Heimilisblaðið - 01.01.1977, Blaðsíða 27
Það var steinn, sem pappírsmiða var vafið
utan um.
Hann tók hann upp og’ vafði pappírnum
varlega utan af. Þá sá hann, að á innan-
verðan pappírinn var þéttskrifað með
smárri og greinilegri kvenmannshönd.
Það var hvorki ávarp né undirskrift,
en aðeins þetta:
„Mér er fulllcomlega Ijóst, að þú kærir
þig kollóttan bæði um sjálfan þig og mig.
Annars hefðir þú alls ekki hafzt jafn-
heimskulega að. Þú heldur ef til vill ekki,
að það sé alvara• en það er það samt. Þú
heldur, að þú getir sloppið úr greipum
fólksins í Wentworth eins og alls staðar
annars staðar, en það getur þú ekki. Það
hefur kallað á hjálp. Fyrir klukkutíma
síðan kom Algie Thomas frá námaborg-
inni. Þeir hafa umkringt gistihúsið. Guð
einn veit, hvernig ég kem þessu bréfi til
þín, nema mér heppnist að henda því inn
um gluggann, og Guð einn veit, hvers
vegna ég skrifa það.
Ef þetta á að þýða, að allt sé um garð
gengið, finnst mér, að þú verðir að vita,
hvað þú hefur á samvizkunni. Eg efast
ekki um, að bak þitt sé nógu breitt til að
bera þessa byrði. Ef til vill hlærðu aðeins
að því. En ég vil, að þú fáir að vita, að
Benn, sem alltuf hefur litið upp til mín,
hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að eitt-
hvað gott hljóti í þér að vera, og að verk
þín séu verjanleg, eingöngu af því að þú
annt mér. — Hann tók þess vegna að dázt
að þér og dýrka þig, sem hetju si'na —
hann er ekki nema unglingur ennþá. Hann
ákvað að fremja hetjudáð, svo að þú veitt-
ir honum eftirtekt og gerðir hann. ef til
vill, að félaga þínum. Hann hefur oft tal-
að um það við mig, en ég tók það bara
sem bamaskap, eins og það er.
En einn morgun fengum við að vita, að
sprengdur hefði verið upp peningaskápur
hjá kaupmanni einum í grenndinni og
Benn væri grunaður um að hafa gert
HEIMILISBIAÐIÐ
það. Um dádegið komu fregnir um, að
hann hefði verið sigraður í bardaga, þar
sem hann særði tvo af þeim mönnum, sem
á hann réðust.
Ef til vill veiztu allt þetta og kærir þig
kollóttan. En ég segi þér, að ef Benn^ sem
nú situr í Carlton-fangelsinu, verður sett-
ur i þrælkunarvinmi, þá er það að lang-
mestu leyti þér að kenna.
Ef þú aðeins gætir gert eitthvað til að
hjálpa honum. Faðir hans lítur á mig á
hverjum degi, og þótt hann segi ekkert,
þá veit ég samt, að hann álítur það mina
sök, af því að ég þekkti þig og þú vcvrst
eins og þú ert.
En hvers vegna á ég að skrifa meira? Þú
ert, ef til vill, þegar farinn að brosa. Bara
að mér mætti takast að vita vissu mína
um, hvort þú hefur hjarta■ eða hvort kalt
blóð rennur í æðum þínum.
Vertu sæll, og Guð varðveiti þig og mig
og Benn. Mér finnst einhvem veginn, að
úti sé um okkur öll.“
Tom Converse hneig niður á rúmbrík-
ina og þrýsti krepptum hnefunum að enn-
inu.
„Hvað þýðir þetta allt?“ sagði hann.
„Benn í fangelsi, af því að hann sprengdi
upp peningaskáp. 0g hann sprengdi upp
peningaskápinn, af því að ég hafði gefið
honum slæmt fordæmi! Og hérna sit ég
í þessu óláns gistihúsi, meðan allt þorp-
ið bíður þess. að ég komi út, svo að hægt
sé að senda blýkúlurnar í hausinn á mér.
Og Algie gamli Thomas er einn ..."
Hann hætti og stóð í skyndi á fætur.
„Ég er utan við mig. Ég er ekki með
öllum mjalla. Innan skamms vakna ég og
uppgötva, að mig hefur verið að dreyma
þetta allt. Hver er ég? Hver er Benn?
Og hver hefur skrifað þetta bréf ?“
Framh.
27
I