Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 33

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 33
Kalli og Palli hafa eignast stóran kíki. „Lofaðu mér að sjá, hvernig þú lítur út í honum!“ segir Kalli og horfir á Palla í kíkinum. „Uss, en hvað hann verður stór.“ „Nú má ég kíkja á þig!“ segir Palli. Og sjáum til. Kalli verður alveg eins stór. Þegar þeir halda heim á leið eru þeir roggnir með sig og reka trýnin upp í loftið. „Hvað er eiginlega að ykkur?“ spyrja dýrin. „Gætið vel að hvað þið segið við okk- ur!“ segja Kalli og Palli. „Við höfum nefnilega séð í kíkinum okkar, að við erum stærstu dýr í heimi." Kalli og Palli ætla í kappreiðar hvor á sínum úlf- alda og dýrin standa viðbúin, þegar skotlð ríður af. „Viðbúnir!" hrópar litli apinn. „Einn, tveir, ■ þrír! BANG!“ Skotið reið af og gíraffarnir þjóta af stað. Hver kemur nú fyrstur? Það lítur út fyrir að vera Kalli, því að hans gíraffi er fljótari. En hvað er nú þetta, Kalli rennur aftur eftir gíraffanum og hangir í hala hans, á meðan Palli heldur fast um hálsinn á gíraffanum sínum og klifrar lengra og lengra upp eftir honum. Þegar gíraffarnir ná markinu eru þeir hnífjafnir, en Palla er dæmdur sigur, því hann sat uppi á hálsi gíraffans, á meðan Kalli fylgdi fast eftir hangandi í halanum á sínum gíraffa.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.