Hljómlistin - 01.10.1912, Qupperneq 6

Hljómlistin - 01.10.1912, Qupperneq 6
4 HLJÓMLISTIN. kensluna og kauplaust húsnæði í barnaskóla- húsinu. Um haustið 1841 kvæntist hann 15. okt. Guðrúnu Sigríði, dóttur Lárusar Knudsens, kaupmanns í Reykjavík. Guðrún var fædd 15. nóv. 1818, (f 12. júli 1899). Þau áttu alls 15 börn, er ílest komust upp. Hafði Pétur því jafnan fyrir þungu heimili að sjá, og varð að verja nálega öllum vinnutíma sínum til þess að hafa ofan af fyrir sér og sínum, því hin föstu laun hans voru mikils til of lítil til þess að hann gæti lifað af þeim með konu og börnum. Hann varð því að útvega sér ýmsa aukavinnu og gaf sig þá olt við málfærslu við landsyfirréltinn, en af því leiddu skriftir miklar, sem eyddu tíma fyrir honum, svo að hann hafði oft eigi annan tima en næturnar til að vinna það, er hann hafði fyrir stafni í þarfirsöng- listarinnar. Sumarið 1846 var latínuskólinn lluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur, og var meðal annars kveðið svo á í reglugjörð skólans, að lærisveinum skyldi gefinn kostur á, að nema söng, ef þeir óskuðu þess. Hér sá Pétur að bauðst hið bezta iæri til að efla sönglistina á landi voru, því að kæmust lærisveinar skólans svo vel niður í söng- listinni, að þeir gætu að minsta kosti sung- ið rétt hin íslenzku sálmalög og hjálpast við nótnabækur til að leiðrétta sig og læra ný lög, þá var auðsælt að þeir mundu flytja lögin með sjer út um landið eins og þeir hefðu lærl þau réttast, og reyna til að kenna þau öðrum í þeirri mynd; mundi sálma- söngurinn þannig smátt og smátt lagfærast. Þetta var Pétri alt fullljóst og tókst hann því með glöðu geði á hendur, að kenna söng i latínuskólanum jafnskjótt og honum gafst kostur á því (1846), með þeirri öruggu von, að hér mundi starf hans fá mikinn og heillaríkan árangur. Hann hafði síðan þetta starf á hendi til dauðadags og lagði mjög mikla alúð við það, og sýndi mikinn lipur- leik og þolinmæði við kensluna, svo að marga furðaði a, sem annars þeklu skap hans og vissu að hann var stórgeðja og heimtaði kapp og bráðar framfarir íhverju sem menn stunduðu. En vilji hans var ein- beittur hér eins og í öðru og hann sá, að hér þurfti á lipurleik og lempni að halda, þar sCm umsfeypa átti rótgrónum vana, og hrinda burtu skemdum tilfinningum, sem frá barnæsku liöfðu þróast og edzt og fest dýpri og dýpri rætur i hjörtum manna. hann gekk liér sem annarstaðar að verki sinu með jafnlyndi og slöðuglyndi og lét engar hindranir aftra sér, hversu mörg ó- not og óþægindi sem hann fékk hjá ýmsum mönnum hæði í orði og verki, bæði við- vikjandi kirkjusöng hans og organslætti og eins að þvi, er snerti söngkensluna í skól- anum. En hann gaf slíku aldrei neinn gaum og gekk jaínan beina leið áfram og kostaði kapps um að slunda svo verk sitt, að eigi yrði með réttu að því fundið, og fyrir slíkri aðferð ldjóta jafnan allar mót- spyrnur að víkja fyr eða síðar, enda fór og svo hér. Raddirþær, sem andæptu honum, og reyndu að verða honum og starfi hans til meins, þögnuðu smátl og smált, en við og við fóru að heyrast aðrar raddir, sem tóku með fögnuði leiðbeiningum hans og færðu sér þær í nyt. Þessar raddir fjölguðu óðum og veiltu Pétri eigi all-litla gleði, reyndi hann og að lullnægja þeim sem bezt hann mátti, og að fám árum liðnum sá hann, að honum hafði tekisl að lagfæra hinar skemdu tilfinningar hinna ungu læri- sveina sinna, sem honum var jafnan svo ant um, og koma þeim til að sjá og finna hið fagra, sem hvervetna lýsir sér í söng- listinni, cn sem þeir annaðhvort þektu eigi, eða þótti jafnvel ljótt. Sýndu þeir honum fagran vott um þetta árið 1855, erþeir gáfu honum hljóðfæri (Pianoforte), til þakklætis fyrir hans ötullega og heillaríka starf. Uin þessar mundir stóð hagur hans all- vel, en um vorið 1849 varð sú breyting á, að hann varð að mestu atvinnulaus. Svo stóð á að barnaskóli sá, er hann var fyrir hafði verið kostaður af barnaskólasjóði

x

Hljómlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.