Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 29

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 29
þeir að hafast við úti á ferjunni gegn- drepa. Það reyndi mjög á kjark þeirra og þol. Og aldrei iðraðist Abe þess að hann réðst til þessarar ferðar. Nótt eina réðust á þá negrar frá syk- urrófuökrunum. Ferjan var bundin við tré, sem stóð á fljótsbakkanum. Ungu mennirnir báðir sváfu vært. Abe vaknaði við eitthvert þrusk og hvíslaði: „Allen, nú er útlitið dökkt fyrir okk- ur. Hópur af negrum er kominn hingað til að ræna okkur.“ Til þess að hræða negrana hrópaði Allen: „Komdu með byssurnar, Abe, skjótum þá!“ En ekkert hljóð barst út úr næturmyrkr- inu. „Við verðum að verjast,“ hvíslaði Abe um leið og hann stökk upp og greip sver- an og sterkan eikarstaf. Síðan hrópaði hann: „Hverjir eru þar“ Ekkert svar. „Hverjir eru þar?“ hrópaði hann eins hátt og hann gat. Nú svöruðu fleiri raddir með háðglós- um og hlátri. „Hvað viljið þið hingað, þorparar," kallaði Abe þrumandi röddu. „Hverfið samstundis á brott eða ég varpa ykkur í fljótið.” Hann ruddist fram gegn þeim og Allen var samstundis kominn við hlið hans. Harður bardagi hófst nú. „Sláðu þá í rot,“ hrópaði Abe til Allens, „annars drepa þeir okkur. Varpaðu þess- um hrakmennum í fljótið." Þung og stór högg voru reidd á alla vegu. I tíu mínútur gejrsaði harður bar- dagi. Þilfarið var blóði atað og vinimir tveir voru teknir að örvænta um að þeim tækist að bjarga lífi og eigum sínum. En loks tókst Abe að handsama einn negr- anna og kasta honum með sínum löngu, stei-ku örmum langt út í fljótið. Negrinn rak upp örvæntingarfullt óp um leið og hann hvarf í djúpið. Við þetta skelfdust hinir negrarnir og stukku í land. En nú var Abe kominn í bardagaskap og hann hrópaði: „Komdu, Allen, fylgjum þeim eftir. Gef- um þeim ekki grið!“ Og þeir fylgdu nú svörtu ræningjun- um eftir næstum kílómetra inn í skóginn og ráku upp ógurlegt öskur, til þess að negrarnir héldu, að heill flokkur manna veitti þeim eftirför. En í bardaganum höfðu ungu mennirnir tveir fengið mörg sár og rispur. Allt sitt líf bar Abe, sem minjar þessa bardaga, ör á hægri augabrún. Síðan töluðu þeir um árásina og Abe afsakaði framkomu negranna. Nú var hann orðinn rólegur. „Þrældómurinn hefur rænt þá öllu,“ sagði hann. „Þeim finnst þess vegna rétt að ræna aðra í staðinn." Þannig bar fyrst saman fundum Abra- hams og negra, að hann varð að berjast við þá til að bjarga lífi sínu. Þrjátíu og fimm árum síðar leysti hann þrældóms- hlekkina af negrunum. Á næstu árum fór Abe margar ferðir niður fljótið til New Orleans. Á þessum ferðum sínum kynntist hann því vel, hve negrunum var misþyrmt. Hann sá þá selda á uppboði á torginu, sá þá hlekkjaða með blóðrákir um líkamann eftir svipuhögg. Hjarta hans blæddi út af sjón þessari og hann hugsaði eins og ungum mönnum ber að hugsa, þegar þeir sjá grimmd og órétt framinn: „Ég óska, að ég verði þess ein- hvern tíma megnugur að hjálpa til að afnema þetta ranglæti!“ Verzlunarstjóri. Árið 1831 fluttist Thomas Lincoln og fjölskylda hans til Illinois. „Nú ert þú sjálfs þín herra, og sjálf- ráður um hvort þú verður kyrr í Indiana, HEIMILISBLAÐIÐ 29

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.