Heimilisblaðið - 01.01.1977, Síða 32
mörgum stundum. En ljós voru dýr og
olía þekktist ekki í þá daga. Hann fór
því oft til beykis, sem lofaði honum að
kveikja eld í spæni á verkstæði sínu. Hér
sat hann og las á meðan aðrir sváfu.
Óaldarflokkur.
Um þessar mundir lifðu margir land-
nemanna ósiðlegu lífi. Um það leyti sem
Abe kom til New Salem stafaði mörgum
ógn af óaldarflokki ungra manna. Margir
meðlimir flokksins voru sterkir og óbil-
gjarnir og hvern þann sem fluttist á þess-
ar slóðir vildu þeir gera að ,,meðborgara“,
sögðu þeir. En þeir höfðu einkennilega
aðferð til þess. Þeir spurðu hinn nýkomna,
hvort hann vildi hlaupa í kapp við þá,
slást við þá eða eitthvað þess konar. Og
ef aðkomumaður svaraði neitandi og bað
þá að gæta sjálfra sín skellihlógu þeir og
spurðu háðslega:
,,Hvað myndir þú gera ef við klypum
í nefið á þér eða spýttum tóbakslegi fram-
an í þig?“
Ef aðkomumenn tóku slíkum spurning-
um illa var þeim troðið ofan í tóma tunnu,
sem var látin renna niður brekkuna fyrir
utan bæinn, eða kaffærðir í fljótinu.
Stundum voru þeir reknir með háði, sparki
og barsmíðum af heilum hópi óaldar-
manna út fyrir bæinn og voru þar með
látnir vita, að þeir sómdu sér ekki á meðal
borgara þessa bæjar.
En tækju aðkomumenn hins vegar þann
kostinn að slást við einhvem af óaldar-
mönnunum fór venjulega illa fyrir þeim.
Oft voru þeir þó á eftir teknir í félag
óaldarmanna, sem urðu þá hjálpsamir
félagar þeirra.
Þessi þorparalýður hafði þó hingað til
látið Abe í friði. Ofutt sagði líka hinar
ótrúlegustu sögur um afreksverk Abes.
Það var þeim víst bezt, að gæta sín gagn-
vart þessum sterka og skynsama náunga.
En dag nokkurn kom til orðasennu milli
Ofutts og eins þorparans, sem Bill Clary
hét. Og brátt snerist deilan um Abe.
„Jack Armstrong“ — það var sterk-
asti og heimskasti meðlimur óaldarflokks-
ins — „getur slegið Abe niður jafn auð-
veldlega og drengur þekkir föður sinn,“
hrápaði Bill.
„Styðjið mig, styðjið mig,“ sagði Ofutt.
„Mér liggur við yfirliði af að hlýða á þetta
heimskulega tal. Abe getur lagt Jack á
bakið og síðan difið öllum óaldarflokki
ykkar í fljótið, áður en hann fær staðið
á fætur.“
„Ég veðja tíu dollurum um að Abe þor-
ir ekki að slást við Jack,“ hrópaði Bill.
„0, þið eruð allir saman uppblásnir
hænuungar og hugleysingjar,“ hrópaði
Ofutt fokvondur. „Abe hefur meira afl
í litla fingri sínum, en þið allir í sál ykk-
ar og skrokk til samans.“
Svo flaug fregnin um að Abe og Jack
ætluðu að slást eins og eldur í sinu um
allt byggðarlagið. Margir veðjuðu stórum
upphæðum um úrslit bardagans.
Og ekki leið á löngu áður en Abe fékk
áskorun, á meðan allur óaldarflokkurinn
stóð glottandi umhverfis hann.
„Ég vil ekki slást við Jack,“ sagði hann.
„Þá getur þú ekki búið í New Salem,“
hrópaði einn úr óaldarflokknum.
„Kannski ekki,“ sagði Abe í tón sem
þýddi: „Hvað kemur ykkur það við!“
„Við dýfum honum þá í fljótið,“ hróp-
aði þá annar.
„Hvort sem þið gerið það eða ekki,“
svaraði Abraham rólegur, „vil ég ekki
slást. Eg vil það ekki! — Hættið að rífa
og toga í mig!“
„Þú þorir það ekki — ha!“ hrópaði ein-
hver og kleip um leið í nefið á Abe.
„Gætttu þín! Nú ertu of nærgöngull.“
Abe sá að lokum að þeir myndu ekki
hætta að erta sig fyrr en hann sýndi þeim
að hann væri sterkastur.
Framh.
32
HEIMILISBLAÐIÐ