Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 34

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 34
„Hvað er eiginlega að ofninum okkar? Hann ósar aldrei svona." Ó, það versnar og versnar og að lokum verður reykurinn , húsinu svo mikill, að Kalli og Palli verða að flýja út. Þegar þeim verður litið upp á reykliáfinn sjá þeir að pelíkani liggur ofan á hon- um. Svo það var ekki furða að ofninn ósaði fyrst rykurinn komst ekki upp um reykháfinn. Kalli sótti bogann sinn. „Nei,“ hrópar Palli „þú mátt ekki skjóta hann!“ „Það ætla ég heldur ekki að gera, nú skaltu sjá!“ Og hann bindur reykta síld við örina og skýtur henni fram hjá pelíkananum. Og pelíkaninn flýgur strax af reykháfnum til að ná síldinni og út kemst reykurinn upp um skorsteininn. „BANG! ... Ég hæfði,“ hrópar Kalli. Hann og Palli eru að kasta í býflugnabú. Loks dettur býflugnabúið niður og nú verða þeir að flýta sér heim, áður en býflugurnar stinga þá. Þegar þeir standa inn í stof- unni sinni og líta út sjá þeir, að garðurinn er fullur af býflugum, sem bíða eftir þvl að þeir komi út. Kalla og Palla finnst snjallræði að setja grautar- potta á höfuð sér, þegar þeir fara út i garð að tína blóm, svo býflugurnar geti ekki gert þeim mein. Þeg- ar þeir eru komnir inn til sín og hafa sett blómin í vatn fljúga tvær býflugur úr blómunum, þar sem þær höfðu falið sig, og stinga Kalla og Palla illa af því að þeir eyðilögðu búið þeirra.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.