Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 8
máski komið auga á Kristine í nágranna- garðinum. Hann framkvæmdi þetta strax og honum datt það í hug. „Sæll vertu, piltur minn,“ sagði lóss- inn. „Það er orðið langt síðan maður hef- ur fengið tækifæri til að sjá þig. En þú hefur svo sem þínu að sinna. Það er fé- legt sem maður annars heyrir um þig: Ertu að fara á fjörurnar við dóttur hans gamla Bastholms?“ „Hver segir það?“ spurði stýrimaður- inn ungi og stokkroðnaði. „Ohjæja,“ hló í gamla lóssinum. „Held- urðu að hægt sé að halda slíku leyndu í litlu plássi? Þið hafið sézt saman marg- sinnis í skemmtigarðinum. Gættu þess nú bara að sá gamli komist ekki að því. Hann er gamall og þröngsýnn skálkur.“ „Varla getur hann haft nokkuð út á mig að setja sem slíkan,“ tautaði pilturinn. „Þú heldur það ekki, ojæja,“ sagði gamli lóssinn. „Þá þekkirðu hann ekki. Sjáðu til, það eru til manngerðir sem mað- ur kallar nöldrara. 0g ef einhver skyldi spyrja þig hvað raunverulegur nöldur- seggur sé, þá skaltu svara: Það er rugl- aður karlhólkur eins og hann Bastholm gamli. Þú færð fljótt samþykki við því hér í bænum. Þó svo að kóngurinn kæmi og bæði um Krisitne fyrir hönd sonar síns með sjö kammerherra sem vitni, þá myndi Bastholm karlinn senda hann norður og niður — bara til þess að láta menn sjá, hvílíkur þrjózkuseggur og meinhorn hann er. Honum er yndi að því að rexa og blanda sér í hluti sem honum kemur ekkert við. Við höfum rifizt í tvö ár út af limviðar- girðingu hérna á milli lóðanna okkar — og ef ekki væri limgirðingin, þá myndi hann finna eitthvað annað til þess að ríf- ast út af. Því þannig er hann.“ „En við Kristine erum ásátt,“ sagði Niels. „Já, Kristine er góð stúlka,“ svaraði lóssinn. „Önnur slík eða betri fyrirfinnst ekki hér í plássi. En faðir hennar — það verður engu tauti við hann komið, þann mann. Ef hann héldi, að þú kærðir þig ekki um hana — þá myndi hann beita séi’ af öllu afli til að þvinga henni inn á þig!“ Lóssinn tottaði pípuna sína í ákafa, og reykurinn hlykkjaðist umhverfis þennan þéttvaxna öldung. Allt í einu breiddist bros yfir andlit hans það varð að hláturs- grettu, hann rak upp hóstakjöltur, sem breyttist í dillandi hlátur. „Við gætum svo sem leikið á hann,‘ sagði hann af niðurbældum stráksskap og hélt svo áfram: „Hann hefur hengi' rúmið sitt hérna rétt við gaflinn á lysti- húsinu mínu í garðinum og getur heyi’t þangað hvert orð sem sagt er þar inni- Og einmitt um þetta leyti dags er hann vanur að liggja í hengirúminu og lesa blaðið. Taktu nú eftir---------.“ 0g lóss- inn útskýrði í hverju smáatriði þá hug' mynd, sem skotið hafði upp í kolli hans- Skömmu síðar voru þeir komnir út 1 lystihúsið og setztir þar að toddydrykkju- „Jæja, piltur minn,“ mælti þá lóssinn’ „Og hvað hefurðu svo fyrir stafni um þe&S' ar mundir?“ „O, — ég læt nú hverjum degi næg.P1 sína þjáningu,“ svaraði Niels. „Maður get' ur svo margt gert sér til skemmtunar sV° að tíminn líði.“ „Hann er þarna!“ hvíslaði lóssinn. sé í hausinn á honum. Nú látum við sig^ á fullu!“ Svo sagði hann stundarhátt: ,M’ þú eltist náttúrlega við stelpurnar. gerði ég svo sem líka þegar ég var á þú1' um. aldri. Haltu því bara áfram —- e!l gættu þess að alvaran fari ekki að konk til skjalanna. Manni líður bezt svo leúíy sem maður staðfestir ekki ráð sitt, þ'n máttu treysta, piltur minn!“ „Ég hef heldur ekki liugsað mér að faJ<1 að setja upp hring fyrsta kastið,“ sVíiJ aði Niels gáskafullur. „Þó eru þær ar sem gjarnan vilja, að ég geri Þa^' Þekkirðu nokkuð til hennar Kristine, óó^ ur hans Bastholms gamla? Það er VógP H E I M I L 1 S B L A Ð I ^ 152

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.