Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 25
stóð sem hæzt, kom strákur þjótandi inn.
Hann stóð á öndinni af ákafa.
„Pabbi — pabbi!“ stundi hann upp og
þaut til digra mannsins bak við veitinga-
borðið. „Það er hestur inni í hesthúsinu.
Sá ... sá ...“
„Dragðu andann, drengur," sagði fað-
irinn og svolgraði í sig rjúkandi kaffið úr
kollu sinni. „Dragðu andann og reyndu
aftur.“
„Dö-dö-dökkbrúnn hestur me-me-með
svartar drö-drö-dröfnur, eins — eins
og ...“
„Hvað segirðu?" Maðurinn kipptist við.
Hver einasti maður í veitingastofunni
var hættur að tyggja.
„Það er hesturinn minn,“ sagði Tom
Converse. „Er nokkuð athugavert við
hann?“
I einni svipan beindist allra augu að
honum. Tom Converse fannst, að hin
mörgu augu, sem á hann störðu, yrðu í
sífellu stærri og stærri.
„Er það — e-e-er það þinn hestur?“
stamaði strákurinn, og Tom sá, að svipur
hans var jafnheimskulega glápandi og á
unga manninum, sem hann hafði talað við
úti á götunni.
Tom kinkaði kolli og hélt áfram að borða
mat sinn. Var þetta þorp, sem hann hafði
lent í, fullt af fíflum?
Allt í einu veitti hann því eftirtekt, að
hendurnar á manni einum, sem sat við
borðið beint fyrir framan hann, hristust
svo mikið, að kaffið skvettist niður, þeg-
ar hann bar bollann upp að munninum.
Tom leit upp og tók eftir því, að í aug-
um mannsins var þessi sami glápandi
heimskingjasvipur.
Nei, það var ekki heimskingjasvipur.
Það var hin tryllta og taumlausa, lam-
andi skelfing í eigin mynd.
X.
Dularfullt bréf.
Tom var einkennilega innanbrjósts, þeg-
ar hann lauk við morgunverð sinn. Hvern-
ig stóð á því að menn voru sem skelfingu
lostnir, þegar þeir komu auga á hann?
Nei, það var ekki hann, sem þessu olli,
heldur hesturinn.
Það var bezt að sofa þetta allt úr sér.
Hann stóð á fætur; þegar hann var búinn
og gekk fram í veitingastofuna, en þar
var nú orðið einkennilega þögult. Gestirn-
ir gutu til hans augunum í mesta pukri,
eins og væru þeir hræddir um að hann
mundi ráðast á þá, ef þeir litu á hann.
Tom gekk til veitingamannsins.
„Ég vildi gjarnan fá herbergi," sagði
hann. „Er það ekki hægt?“
Digri veitingamaðurinn stóð á öndinni
og það hljómaði eins og andvarp um sal-
inn.
„Tala ég ekki nógu greinilega?“ spurði
Tom gramur. ,}Ég vildi gjarnan fá her-
bergi.“
Veitingamaðurinn vætti hinar blóðlausu
varir sínar.
„Sjálfsagt," sagði hann. „Auðvitað get-
ið þér fengið herbergi, úr því að þér viljið
fá herbergi.“
Hann ýtti stólnum sínum hægt aftur á
bak.
„Það liggur ekkert á,“ sagði Tom. ,,Þér
þurfið ekkert að flýta yður. Ljúkið þér
bara við að borða. Ég get vel beðið, þó að
ég sé syfjaður.“
Digri maðurinn leit undrandi upp, og
Tom Converse fannst, að hræðslusvipurinn
á andliti hans yrði enn þá meiri.
„Ég skal láta fara eins vel um yður og
frekast er unnt,“ sagði hann. ^Ég skal
koma undir eins.“ 1 einu vetfangi var hann
staðinn á fætur.
„Ég hef nú frekar lítið af peningum á
mér,“ sagði Tom hreinskilnislega. „Ég
verð að skima dálítið um, áður en ég get
fengið peninga til að borga yður með.“
„Peninga?" át maðurinn eftir með upp-
gerðarbrosi. ;,Þér þrufið ekki að borga
peninga hérna.“
HEIMILISBLAÐIÐ
25