converse hafði endurtekið
blístursmerkið mjög nákvæmlega, var hon-
um svarað með mjög lágu frísi, og dásam-
legi hesturinn kom í ljós í hinni skæru
birtu af bálinu og staðnæmdist við hlið-
ina á honum. Tom klappaði hestinum á
hálsinn og gladdist yfir hinu silkimjúka
háralagi, en allan tímann hafði hann þó
vakandi auga á Ijósunum, sem í sífellu
héldu áfram að bætast í ljósadýrðina við
rætur fjallsins.
Var bálið ef til vill merki til félaga halta
mannsins einhvers staðar langt í burtu?
Ef svo skyldi vera, hvers vegna ruku þá
allir íbúarnir í nágrenninu upp til handa
og fóta, þegar þeir sáu bálið ?
Hvernig svo sem í þessu lá — jafnvel
þótt þeir sendu mann upp til þess að spyrja
hvað þetta bál ætti að þýða, gat enginn
komist þangað upp á minna en hálfum
öðrum klukkutíma. Hann fór sér því að
engu óðslega.
Hve lengi hann stóð þarna, var hann
ekki viss um, því að hann var sokkinn
niður í þessa vakandi draumóra, sem ef
til vill veita okkur sæluríkustu stundirn-
ar í lífi okkar. En hann var vakinn
óþyrmilega af þessum draumum.
Allt í einu heyrði hann rétt hjá sér
eithvert krafsandi hljóð, eins og í hesti,
sem væri að koma upp brekkuna, ekki úr
þeirri átt, sem hann hafði komið, heldur
úr þeirri gagnstæðu.
HEIMILISBLAÐIÐ
21