Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 23

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 23
aðeins mikinn fjölda af mönnum, sem stefndi í átt ;ina til hans. Svo þétt riðu þeir, að hann sá fram á, að ógerning-ur yrði að reyna að brjótast í gegnum raðir þeirra. Og þó var það sú einasta útgönguleið, sem komið gat til greina. Hann hélt á skammbyssunni í hönd- inni. Hann sagði við sjálfan sig, að ef hann notaði hana, þá væri það í rétt- mætri nauðvörn. Þessir vitstola menn mundu ekki gefa honum tíma til að út- skýra málið. Hesturinn, sem hann reið, gerði sér auð- sjáanlega fulla grein fyrir hættunni, sem þeir voru í. Hann stóð alveg hreyfingar- laus, og Tom gat ekki einu sinni heyrt andardrátt hans. Reiðmennirnir voru í þann veginn að komast að honum, þegar óvænt atvik bar að höndum. Út úr myrkrinu hinum megin við troðn- inginn kom apalgrár hestur. Undrunar- hróp heyrðust frá mönnunum í þyrping- unni, en veran á apalgráa hestinum lyfti undir eins upp hendinni og hrópaði: „Þessa leið — þessa leið!“ Tom Converse var ekki ljóst, hvort þetta var karlmanns- eða kvenmannsrödd. Hann gat heldur ekki séð, hvað gerðist, en hon- um skildist af hljóðinu, að reiðmennirnir sneru við. „Sheriffinn — — Algie gamli!" heyrði hann undrandi raddir segja. Marrið í reiðtýgjunum og frýs og rugl- ingslegt fótatak hestanna flutti Tom heim sanninn um það, að mennirnir væru að snúa við, til þess að halda í gagnstæða átt. Tom Converse fór varlega fram úr fylgsni sínu. Hann kom nógu snemma til að sjá reiðmannahópinn fara út af stígn- um og þeysast þvert yfir slétta brekkuna. Vegurinn var honum frjáls. Þegar Tom Converse var kominn nið- ur að rótum fjallsins og þeysti af stað, hulinn myrkrinu, nam reiðmannahópur staðar hinum megin við Samsonfjallið og þyrptist kringum veruna á apalgráa hest- inum. 1 stað hrukkóttrar og veðurbarinnar ásjónu Algie gamla sáu þeir ungt stúlku- andlit — andlit með stór og dökk augu og tindrandi varir. IX. Tom Converse vekur skelfimju, Hefði dökkbrúni hesturinn ekki verið jafn ágætur og hann var, hefði Tom Con- verse aldrei sloppið lifandi frá fjallinu, sem allt í einu virtist vera orðið kvikt undir fótum hans. Stúlkan á apalgráa hest- inum hafði bjargað honum, þegar hættan var næst, en einnig við rætur fjallsins úði allt og grúði af mönnum, sem hegð- uðu sér eins og þeir væru vitstola, hróp- uðu og skutu. Skýringin varð honum ljós, þegar hann á þeysireið jók fjarlægðina milli sín og Samson-fjallsins. Allir þessir menn komu ekki frá námaborginni, heldur höfðu þeir líka þust að frá hinum mörgu smáþorp- um og einmanalegu smákofum, sem mikið var af allt þarna í kring. Bálið á fjalls- tindinum hafði verið merkið, sem kallaði þá hingað. En það gilti einu, hvaðan þeir komu, að baki honum létu þeir eins og glorhungr- aður úlfahópur. Þeir höfðu hafið banvæna skothríð hvað eftir annað, og aðeins myrkrið og hrein heppni höfðu frelsað hann undan kúlnaregninu. Hávaðinn af köllunum dó út í fjarska að baki honum, og hann hægði á hest- inum og lét hann aðeins brokka, en þrátt fyrir það var Tom borinn hraðara yfir landið en hann nokkru sinni áður hafði riðið. Nú hafði hann tíma til að hugsa, og hann hafði sannarlega nóg til að brjóta heilann um. Hvað var það, sem þeir höfðu hrópað á eftir honum? „Það er hann! Skjótið hann! Drepið hann bara! Drepið þið mannfjandann, úr HEIMILISBLAÐIÐ 23

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.