Heimilisblaðið - 01.01.1977, Qupperneq 24
því við höfum hann í greipum okkar! Nú
eða aldrei!“
1 eyrum Tom Converse hafði þetta lát-
ið sem hróp vitskertra manna. Þeir veitt-
ust að honum, ekki eins og veitzt er að
hættulegum óvini, heldur eins og ættu þeir
í höggi við baneitraða eldspúandi ófreskju,
sem þeir væru svo hræddir við, að þeir
skytu hana niður miskunnarlaust og án
nokkurrar umhugsunar.
Hvað hafði hann gert af sér í náma-
bænum, sem orsakað gat þessa heiftúðugu
reiði gegn honum? Tveir þrjótar höfðu
verið að erta hann, hann hafði slegið þá
niður, þótt bæði væru þeir stærri og sterk-
ari en hann. Af hans hálfu hafði það að-
eins verið heiðarlegur bardagi. Skyldi ann-
arhvor þeirra hafa dáið vegna þeirrar
meðferðar, sem hann hafði orðið fyrir,
og hinir nú safnast saman til að hefna
hans?
Nei, það var óhugsandi. Það var bálið,
sem kallað hafði þá hingað, og bálið var
gildra, sem slugni spilamaðurinn hafði lagt
fyrir hann og ginnt hann í. Þess vegna
hafði það líka verið, að maðurinn með
gulleita andlitið hafði faðmað að sér hest-
inn sinn og kvatt hann svona innilega —
hann hafði vitað, að hesturinn kæmist
varla lifandi úr þessari ferð.
Tom hélt látlaust áfram, og við sólar-
upprás kom hann til lítils fjallaþorps.
Fólkið í þorpinu var í þann veginn að
komast á fætur. Það var nú ekki nema
til bóta, hugsaði Tom, þá gat hann fengið
tækifæri til að spyrjast dálítið fyrir, áður
en hann fyndi gistihús og svefnherbergi
til að hvíla sig dálítið. Hann veifaði til
axlabreiðs, ungs manns, á aldri við hann
sjálfan.
„Halló!“ kallaði Tom Converse. „Hvar
er gistihúsið?"
„Gistihúsið ?“ át ungi maðurinn eftir.
Þegar hann leit við og sá manninn á hest-
inum, tók andlit hans miklum breyting-
um. Það varð í senn spyrjandi og heimsku-
lega glápandi. Hann missti brennibútana
úr höndum sér og hann ætlaði að rétta
upp báðar hendurnar. Það var með mestu
harmkvælum að hann gat stamað upp:
„Gistihúsið — beint niður götuna!“
Og í skyndi laut hann niður aftur og
tók að fást við brennið, en svo mikið var
fátið á honum að hann missti bútana úr
höndum sér jafnóðum og hann náði í þá.
„Vesalings auminginn,“ sagði Tom Con-
verse meðaumkunarfullur. „Það er merki-
legt, að ég skyldi ekki strax sjá það á
honum.“
Hann reið áfram og fann gistihúsið við
næstu beygju á götunni. Hann fór með
hestinn bak við húsið og inn í hesthúsið.
Enginn var kominn á fætur svona snemma,
svo að Tom gaf honum sjálfur hey og
vatn og tók af honum hnakkinn. Svo gekk
hann til gistihússins og inn í veitingastof-
una. Þegar hann var seztur við borð eitt,
mundi hann eftir því, að hann hafði enga
peninga til að borga með. En það hafði
ekki svo mikið að segja. Hann ætlaði að
borga reikning sinn, þegar hann færi frá
gistihúsinu, og áður mundi honum ein-
hvern veginn takast að útvega sér nokkra
dollara.
Nú tóku að streyma að gestir. Það voru
stórir og sterklegir menn, og þeir heils-
uðu honum allir glaðlega.
Tom Converse, sem varð því reiðari,
því meir, sem hann hugsaði um nætur-
ævintýri sitt, stóðst freistinguna að segja
þeim fyrsta, sem hann sá, frá öllu sam-
an. Honum var fullkomlega ljóst, að það
væri algerlega vonlaust. Þótt það svo væri
hans bezti vinur, sem hann segði þetta,
væri til of mikils mælzt, að hann tryði
sögunni um bálið á fjallstindinum og vit-
skertu ræningjana, sem höfðu skotið á
hann, án þess að gefa honum tækifæri til
að útskýra málið.
I stað þess byrjaði hann á morgunverði
sínum, stórum skammti af svínskjöti og
eggjum og miklu af kaffi. Þegar máltíðin
24
HEIMILISBLAÐIÐ