Hljómlistin - 01.10.1912, Síða 11
HLJÓMLISTIN.
9
ætla sér með ljósi náltúrlegrar skynsemi
sinnar að greina í sundur það í lærdómum
trúarinnar, sem mönnum þyki að megi og
eigi að standa, og það, sem hljóti að víkja
fyrir hinum skarpa rannsóknaranda þessara
tima. Hann trúði í barnslegri einfeldni og
þessi trú var styrkur hans í þeirri baráttu
lifsins sem hann eins og nærri má geta,
eftir skapferli hans og öðrum kringumstæð-
um, fór eigi varhluta afö1).
Það heíir nú verið sýnt hér að framan,
hversu mikinn áhuga og kapp Pétur sýndi
i því að ryðja sönglistinni braut hér á landi,
en jafnframt hefir verið reynt að gera það
Ijóst, hversu erfið lifsstaða hans var og
hversu örðugt liann þess vegna átti með að
verða að því liði sem hann óskaði. Aðal-
vinnutími hans i þarfir sönglistarinnar var
á nóttunni og er þvi ekki að furða þótt fá
rit liggi eftir hann. Prentun söngrita var
og dýr þá, ekki síður en nú og færri sem
keyptu þau. Þau rit sem prentuð eru eftir
hann eru þessi:
1. Islenzk Sálniasaungs- og Messubók
með nótum, gefin út af hinu islenzka Bók-
mentafélagi. Kmh. 1861.
2. Leiðarvisir til þekkingar á Saunglist-
inni (eftir J. Chr. Gebauers »Musikens Cate-
chismus frit efter J. C. Lobe«) islendskaður
með nokkrum breytingum, Rvík. 1870.
3. Sálmasöngs-bók með þrem roddum.
Gefin út af sonum hans. Kmh. 1878. —
Handritið að þessari bók var eigi alveg
fullgjört til prentunar þegar Pétur Guðjóns-
son dó og var þvi Einar Jónsson stud. theol,
(nú prófastur á Hofi i Vopnafirði) fenginn
til að sjá um útgáfuna, og hefir honum
tekist það prýðilega því hókin er vönduð
að öllum frágangi, enda var Einar bezti
söngfræðingur hér um þær mundir og mun
vera óhætt að segja að Pétur hafi unnað
honum mest allra lærisveina sinna
1) Hér lýkur aðallega frásögn séra Einars Jóns-
sonar.
Nokkrar hlaðagreinir eru og til eftir Pét-
ur t. d. í Lanztiðindunum þar sem hann
finnur mjög að rangri áherzlu í íslenzkum
sálmakveðskap.
Til er og óprentað handrit hans af fjór-
raddaðri kirkjusöngsbók með tölusettum
milliröddum (generalbass), er hann hafði
við organsláttinn í kirkjunni. Sú bók er
að mestu sniðin eftir Weyses og Berggrens
söngbókum.
All það sem Pétur Guðjónsson hefir rit-
að, ber vott um sérstaka vandvirkni hans.
Sálmasöngs- og messubókin hans frá 1861
er sú vandaðasta söngbók sem i nýrri slýl
hefir verið gefin út hjá oss. Messulögin
eru 8 og öll el'tir hann sjálfan. Þessa bók
tileinkar hann sínum ógleymanlega vini og
velgjörðamanni A. P. Berggreen — og lœri-
sveinum Regkjavíkurskóla. í bókinni eru
110 sálmalög og eru 84 þeirra tekin eftir eldri
islenzkum söngbókum: Hólabókinni, Grall-
aranum, Kingós-sálmum1) og Höfuðgreina-
bókinni. Hin lögin eru ilest dönsk eða
þýzk; eitt lag er víst eitir Pétur sjálfan (Þér
þakkir gjörum). Mörg eru gömlu lögin
með talsverðum breytingum trá því, sem
þau eru í eldri bókunum. Dr. Joh. Zahn
segir að 77 af lögum þessum séu þýzk að
uppruna2). Aftan við bók þessa er skýrt
yfirlit um uppruna faganna eftir því sem
kunnugt var á þeim tima, er hókin var gefm
út. Um nokkur þeirra hafa fengist betri
upplýsingar síðan.
Það er ekki faust við, að sumurn af oss,
sem komnir erum á efri ár, finnist sem
hin yngri kynslóð hafi á siðari árum viljað
draga nokkuð úr heiðri þeim, sem Pétri
Guðjónssyni ber með réttu sem brautryðj-
anda sönglistarinnar hér á landi og vifjað
jafnvel þakka það verk eins mikið öðrum
t. d. Ara sál. Sæmundsen á Aknreyri og
1) Iíingós morgun og kvöldsálmar eru fyrst
prentaöir aflanvið Paradísarlykil. Skálh. 1686, og
oft siðar.
2) Sbr. Zahn, J: Die Melodien der deutschen
evangelisclien Kirchenlieder, VI. B. bls. 522.